Óbærilegt margmenni vegna niðurskurðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. desember 2023 20:39 Ólöf og Halldóra eru báðar fastagestir í Vesturbæjarlaug. Þær eru afar ósáttar við skertan opnunartíma yfir hátíðarnar. Vísir/Arnar Fastagestir Vesturbæjarlaugar mótmæla því harðlega að sundlaugar borgarinnar skuli standa meira og minna lokaðar á hátíðisdögum þetta árið. Óbærilegt margmenni hafi verið í lauginni á annan í jólum og heilu vinahóparnir verði svo sviknir um áramótasundið. Opið var á aðfangadag og annan í jólum í Vesturbæjarlaug en lokað yfir aðra helstu hátíðisdaga - og lokað verður bæði gamlárs- og nýársdag. Þetta er staðan í hinum laugum borgarinnar líka; afleiðing hagræðingaraðgerða sem Reykjavíkurborg kynnti í fyrra. Ólafur Egilsson leikari gagnrýnir þessa skerðingu, eftir að hafa heimsótt laugina í algjörri örtröð á annan í jólum. Þann dag stóðu aðeins tvær aðrar sundlaugar í Reykjavík opnar. „Þar ræddum við að það hafði verið mikil aðsókn og yrði líka lokað á gamlársdag. Og fólk var leitt vegna þess að það eru þónokkrir hópar fastagesta sem hafa það fyrir sið að hittast hérna fyrir hádegið á gamlársdag og fara yfir árið, þetta er hefð, áratugahefð,“ segir Ólafur við fréttamann í pottinum. Þessir hópar fái þannig ekki að njóta þessarar áratugahefðar í ár. „Auðvitað þarf þetta að vera skynsamlega rekið og fjármagni ráðstafað af hyggjuviti en ég held að þarna hafi verið gengið fulllangt í niðurskurðinum,“ segir Ólafur. Ólafur Egilsson vakti máls á samdrætti í opnum tímum yfir hátíðarnar í sundlaugum borgarinnar. Hann telur niðurskurðarkröfuna of bratta.Vísir/Arnar Alltof margir í lauginni Og förum aðeins yfir tölfræðina sem Ólafur tók saman og birti á Facebook. Árið 2021 voru sundlaugarnar átta í borginni opnar í samtals 275 klukkustundir yfir hátíðisdagana sex. Þetta var komið niður í um 190 klukkustundir í fyrra og í ár eru sundlaugarnar aðeins opnar í um 113 klukkustundir. Þetta er sextíu prósent samdráttur á tveimur árum. Fréttamaður fer yfir tölfræðina í lauginni í dag. „Við erum ekki ánægðar með þetta og sérstaklega á Þorláksmessu, það var lokað þá. Og styttri tími. Við erum ekki ánægðar með það,“ segir Ólöf Stefánsdóttir, fastagestur í Vesturbæjarlaug. Hún og Halldóra Gestsdóttir, annar fastagestur, skelltu sér báðar í laugina á annan í jólum. „Það var hræðilegt, það var svo mikið af fólki!“ Hátíðarlokanir verða ræddar í menningar- íþrótta og tómstundaráði eftir áramót. Þá verður í það minnsta skoðað hvort skerpa megi á útfærslu þeirra. Það þykir til að mynda halla á laugargesti í Austurborginni. Þá er raunar frekari skerðing í kortunum, almenns eðlis. Frá og með 1. apríl verður opnunartími allra sundlauga í Reykjavík styttur um klukkutíma, til níu á kvöldin, á laugardögum og sunnudögum. Samkvæmt upplýsingum frá borginni sparast um fimmtíu milljónir á ári með hátíðarlokunum sundlauganna og um tuttugu milljónir til viðbótar með skertu helgarsundi í vor. Sundlaugar Reykjavík Tengdar fréttir Skerða kvöldsundið um helgar í öllum laugum borgarinnar Opnunartími allra sundlauga í Reykjavík verður styttur um klukkutíma um helgar frá og með 1. apríl næstkomandi. Stjórnendum lauganna var tilkynnt um breytinguna í dag. 28. desember 2023 16:37 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira
Opið var á aðfangadag og annan í jólum í Vesturbæjarlaug en lokað yfir aðra helstu hátíðisdaga - og lokað verður bæði gamlárs- og nýársdag. Þetta er staðan í hinum laugum borgarinnar líka; afleiðing hagræðingaraðgerða sem Reykjavíkurborg kynnti í fyrra. Ólafur Egilsson leikari gagnrýnir þessa skerðingu, eftir að hafa heimsótt laugina í algjörri örtröð á annan í jólum. Þann dag stóðu aðeins tvær aðrar sundlaugar í Reykjavík opnar. „Þar ræddum við að það hafði verið mikil aðsókn og yrði líka lokað á gamlársdag. Og fólk var leitt vegna þess að það eru þónokkrir hópar fastagesta sem hafa það fyrir sið að hittast hérna fyrir hádegið á gamlársdag og fara yfir árið, þetta er hefð, áratugahefð,“ segir Ólafur við fréttamann í pottinum. Þessir hópar fái þannig ekki að njóta þessarar áratugahefðar í ár. „Auðvitað þarf þetta að vera skynsamlega rekið og fjármagni ráðstafað af hyggjuviti en ég held að þarna hafi verið gengið fulllangt í niðurskurðinum,“ segir Ólafur. Ólafur Egilsson vakti máls á samdrætti í opnum tímum yfir hátíðarnar í sundlaugum borgarinnar. Hann telur niðurskurðarkröfuna of bratta.Vísir/Arnar Alltof margir í lauginni Og förum aðeins yfir tölfræðina sem Ólafur tók saman og birti á Facebook. Árið 2021 voru sundlaugarnar átta í borginni opnar í samtals 275 klukkustundir yfir hátíðisdagana sex. Þetta var komið niður í um 190 klukkustundir í fyrra og í ár eru sundlaugarnar aðeins opnar í um 113 klukkustundir. Þetta er sextíu prósent samdráttur á tveimur árum. Fréttamaður fer yfir tölfræðina í lauginni í dag. „Við erum ekki ánægðar með þetta og sérstaklega á Þorláksmessu, það var lokað þá. Og styttri tími. Við erum ekki ánægðar með það,“ segir Ólöf Stefánsdóttir, fastagestur í Vesturbæjarlaug. Hún og Halldóra Gestsdóttir, annar fastagestur, skelltu sér báðar í laugina á annan í jólum. „Það var hræðilegt, það var svo mikið af fólki!“ Hátíðarlokanir verða ræddar í menningar- íþrótta og tómstundaráði eftir áramót. Þá verður í það minnsta skoðað hvort skerpa megi á útfærslu þeirra. Það þykir til að mynda halla á laugargesti í Austurborginni. Þá er raunar frekari skerðing í kortunum, almenns eðlis. Frá og með 1. apríl verður opnunartími allra sundlauga í Reykjavík styttur um klukkutíma, til níu á kvöldin, á laugardögum og sunnudögum. Samkvæmt upplýsingum frá borginni sparast um fimmtíu milljónir á ári með hátíðarlokunum sundlauganna og um tuttugu milljónir til viðbótar með skertu helgarsundi í vor.
Sundlaugar Reykjavík Tengdar fréttir Skerða kvöldsundið um helgar í öllum laugum borgarinnar Opnunartími allra sundlauga í Reykjavík verður styttur um klukkutíma um helgar frá og með 1. apríl næstkomandi. Stjórnendum lauganna var tilkynnt um breytinguna í dag. 28. desember 2023 16:37 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira
Skerða kvöldsundið um helgar í öllum laugum borgarinnar Opnunartími allra sundlauga í Reykjavík verður styttur um klukkutíma um helgar frá og með 1. apríl næstkomandi. Stjórnendum lauganna var tilkynnt um breytinguna í dag. 28. desember 2023 16:37