Áhætta tengd spilakössum áður talin mikil en nú veruleg Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. desember 2023 17:58 Áhættumatsskýrsla ríkislögreglustjóra um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka var birt í dag. Vísir/Vilhelm Áhætta vegna sýndareigna er metin mikil í nýrri áhættumatsskýrslu sem Ríkislögreglustjóri hefur sent frá sér. Að auki er áhætta tengd spilakössum metin veruleg. Þá er áhætta vegna peningaþvætti tengdum peningasendingum milli landa metin minni en áður. Í skýrslunni, sem kom út í dag, er áhætta og helstu áhrifaþættir skattsvika, sýndareigna, reiðufjársviðskipta, rafmynta og peningasendinga á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka metin. Um er að ræða uppfært mat frá því sem gefið var út vorið 2021. Áhættur vegna sýndareigna enn að koma fram Í skýrslunni kemur meðal annars fram að áhætta vegna sýndareigna sé metin mikil og það sé meðal annars vegna skorts á búnaði, verklagsreglum og sérþekkingu lögreglu og eftirlitsaðila til að rannsaka slík mál. Fram kemur að sýndareignir séu algengur greiðslumiðill til að greiða fyrir ólöglegar vörur og þjónustu og Íslendingar séu ekki eftirbátar annarra ríkja í Evrópu í tengslum við viðskipti með sýndareignir. Þá segir að vísbendingar séu um að brotamenn hérlendis séu farnir að ráðstafa ávinningi af brotastarfsemi til að kaupa sýndareignir með það markmið að þvætta fjármuni og koma fjármunum hratt á milli landa. Sýndareignahagkerfið sé ungt og áhættur með tilliti til peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka séu enn að koma fram. Engar takmarkanir á aðgengi að erlendum fjárhættuspilum Að auki kemur fram að metin áhætta á peningaþvætti tengd peningasendingum milli landa hafi verið lækkuð frá árinu 2021, meðal annars vegna aukins eftirlits með slíkum sendingum. Samhliða því hafi umfang slíkrar starfsemi minnkað. Það sama eigi við um innlánastarfsemi, greiðsluþjónustu, gjaldeyrisskipti með reiðufé, útgáfu rafeyri og viðskipti og þjónustu með sýndareignir. Áhætta tengd spilakössum var samkvæmt síðasta mati talin mikil en í ljósi aukins eftirlits og umfangsmeiri varna rekstraraðila kemur nú fram að hún sé talin veruleg. Aðgengi á Íslandi að erlendum fjárhættuspilum á netinu sé ekki háð neinum takmörkunum og innlent eftirlit sé af skornum skammti. Þá er umfang þátttöku íbúa hér á landi í fjárhættuspilum talið umtalsvert og vísbendingar séu um að brotamenn á Íslandi nýti spilareikninga á slíkum síðum til peningaþvættis. Áhætta á fjármögnun hryðjuverka er í skýrslunni metin út frá fjórum matsþáttum, flutningur reiðufjár yfir landamæri, flutningur fjármuna til og frá Íslandi í gegnum fjármálakerfið, flutningur fjármuna til og frá Íslandi með peningasendingum og starfsemi almannaheillafélaga yfir landamæri. Fyrir fyrstu þrjá matsþættina var áhætta metin miðlungs en lítil fyrir þann síðasta. Fjárhættuspil Lögreglan Fjármálafyrirtæki Greiðslumiðlun Efnahagsbrot Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Í skýrslunni, sem kom út í dag, er áhætta og helstu áhrifaþættir skattsvika, sýndareigna, reiðufjársviðskipta, rafmynta og peningasendinga á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka metin. Um er að ræða uppfært mat frá því sem gefið var út vorið 2021. Áhættur vegna sýndareigna enn að koma fram Í skýrslunni kemur meðal annars fram að áhætta vegna sýndareigna sé metin mikil og það sé meðal annars vegna skorts á búnaði, verklagsreglum og sérþekkingu lögreglu og eftirlitsaðila til að rannsaka slík mál. Fram kemur að sýndareignir séu algengur greiðslumiðill til að greiða fyrir ólöglegar vörur og þjónustu og Íslendingar séu ekki eftirbátar annarra ríkja í Evrópu í tengslum við viðskipti með sýndareignir. Þá segir að vísbendingar séu um að brotamenn hérlendis séu farnir að ráðstafa ávinningi af brotastarfsemi til að kaupa sýndareignir með það markmið að þvætta fjármuni og koma fjármunum hratt á milli landa. Sýndareignahagkerfið sé ungt og áhættur með tilliti til peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka séu enn að koma fram. Engar takmarkanir á aðgengi að erlendum fjárhættuspilum Að auki kemur fram að metin áhætta á peningaþvætti tengd peningasendingum milli landa hafi verið lækkuð frá árinu 2021, meðal annars vegna aukins eftirlits með slíkum sendingum. Samhliða því hafi umfang slíkrar starfsemi minnkað. Það sama eigi við um innlánastarfsemi, greiðsluþjónustu, gjaldeyrisskipti með reiðufé, útgáfu rafeyri og viðskipti og þjónustu með sýndareignir. Áhætta tengd spilakössum var samkvæmt síðasta mati talin mikil en í ljósi aukins eftirlits og umfangsmeiri varna rekstraraðila kemur nú fram að hún sé talin veruleg. Aðgengi á Íslandi að erlendum fjárhættuspilum á netinu sé ekki háð neinum takmörkunum og innlent eftirlit sé af skornum skammti. Þá er umfang þátttöku íbúa hér á landi í fjárhættuspilum talið umtalsvert og vísbendingar séu um að brotamenn á Íslandi nýti spilareikninga á slíkum síðum til peningaþvættis. Áhætta á fjármögnun hryðjuverka er í skýrslunni metin út frá fjórum matsþáttum, flutningur reiðufjár yfir landamæri, flutningur fjármuna til og frá Íslandi í gegnum fjármálakerfið, flutningur fjármuna til og frá Íslandi með peningasendingum og starfsemi almannaheillafélaga yfir landamæri. Fyrir fyrstu þrjá matsþættina var áhætta metin miðlungs en lítil fyrir þann síðasta.
Fjárhættuspil Lögreglan Fjármálafyrirtæki Greiðslumiðlun Efnahagsbrot Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira