Stal fimm milljörðum með sviksömum skotfærakaupum Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2023 16:47 Úkraínskir hermenn á víglínunni nærri Bakmút í austurhluta Úkraínu. Hermenn segja skort á skotfærum fyrir stórskotalið hafa komið niður á þeim. EPA/MARIA SENOVILLA Lögregluþjónar hafa handtekið háttsettan embættismann í varnarmálaráðuneyti Úkraínu, sem grunaður er um að hafa dregið sér nærri því fjörutíu milljónir dala. Það er hann sagður hafa gert með sviksömum kaupum á skotfærum fyrir stórskotalið. Handtakan er sögð vera liður í átaki gegn spillingu í varnarmálaráðinu, sem leiddi meðal annars til þess að varnarmálaráðherranum var vikið úr embætti í september. Samkvæmt frétt New York Times hefur Vólódímír Selenskí, forseti, varið miklu púðri í að berjast gegn spillingu. Er það bæði vegna þrýstingi frá bakhjörlum Úkraínu og vegna samdráttar í hernaðaraðstoð og að tryggja þurfi hagkvæmni í vopnaframleiðslu og kaupaum. Fjörutíu milljónir dala samsvara um fimm og hálfum milljarði króna. Saksóknarar segja unnið að því að endurheimta peningana. Yfirmenn og hermenn í úkraínska hernum hafa sagt blaðamönnum frá því að skortur á skotfærum fyrir stórskotalið hafi leitt til þess að þeir hafi þurft að halda að sér höndum. Stórskotalið hefur frá upphafi skipt sköpum í stríðinu í Úkraínu og reiða Úkraínumenn og Rússar sig á það til bæði varnar og sóknar. „Við getum ekki sótt fram þegar við höfum engin skotfæri,“ sagði aðstoðarformaður þjóðaröryggisnefndar úkraínska þingsins í samtali við blaðamann NYT. Aðrir hafa látið sambærileg orð falla að undanförnu. Úkraínskir saksóknarar segja að embættismaðurinn handtekni hafi þróað kerfi til að kaupa skotfæri fyrir stórskotalið á uppsprengdu verði. Í desember í fyrra skrifaði hann undir samning við framleiðanda skotfæra á því verði. Með kerfinu tókst honum að setja um 40 milljónir dala til hliðar. Engin skotfæri voru þó afhent á grunni samningsins og yfirvöld í Úkraínu gerðu nýjan samning við umrætt fyrirtæki sem skotfærin kostuðu um þriðjungi minna. Eins og hefur komið fram er unnið að því að endurheimta peningana sem embættismaðurinn stal. Hann stendur frammi fyrir allt að fimmtán ára fangelsisvist. Síðasta vetur voru tveir starfsmenn ráðuneytisins handteknir því þeir borguðu of mikið fyrir egg fyrir herinn. Þá voru yfirmenn sem komu að því að ráða og kveðja menn í herinn reknir eftir að þeir voru sakaðir um að taka við greiðslum frá fólki sem vildi komast hjá herkvaðningu. Þingmenn Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum hafa meðal annars haldið því fram að þeir vilji betri eftirfylgni með fjárveitingum til Úkraínumanna. Ráðamenn í Úkraínu segja að viðleitni þeirra til að rannsaka spillingu og refsa þeim sem koma að henni, jafnvel á erfiðum tímum stríðs, sýna að þeim sé alvarlega. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Skutu niður þrjár rússneskar sprengjuvélar Yfirvöld í Úkraínu segja þrjár rússneskar sprengjuvélar af gerðinni Su-34 hafa verið skotnar niður yfir yfir suðurhluta Úkraínu í dag. Rússneskir herbloggarar segja Patriot-loftvarnarkerfi hafa verið notað til að skjóta herþoturnar niður. 22. desember 2023 15:25 Hægri hönd Pútíns skipulagði dauða Prígósjíns Níkólaí Patrúsjev, hægri hönd Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, er sagður hafa komið að skipulagningu og að endingu samþykkt banatilræði gegn auðjöfrinum Jevgení Prígósjín. Sá dó þegar flugvél hans féll til jarðar skammt frá Moskvu í ágúst. 22. desember 2023 12:03 Finnar og Bandaríkjamenn undirrita varnarsamning í dag Stjórnvöld í Finnlandi munu í dag undirrita varnarsamning við Bandaríkin sem greiðir meðal annars fyrir umsvifum Bandaríkjahers í landinu. 18. desember 2023 10:15 Orban stöðvar 50 milljarða evru hjálparpakka ESB til Úkraínu Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa stöðvað fyrirhugaðan 50 milljarða evru hjálparpakka Evrópusambandsins til Úkraínu. Ákvörðun Ungverja var tekin fáeinum klukkustundum eftir að samkomulag náðist um að hefja viðræður um aðild Úkraínu að sambandinu. 15. desember 2023 06:38 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
Handtakan er sögð vera liður í átaki gegn spillingu í varnarmálaráðinu, sem leiddi meðal annars til þess að varnarmálaráðherranum var vikið úr embætti í september. Samkvæmt frétt New York Times hefur Vólódímír Selenskí, forseti, varið miklu púðri í að berjast gegn spillingu. Er það bæði vegna þrýstingi frá bakhjörlum Úkraínu og vegna samdráttar í hernaðaraðstoð og að tryggja þurfi hagkvæmni í vopnaframleiðslu og kaupaum. Fjörutíu milljónir dala samsvara um fimm og hálfum milljarði króna. Saksóknarar segja unnið að því að endurheimta peningana. Yfirmenn og hermenn í úkraínska hernum hafa sagt blaðamönnum frá því að skortur á skotfærum fyrir stórskotalið hafi leitt til þess að þeir hafi þurft að halda að sér höndum. Stórskotalið hefur frá upphafi skipt sköpum í stríðinu í Úkraínu og reiða Úkraínumenn og Rússar sig á það til bæði varnar og sóknar. „Við getum ekki sótt fram þegar við höfum engin skotfæri,“ sagði aðstoðarformaður þjóðaröryggisnefndar úkraínska þingsins í samtali við blaðamann NYT. Aðrir hafa látið sambærileg orð falla að undanförnu. Úkraínskir saksóknarar segja að embættismaðurinn handtekni hafi þróað kerfi til að kaupa skotfæri fyrir stórskotalið á uppsprengdu verði. Í desember í fyrra skrifaði hann undir samning við framleiðanda skotfæra á því verði. Með kerfinu tókst honum að setja um 40 milljónir dala til hliðar. Engin skotfæri voru þó afhent á grunni samningsins og yfirvöld í Úkraínu gerðu nýjan samning við umrætt fyrirtæki sem skotfærin kostuðu um þriðjungi minna. Eins og hefur komið fram er unnið að því að endurheimta peningana sem embættismaðurinn stal. Hann stendur frammi fyrir allt að fimmtán ára fangelsisvist. Síðasta vetur voru tveir starfsmenn ráðuneytisins handteknir því þeir borguðu of mikið fyrir egg fyrir herinn. Þá voru yfirmenn sem komu að því að ráða og kveðja menn í herinn reknir eftir að þeir voru sakaðir um að taka við greiðslum frá fólki sem vildi komast hjá herkvaðningu. Þingmenn Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum hafa meðal annars haldið því fram að þeir vilji betri eftirfylgni með fjárveitingum til Úkraínumanna. Ráðamenn í Úkraínu segja að viðleitni þeirra til að rannsaka spillingu og refsa þeim sem koma að henni, jafnvel á erfiðum tímum stríðs, sýna að þeim sé alvarlega.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Skutu niður þrjár rússneskar sprengjuvélar Yfirvöld í Úkraínu segja þrjár rússneskar sprengjuvélar af gerðinni Su-34 hafa verið skotnar niður yfir yfir suðurhluta Úkraínu í dag. Rússneskir herbloggarar segja Patriot-loftvarnarkerfi hafa verið notað til að skjóta herþoturnar niður. 22. desember 2023 15:25 Hægri hönd Pútíns skipulagði dauða Prígósjíns Níkólaí Patrúsjev, hægri hönd Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, er sagður hafa komið að skipulagningu og að endingu samþykkt banatilræði gegn auðjöfrinum Jevgení Prígósjín. Sá dó þegar flugvél hans féll til jarðar skammt frá Moskvu í ágúst. 22. desember 2023 12:03 Finnar og Bandaríkjamenn undirrita varnarsamning í dag Stjórnvöld í Finnlandi munu í dag undirrita varnarsamning við Bandaríkin sem greiðir meðal annars fyrir umsvifum Bandaríkjahers í landinu. 18. desember 2023 10:15 Orban stöðvar 50 milljarða evru hjálparpakka ESB til Úkraínu Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa stöðvað fyrirhugaðan 50 milljarða evru hjálparpakka Evrópusambandsins til Úkraínu. Ákvörðun Ungverja var tekin fáeinum klukkustundum eftir að samkomulag náðist um að hefja viðræður um aðild Úkraínu að sambandinu. 15. desember 2023 06:38 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
Skutu niður þrjár rússneskar sprengjuvélar Yfirvöld í Úkraínu segja þrjár rússneskar sprengjuvélar af gerðinni Su-34 hafa verið skotnar niður yfir yfir suðurhluta Úkraínu í dag. Rússneskir herbloggarar segja Patriot-loftvarnarkerfi hafa verið notað til að skjóta herþoturnar niður. 22. desember 2023 15:25
Hægri hönd Pútíns skipulagði dauða Prígósjíns Níkólaí Patrúsjev, hægri hönd Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, er sagður hafa komið að skipulagningu og að endingu samþykkt banatilræði gegn auðjöfrinum Jevgení Prígósjín. Sá dó þegar flugvél hans féll til jarðar skammt frá Moskvu í ágúst. 22. desember 2023 12:03
Finnar og Bandaríkjamenn undirrita varnarsamning í dag Stjórnvöld í Finnlandi munu í dag undirrita varnarsamning við Bandaríkin sem greiðir meðal annars fyrir umsvifum Bandaríkjahers í landinu. 18. desember 2023 10:15
Orban stöðvar 50 milljarða evru hjálparpakka ESB til Úkraínu Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa stöðvað fyrirhugaðan 50 milljarða evru hjálparpakka Evrópusambandsins til Úkraínu. Ákvörðun Ungverja var tekin fáeinum klukkustundum eftir að samkomulag náðist um að hefja viðræður um aðild Úkraínu að sambandinu. 15. desember 2023 06:38