Nýjar myndir frá rjúkandi gosstöðvum Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. desember 2023 21:01 Enn rýkur úr gosstöðvunum. Eldgosinu við Sundhnúksgíga virðist lokið. Nýjar myndir frá gosstöðvunum sýna að enn er glóð í nýja hrauninu en virkni er alveg dottin niður. Bæjarstjóra Grindavíkur segir goslok góðar fréttir - en vill ekki fagna of fljótt. Eldgosið hófst skyndilega, og með miklum krafti, mánudagskvöldið 18. desember. Þegar komið var fram á þriðja tímann aðfaranótt 19. desember var gossprungan orðin fjórir kílómetrar. En hratt dró úr kraftinum og tæpum sólarhring síðar einskorðaðist virknin við tvær sprungur. Í gær, 20. desember, lognaðist svo virkni í nyrðri sprungunni út af og seint í nótt slokknaði loks á syðri gígnum við Sýlingarfell. „Það lítur út fyrir að gosinu sé lokið. Það var flogið þarna yfir í morgun, Kristín Jónsdóttir [forstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands] var í fluginu og hún sá ekki nein merki um virkni í gígunum,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Á nýjum myndum frá gosstöðvunum, sem Björn Steinbekk tók síðdegis í dag, sést að enn er glóð á nokkrum stöðum í nýja hrauninu og víða stígur reykur upp frá því. Gígarnir sjálfir eru hins vegar alveg sofnaðir. Magnús Tumi segir viðbúið að viðlíka atburðarás endurtaki sig. Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur andar þó léttar í bili. „Vonandi er þetta bara búið. En vísindamenn segja líka og hafa fordæmi fyrir því frá fyrri gosum að það getur opnast sprunga á nýjan leik, eftir tvo þrjá, fjóra, upp í fimm daga. Þannig að við verðum að bíða og sjá aðeins til,“ segir Fannar. Varnargarðar umhverfis Grindavík voru hannaðir fyrir tveimur árum en engin hreyfing hefur orðið á málinu síðan. Fannar hvetur stjórnvöld til að spýta í lófana. „Það blasir við í ljósi síðustu atburða og eldgossins núna að það er brýn nauðsyn að taka ákvörðun um þetta.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Eldgosið hófst skyndilega, og með miklum krafti, mánudagskvöldið 18. desember. Þegar komið var fram á þriðja tímann aðfaranótt 19. desember var gossprungan orðin fjórir kílómetrar. En hratt dró úr kraftinum og tæpum sólarhring síðar einskorðaðist virknin við tvær sprungur. Í gær, 20. desember, lognaðist svo virkni í nyrðri sprungunni út af og seint í nótt slokknaði loks á syðri gígnum við Sýlingarfell. „Það lítur út fyrir að gosinu sé lokið. Það var flogið þarna yfir í morgun, Kristín Jónsdóttir [forstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands] var í fluginu og hún sá ekki nein merki um virkni í gígunum,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Á nýjum myndum frá gosstöðvunum, sem Björn Steinbekk tók síðdegis í dag, sést að enn er glóð á nokkrum stöðum í nýja hrauninu og víða stígur reykur upp frá því. Gígarnir sjálfir eru hins vegar alveg sofnaðir. Magnús Tumi segir viðbúið að viðlíka atburðarás endurtaki sig. Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur andar þó léttar í bili. „Vonandi er þetta bara búið. En vísindamenn segja líka og hafa fordæmi fyrir því frá fyrri gosum að það getur opnast sprunga á nýjan leik, eftir tvo þrjá, fjóra, upp í fimm daga. Þannig að við verðum að bíða og sjá aðeins til,“ segir Fannar. Varnargarðar umhverfis Grindavík voru hannaðir fyrir tveimur árum en engin hreyfing hefur orðið á málinu síðan. Fannar hvetur stjórnvöld til að spýta í lófana. „Það blasir við í ljósi síðustu atburða og eldgossins núna að það er brýn nauðsyn að taka ákvörðun um þetta.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira