Rosalega margir veikir og toppinum ekki náð Lovísa Arnardóttir skrifar 21. desember 2023 13:45 Guðrún segir nýtt afbrigði Covid mjög smitandi en veikindin ekki meiri. Innlögnum hefur ekki fjölgað vegna þess en eru margar vegna annars konar öndunarfærasýkinga líka. Vísir/Arnar Mikill fjöldi fólks liggur í veikindum vegna ýmissa öndunarfærasýkinga. Nýtt afbrigði Covid er mjög smitandi en veldur ekki alvarlegri veikindum. Sóttvarnalæknir segir þátttöku í bólusetningum vegna Covid og inflúensu undir væntingum þetta haustið. Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir, segir greiningum á ýmsum veikindum hafa fjölgað mikið undanfarið. En það sé þó eðlilegt á þessum árstíma. „Það hefur verið bæði Covid, inflúensa sem er komin af stað og RS vírus og ýmsar aðrar öndunarfærarsýkingar og veirur, aðallega.“ Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur skilgreint nýtt afbrigði af Covid, JN.1, sem eitt af þeim sem eigi að fylgjast með. Það sé mjög smitandi en að bóluefnin sem til eru veiti vörn. Fjallað var um það á vef BBC í vikunni. „Afbrigðið er ekki skæðara. Það hefur ekki verið sýnt fram á meiri veikindi með þessu afbrigði eins hefur verið undanfarið þegar það koma ný afbrigði. Það hefur ekki haldist í hendur við aukin veikindi vegna afbrigðisins í sjálfu sér. En það er rétt að það hafa verið að koma ný afbrigði og nú er þetta afbrigði orðið algengt,“ segir Guðrún og að um sé að ræða undirafbrigði Omikron. „Þetta eru allt Omikron afbrigði. En Covid er mjög smitandi og það er að valda veikindum og ansi margir að vera mjög veikir af þessu.“ Hún segir einkennin svipuð og áður og að sem betur fer sé innlögnum ekki að fjölga. Það liggi þó margir inni af öðrum ástæðum. „Það eru alltaf einhverjir inni með Covid. Það hefur einnig aukist að fólk er inniliggjandi með inflúensu og RS-vírus. Sérstaklega ung börn.“ Toppinum ekki enn náð Hún segir viðbúið að ástandið verði áfram svona næstu vikur. Toppinum sé þó ekki náð. Hún hvetur fólk til að fara í bólusetningu við bæði inflúensu og Covid. Það sé enn hægt og sérstaklega mælt við því fyrir fólk eldra en 60 ára. „Þátttakan hefur því miður ekki verið mjög góð í haust en það var aukning í síðustu viku þegar heilsugæslan var með átak og hvatti fólk til að koma. Þetta hefur hvoru tveggja verið undir væntingum og við myndum vilja sjá að hún væri betri,“ segir Guðrún og bendir á að hægt sé að fara í bólusetningu það á heilsugæslustöðvum. Spurð hvort að Covid hafi haft áhrif á þetta segir hún það vel geta verið. Það sé jafnvel einhver þreyta í fólki á umræðu um bólusetningar og svo hafi kannski fyrirkomulagið áhrif. Það sé hægt að fara á heilsugæslustöðvar en það sé auðvitað ekki eins og var þegar á heimsfaraldri stóð. Hún segir samt mjög mikilvægt að þiggja bólusetninguna. „Þetta eru vel rannsökuð bóluefni og búið að nota þau fyrir milljarða fólks. Það hefur sýnt sig að þau virka og vernda gegn alvarlegum veikindum og andlátum,“ segir Guðrún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óska eftir upplýsingum um lungnabólgufaraldur meðal barna Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur óskað eftir upplýsingum frá Kína um ógreindar lungnabólgusýkingar sem virðast hrjá börn í norðurhluta landsins. 23. nóvember 2023 10:29 Búin að bíða lengi eftir bóluefni við RS fyrir yngstu börnin Sýkingar af völdum RS veiru er algengasta ástæða innlagnar ungra barna á spítala á Íslandi. Lyfjastofnun Evrópu hefur mælt með því að nýtt bóluefni gegn RS fái markaðsleyfi. Barnasmitsjúkdómalæknir segir það spennandi. 27. október 2023 07:02 Svona verður fyrirkomulag bólusetninga á höfuðborgarsvæðinu Boðið verður upp á bólusetningar við inflúensu og Covid-19 fyrir forgangshópa á heilsugæslustöðvum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins frá miðvikudeginum 18. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilsugæslunni. 3. október 2023 10:23 Myndi mæla gegn bólusetningu ungra karla gegn Covid-19 Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum, segist líklega myndu mæla gegn því í dag að karlar 30 ára og yngri væru bólusettir gegn Covid-19. 17. október 2023 07:07 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir, segir greiningum á ýmsum veikindum hafa fjölgað mikið undanfarið. En það sé þó eðlilegt á þessum árstíma. „Það hefur verið bæði Covid, inflúensa sem er komin af stað og RS vírus og ýmsar aðrar öndunarfærarsýkingar og veirur, aðallega.“ Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur skilgreint nýtt afbrigði af Covid, JN.1, sem eitt af þeim sem eigi að fylgjast með. Það sé mjög smitandi en að bóluefnin sem til eru veiti vörn. Fjallað var um það á vef BBC í vikunni. „Afbrigðið er ekki skæðara. Það hefur ekki verið sýnt fram á meiri veikindi með þessu afbrigði eins hefur verið undanfarið þegar það koma ný afbrigði. Það hefur ekki haldist í hendur við aukin veikindi vegna afbrigðisins í sjálfu sér. En það er rétt að það hafa verið að koma ný afbrigði og nú er þetta afbrigði orðið algengt,“ segir Guðrún og að um sé að ræða undirafbrigði Omikron. „Þetta eru allt Omikron afbrigði. En Covid er mjög smitandi og það er að valda veikindum og ansi margir að vera mjög veikir af þessu.“ Hún segir einkennin svipuð og áður og að sem betur fer sé innlögnum ekki að fjölga. Það liggi þó margir inni af öðrum ástæðum. „Það eru alltaf einhverjir inni með Covid. Það hefur einnig aukist að fólk er inniliggjandi með inflúensu og RS-vírus. Sérstaklega ung börn.“ Toppinum ekki enn náð Hún segir viðbúið að ástandið verði áfram svona næstu vikur. Toppinum sé þó ekki náð. Hún hvetur fólk til að fara í bólusetningu við bæði inflúensu og Covid. Það sé enn hægt og sérstaklega mælt við því fyrir fólk eldra en 60 ára. „Þátttakan hefur því miður ekki verið mjög góð í haust en það var aukning í síðustu viku þegar heilsugæslan var með átak og hvatti fólk til að koma. Þetta hefur hvoru tveggja verið undir væntingum og við myndum vilja sjá að hún væri betri,“ segir Guðrún og bendir á að hægt sé að fara í bólusetningu það á heilsugæslustöðvum. Spurð hvort að Covid hafi haft áhrif á þetta segir hún það vel geta verið. Það sé jafnvel einhver þreyta í fólki á umræðu um bólusetningar og svo hafi kannski fyrirkomulagið áhrif. Það sé hægt að fara á heilsugæslustöðvar en það sé auðvitað ekki eins og var þegar á heimsfaraldri stóð. Hún segir samt mjög mikilvægt að þiggja bólusetninguna. „Þetta eru vel rannsökuð bóluefni og búið að nota þau fyrir milljarða fólks. Það hefur sýnt sig að þau virka og vernda gegn alvarlegum veikindum og andlátum,“ segir Guðrún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óska eftir upplýsingum um lungnabólgufaraldur meðal barna Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur óskað eftir upplýsingum frá Kína um ógreindar lungnabólgusýkingar sem virðast hrjá börn í norðurhluta landsins. 23. nóvember 2023 10:29 Búin að bíða lengi eftir bóluefni við RS fyrir yngstu börnin Sýkingar af völdum RS veiru er algengasta ástæða innlagnar ungra barna á spítala á Íslandi. Lyfjastofnun Evrópu hefur mælt með því að nýtt bóluefni gegn RS fái markaðsleyfi. Barnasmitsjúkdómalæknir segir það spennandi. 27. október 2023 07:02 Svona verður fyrirkomulag bólusetninga á höfuðborgarsvæðinu Boðið verður upp á bólusetningar við inflúensu og Covid-19 fyrir forgangshópa á heilsugæslustöðvum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins frá miðvikudeginum 18. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilsugæslunni. 3. október 2023 10:23 Myndi mæla gegn bólusetningu ungra karla gegn Covid-19 Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum, segist líklega myndu mæla gegn því í dag að karlar 30 ára og yngri væru bólusettir gegn Covid-19. 17. október 2023 07:07 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Óska eftir upplýsingum um lungnabólgufaraldur meðal barna Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur óskað eftir upplýsingum frá Kína um ógreindar lungnabólgusýkingar sem virðast hrjá börn í norðurhluta landsins. 23. nóvember 2023 10:29
Búin að bíða lengi eftir bóluefni við RS fyrir yngstu börnin Sýkingar af völdum RS veiru er algengasta ástæða innlagnar ungra barna á spítala á Íslandi. Lyfjastofnun Evrópu hefur mælt með því að nýtt bóluefni gegn RS fái markaðsleyfi. Barnasmitsjúkdómalæknir segir það spennandi. 27. október 2023 07:02
Svona verður fyrirkomulag bólusetninga á höfuðborgarsvæðinu Boðið verður upp á bólusetningar við inflúensu og Covid-19 fyrir forgangshópa á heilsugæslustöðvum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins frá miðvikudeginum 18. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilsugæslunni. 3. október 2023 10:23
Myndi mæla gegn bólusetningu ungra karla gegn Covid-19 Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum, segist líklega myndu mæla gegn því í dag að karlar 30 ára og yngri væru bólusettir gegn Covid-19. 17. október 2023 07:07
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent