Sorpa tekur yfir fatasöfnun á öllum grenndarstöðvum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. janúar 2024 06:32 Hingað til hefur Rauði krossinn safnað fötum á grenndarstöðvum SORPU og víðar. Rauði krossinn Sorpa mun á næstu misserum taka við söfnun á textíl, meðal annars fatnaði, á grenndar- og endurvinnslustöðvum Sorpu. Frá þessu er greint í minnisblaði sem lagt var fram á síðasta stjórnarfundi Sorpu. Rauði krossinn hefur hingað til safnað textíl á um 30 af 90 grenndarstöðvum Sorpu en ný lög kveða á um að safna eigi textíl á öllum stöðvum. Rauði krossinn annar ekki því álagi og því mun Sorpa alfarið taka söfnunina yfir en vinna áfram með Rauða krossinum til að tryggja rekstur verslana samtakanna fyrir notuð föt. „Til umræðu hefur komið að halda áfram að fela öðrum aðilum en Sorpu söfnun og meðhöndlun á textíl. Sorpa telur slíkt flækja það verkefni að samræma söfnun á úrgangi á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess kemur fram í minnisblaði sem Ríkiskaup unnu fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga að ætli sveitarfélögin að fela aðilum á markaði, svo sem mannúðarsamtökum, að sinna söfnun á textíl, megi sveitarfélögin ekki greiða með þeirri meðhöndlun og að gera þurfi sérstaka þjónustusamninga um þá starfsemi. Að sinni telur Sorpa því farsælast að tryggja með eigin innviðum söfnun á textíl, og koma honum í ábyrgan og gagnsæjan farveg,“ segir í minnisblaðinu. Þá segir að áhersla verði lögð á ábyrgð og gagnsæi á afsetningu á textíl sem ekki sé hægt að endurnota eða -vinna. Þá verði stefnt á aukin endurnot innanlands. Sveitarfélögum utan starfsvæðis Sorpu verður boðið að nýta þá útflutningsfarvegi sem Sorpa mun koma sér upp, á kostnaðarverði. „Því er lagt til að Sorpa haldi áfram undirbúningsvinnu við söfnun á textíl á öllum grenndar- og endurvinnslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu, til dæmis með innkaupum á söfnunargámum fyrir textíl á grenndarstöðvar, haldi áfram vinnu við að tryggja ábyrga og gagnsæja afsetningu á textíl sem ekki er hægt að endurnota eða -vinna, og koma upp innviðum til að stuðla að eins miklum endurnotum á textíl innanlands og kostur er.“ Sorpa Félagasamtök Umhverfismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Rauði krossinn hefur hingað til safnað textíl á um 30 af 90 grenndarstöðvum Sorpu en ný lög kveða á um að safna eigi textíl á öllum stöðvum. Rauði krossinn annar ekki því álagi og því mun Sorpa alfarið taka söfnunina yfir en vinna áfram með Rauða krossinum til að tryggja rekstur verslana samtakanna fyrir notuð föt. „Til umræðu hefur komið að halda áfram að fela öðrum aðilum en Sorpu söfnun og meðhöndlun á textíl. Sorpa telur slíkt flækja það verkefni að samræma söfnun á úrgangi á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess kemur fram í minnisblaði sem Ríkiskaup unnu fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga að ætli sveitarfélögin að fela aðilum á markaði, svo sem mannúðarsamtökum, að sinna söfnun á textíl, megi sveitarfélögin ekki greiða með þeirri meðhöndlun og að gera þurfi sérstaka þjónustusamninga um þá starfsemi. Að sinni telur Sorpa því farsælast að tryggja með eigin innviðum söfnun á textíl, og koma honum í ábyrgan og gagnsæjan farveg,“ segir í minnisblaðinu. Þá segir að áhersla verði lögð á ábyrgð og gagnsæi á afsetningu á textíl sem ekki sé hægt að endurnota eða -vinna. Þá verði stefnt á aukin endurnot innanlands. Sveitarfélögum utan starfsvæðis Sorpu verður boðið að nýta þá útflutningsfarvegi sem Sorpa mun koma sér upp, á kostnaðarverði. „Því er lagt til að Sorpa haldi áfram undirbúningsvinnu við söfnun á textíl á öllum grenndar- og endurvinnslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu, til dæmis með innkaupum á söfnunargámum fyrir textíl á grenndarstöðvar, haldi áfram vinnu við að tryggja ábyrga og gagnsæja afsetningu á textíl sem ekki er hægt að endurnota eða -vinna, og koma upp innviðum til að stuðla að eins miklum endurnotum á textíl innanlands og kostur er.“
Sorpa Félagasamtök Umhverfismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira