Kynþáttur hafi verið handtökunni óviðkomandi Oddur Ævar Gunnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 27. desember 2023 11:56 Ásmundur Rúnar Gylfason, stöðvarstjóri, segist ekki kannast við lýsingar málsins. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist í engu kannast við þá atvikalýsingu sem komið hefur fram vegna handtöku karlmanns sem handtekinn á aðfangadagskvöld. Stöðvarstjóri segir ekkert óeðlilegt við handtöku mannsins og að kynþáttur hans sé málinu óviðkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Fréttastofa ræddi við Þórunni Helgadóttur, móður hins 28 ára gamla manns, Brian, í gærkvöldi. Þórunn sagði son sinn hafa verið handtekinn fyrir að hafa ekki verið með persónuskilríki meðferðis og sagði svarta syni sína oft hafa lent í aðför lögreglu. Hafi brugðist við manni sofandi í bíl „Vegna frétta fjölmiðla í gærkvöld og í morgun um handtöku manns á aðfangadag vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taka fram að hún kannast í engu við þá atvikalýsingu sem þar er haldið fram.“ Lögreglan segir að hún geti hinsvegar upplýst að karlmaður á þrítugsaldri hafi verið handtekinn í Hlíðunum í Reykjavík eftir hádegi á aðfangadag í kjölfar tilkynningar um mann sem sagður var sofandi í bíl og hafði bíllinn víst verið í gangi í töluverðan tíma. Hafi reynst margsaga „Lögreglan brást við tilkynningunni, hélt á vettvang og fann bílinn og reyndist maður vera sofandi í bílnum. Hann var vakinn og því næst spurður um persónuupplýsingar eins og venja er, en neitaði að gefa þær upp þrátt yfir margítrekaðar beiðnir lögreglu. Fór svo að maðurinn var færður á lögreglustöð, en hann var áfram tregur til að veita persónuupplýsingar og var jafnframt margsaga.“ Þá segir lögregla að reynt hafi verið að komast að heimilisfangi mannsins. Hann hafi heldur ekki verið hjálplegur í þeim efnum. Að lokum hafi lögreglu tekist að koma manninum til síns heima og sannreyna hver hann væri. „Lögreglan leggur sig ávallt fram um að eiga góð samskipti við alla borgara og það átti líka við hér. Samskipti við manninn sem um er rætt voru tekin upp á búkmyndavélar lögreglumanna og styðja það sem hér hefur verið nefnt.“ Kynþáttur málinu óviðkomandi Ásmundur Rúnar Gylfason, stöðvarstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segist í samtali við fréttastofu ekki kannast við þær lýsingar sem Þórunn Helgadóttir, stjúpmóðir mannsins, setur fram í viðtali við fréttastofu í gærkvöldi. Ásmundur svaraði því neitandi þegar hann var spurður hvort kynþáttur hafi haft eitthvað með það að gera hvernig á málum var haldið. Hann sagði að kynþáttur manna hafi engin áhrif á vinnubrögð lögreglu. Þá sagði Ásmundur, aðspurður, að hvorki stæði til að yfirfara verklag né gaumgæfa málið nánar því öll samskipti við manninn séu til á upptöku og að ekkert óeðlilegt hafi verið við vinnubrögðin. Hann benti á að ef fólk er ósátt við vinnubrögð lögreglu þá geti það snúið sér til nefndar um eftirlit með störfum lögreglu. Skoðar málið með lögfræðingum Þórunn, stjúpmóðir Brians, segir í samtali við fréttastofu að Brian hafi í stundarkorn lagt sig í bíl vinar síns fyrr um daginn því hann hafi verið þreyttur eftir mikla vinnu. Hún segir aftur á móti að það sé ekki rétt að Brian hafi verið ósamvinnuþýður því hann hafi farið upp í lögreglubílinn sjálfviljugur, með það í huga að sækja skilríkin sín heim til sín. Þórunn segir að hún skoði málið með lögfræðingum. Lögreglumál Lögreglan Kynþáttafordómar Reykjavík Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Fréttastofa ræddi við Þórunni Helgadóttur, móður hins 28 ára gamla manns, Brian, í gærkvöldi. Þórunn sagði son sinn hafa verið handtekinn fyrir að hafa ekki verið með persónuskilríki meðferðis og sagði svarta syni sína oft hafa lent í aðför lögreglu. Hafi brugðist við manni sofandi í bíl „Vegna frétta fjölmiðla í gærkvöld og í morgun um handtöku manns á aðfangadag vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taka fram að hún kannast í engu við þá atvikalýsingu sem þar er haldið fram.“ Lögreglan segir að hún geti hinsvegar upplýst að karlmaður á þrítugsaldri hafi verið handtekinn í Hlíðunum í Reykjavík eftir hádegi á aðfangadag í kjölfar tilkynningar um mann sem sagður var sofandi í bíl og hafði bíllinn víst verið í gangi í töluverðan tíma. Hafi reynst margsaga „Lögreglan brást við tilkynningunni, hélt á vettvang og fann bílinn og reyndist maður vera sofandi í bílnum. Hann var vakinn og því næst spurður um persónuupplýsingar eins og venja er, en neitaði að gefa þær upp þrátt yfir margítrekaðar beiðnir lögreglu. Fór svo að maðurinn var færður á lögreglustöð, en hann var áfram tregur til að veita persónuupplýsingar og var jafnframt margsaga.“ Þá segir lögregla að reynt hafi verið að komast að heimilisfangi mannsins. Hann hafi heldur ekki verið hjálplegur í þeim efnum. Að lokum hafi lögreglu tekist að koma manninum til síns heima og sannreyna hver hann væri. „Lögreglan leggur sig ávallt fram um að eiga góð samskipti við alla borgara og það átti líka við hér. Samskipti við manninn sem um er rætt voru tekin upp á búkmyndavélar lögreglumanna og styðja það sem hér hefur verið nefnt.“ Kynþáttur málinu óviðkomandi Ásmundur Rúnar Gylfason, stöðvarstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segist í samtali við fréttastofu ekki kannast við þær lýsingar sem Þórunn Helgadóttir, stjúpmóðir mannsins, setur fram í viðtali við fréttastofu í gærkvöldi. Ásmundur svaraði því neitandi þegar hann var spurður hvort kynþáttur hafi haft eitthvað með það að gera hvernig á málum var haldið. Hann sagði að kynþáttur manna hafi engin áhrif á vinnubrögð lögreglu. Þá sagði Ásmundur, aðspurður, að hvorki stæði til að yfirfara verklag né gaumgæfa málið nánar því öll samskipti við manninn séu til á upptöku og að ekkert óeðlilegt hafi verið við vinnubrögðin. Hann benti á að ef fólk er ósátt við vinnubrögð lögreglu þá geti það snúið sér til nefndar um eftirlit með störfum lögreglu. Skoðar málið með lögfræðingum Þórunn, stjúpmóðir Brians, segir í samtali við fréttastofu að Brian hafi í stundarkorn lagt sig í bíl vinar síns fyrr um daginn því hann hafi verið þreyttur eftir mikla vinnu. Hún segir aftur á móti að það sé ekki rétt að Brian hafi verið ósamvinnuþýður því hann hafi farið upp í lögreglubílinn sjálfviljugur, með það í huga að sækja skilríkin sín heim til sín. Þórunn segir að hún skoði málið með lögfræðingum.
Lögreglumál Lögreglan Kynþáttafordómar Reykjavík Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Sjá meira