Ronaldo hefur augastað á 250 landsleikjum Siggeir Ævarsson skrifar 27. desember 2023 23:30 Cristiano Ronaldo, leikmaður portúgalska landsliðsins og Al-Nassr Vísir/Getty Cristano Ronaldo virðist hvergi nærri hættur að láta að sér kveða með landsliði Portúgal þrátt fyrir að verða 39 ára í febrúar á næsta ári. Hann ku hafa augastað á að rjúfa 250 leikja múrinn að sögn Roberto Martinez, landsliðsþjálfara Portúgal. Ronaldo varð fyrstur allra til að leika yfir 200 landsleiki fyrr á árinu og er alls kominn með 205 leiki í sarpinn, níu leikjum fleiri en kúveitski framherjinn Bader Al-Mutawa sem lagði landsliðsskóna á hilluna 2022. Þess má til gamans geta að þeir Al-Mutawa og Ronaldo eru jafnaldrar. Roberto Martinez greindi frá þessu í spjalli við Freddie Ljungberg á dögunum. Þegar Martinez tók við landsliðinu var Ronaldo nálægt því að rjúfa 200 leikja múrinn og Martinez spurði hann hvort 200 landsleikir væru sérstakt markmið í hans huga. „Nei, en 250 landsleikir vekja áhuga minn.“ 250 caps interests me @Cristiano had a surprise for Roberto Martinez when he took over as Portugal coach. pic.twitter.com/PjxFAI9mP7— Freddie Ljungberg (@freddie) December 22, 2023 Til að ná þessum árangri þyrfti Ronaldo að spila með landsliðinu í það minnsta til ársins 2026 og sleppa bæði við meiðsli og bönn. Jafnframt þyrfti liðið að komast áfram upp úr riðlakeppni bæði á HM og EM, annars er ekki fræðilegur möguleiki á að hann nái 250 leikjum fyrr en árið 2027, þá 42 ára gamall. Fótbolti HM 2026 í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Ronaldo varð fyrstur allra til að leika yfir 200 landsleiki fyrr á árinu og er alls kominn með 205 leiki í sarpinn, níu leikjum fleiri en kúveitski framherjinn Bader Al-Mutawa sem lagði landsliðsskóna á hilluna 2022. Þess má til gamans geta að þeir Al-Mutawa og Ronaldo eru jafnaldrar. Roberto Martinez greindi frá þessu í spjalli við Freddie Ljungberg á dögunum. Þegar Martinez tók við landsliðinu var Ronaldo nálægt því að rjúfa 200 leikja múrinn og Martinez spurði hann hvort 200 landsleikir væru sérstakt markmið í hans huga. „Nei, en 250 landsleikir vekja áhuga minn.“ 250 caps interests me @Cristiano had a surprise for Roberto Martinez when he took over as Portugal coach. pic.twitter.com/PjxFAI9mP7— Freddie Ljungberg (@freddie) December 22, 2023 Til að ná þessum árangri þyrfti Ronaldo að spila með landsliðinu í það minnsta til ársins 2026 og sleppa bæði við meiðsli og bönn. Jafnframt þyrfti liðið að komast áfram upp úr riðlakeppni bæði á HM og EM, annars er ekki fræðilegur möguleiki á að hann nái 250 leikjum fyrr en árið 2027, þá 42 ára gamall.
Fótbolti HM 2026 í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira