Botna ekkert í viðbrögðum Víkings Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. desember 2023 11:19 Víkingar hafa unnið sex stóra titla undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. vísir/hulda margrét Forráðamenn Norrköping eru undrandi á viðbrögðum Víkings vegna þeirrar ákvörðunar Íslands- og bikarmeistaranna um að slíta viðræðum félaganna vegna Arnars Gunnlaugssonar. Norrköping vildi fá Arnar sem næsta þjálfara liðsins og hóf viðræður við Víking. Íslands- og bikarmeistararnir slitu þeim hins vegar þar sem þeim þótti tilboð Norrköping í Arnar of lágt. „Tilboð Norrköping var ekki nálægt því sem við teljum virði Arnars Gunnlaugssonar vera. Því ákvað félagið að afþakka frekari samningaviðræður og setja allan fókus á undirbúning fyrir næsta tímabil. Arnar er afar fær þjálfari og mikilvægur okkur Víkingum og er ég afar spenntur fyrir áframhaldandi samstarfi með Arnari,“ sagði Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, í tilkynningu félagsins. Norrköping sendi í dag bréf til stuðningsmanna félagsins vegna viðræðnanna við Arnar. Þar segir að Norrköping hafi alltaf verið meðvitað um að félagið þyrfti að greiða Víkingi ákveðna upphæð fyrir að losa Arnar undan samningi. „Norrköping virti þetta alltaf og mætti kröfum Víkings um greiðslu fyrir hann. Af þeim sökum, og að Víkingur samþykkti að Arnar færi í viðræður við annað félag, er stjórnin mjög undrandi á orðum íþróttastjóra Víkings um að félagið hafi ekki viljað selja þjálfarann sinn,“ sagði í bréfinu. Þar segir ennfremur að leit Norrköping að nýjum þjálfara standi enn yfir. Jóhannes Karl Guðjónsson er einn þeirra sem kemur til greina í starfið. Hann hefur einnig verið orðaður við Öster sem leikur í næstefstu deild. Í viðtali við íþróttadeild á Þorláksmessu sagðist Arnar ekki vera svekktur að hafa ekki fengið að taka við Norrköping. „Er ég eitthvað ósáttur við það? Nei, eiginlega ekki. Langaði mig að fara út og kitlaði það? Já, það gerði það. En núna er komin niðurstaða. Ég verð áfram og Víkingur vill ekki selja. Það er bara frábært. Ég ber virðingu fyrir því og hlakka gríðarlega til næsta tímabils,“ sagði Arnar. Skagamaðurinn er samningsbundinn Víkingi til 2024. Hann hefur stýrt liðinu frá haustinu 2018 og undir hans stjórn hefur það unnið tvo Íslandsmeistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Sænski boltinn Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Norrköping vildi fá Arnar sem næsta þjálfara liðsins og hóf viðræður við Víking. Íslands- og bikarmeistararnir slitu þeim hins vegar þar sem þeim þótti tilboð Norrköping í Arnar of lágt. „Tilboð Norrköping var ekki nálægt því sem við teljum virði Arnars Gunnlaugssonar vera. Því ákvað félagið að afþakka frekari samningaviðræður og setja allan fókus á undirbúning fyrir næsta tímabil. Arnar er afar fær þjálfari og mikilvægur okkur Víkingum og er ég afar spenntur fyrir áframhaldandi samstarfi með Arnari,“ sagði Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, í tilkynningu félagsins. Norrköping sendi í dag bréf til stuðningsmanna félagsins vegna viðræðnanna við Arnar. Þar segir að Norrköping hafi alltaf verið meðvitað um að félagið þyrfti að greiða Víkingi ákveðna upphæð fyrir að losa Arnar undan samningi. „Norrköping virti þetta alltaf og mætti kröfum Víkings um greiðslu fyrir hann. Af þeim sökum, og að Víkingur samþykkti að Arnar færi í viðræður við annað félag, er stjórnin mjög undrandi á orðum íþróttastjóra Víkings um að félagið hafi ekki viljað selja þjálfarann sinn,“ sagði í bréfinu. Þar segir ennfremur að leit Norrköping að nýjum þjálfara standi enn yfir. Jóhannes Karl Guðjónsson er einn þeirra sem kemur til greina í starfið. Hann hefur einnig verið orðaður við Öster sem leikur í næstefstu deild. Í viðtali við íþróttadeild á Þorláksmessu sagðist Arnar ekki vera svekktur að hafa ekki fengið að taka við Norrköping. „Er ég eitthvað ósáttur við það? Nei, eiginlega ekki. Langaði mig að fara út og kitlaði það? Já, það gerði það. En núna er komin niðurstaða. Ég verð áfram og Víkingur vill ekki selja. Það er bara frábært. Ég ber virðingu fyrir því og hlakka gríðarlega til næsta tímabils,“ sagði Arnar. Skagamaðurinn er samningsbundinn Víkingi til 2024. Hann hefur stýrt liðinu frá haustinu 2018 og undir hans stjórn hefur það unnið tvo Íslandsmeistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Sænski boltinn Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira