Völdu Arnar og reyna nú að semja við Víkinga Sindri Sverrisson skrifar 21. desember 2023 11:51 Arnar Gunnlaugsson hefur gert Víkinga að besta liði landsins en liðið vann tvöfalt í ár og varð Íslandsmeistari með yfirburðum. vísir/Sigurjón Forráðamenn sænska knattspyrnufélagsins Norrköping hafa hafið viðræður við kollega sína hjá Víkingi um kaup á þjálfaranum Arnari Gunnlaugssyni. Þetta staðfesti Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, við Vísi í dag. Nokkuð er liðið síðan að Víkingar gáfu leyfi fyrir því að Norrköping ræddi við Arnar og ljóst er að þeir fundir hafa gengið vel því Arnar er nú fyrsti kostur hjá félaginu. Kári segir að þó að viðræður á milli félaganna tveggja séu hafnar þá þýði það ekki að málið sé í höfn en ljóst er að Víkingar vilja að sjálfsögðu sanngjarna greiðslu fyrir sinn sigursæla þjálfara. Arnar hefur verið aðalþjálfari Víkings frá árinu 2018 og undir hans stjórn hefur liðið unnið fjóra síðustu bikarmeistaratitla og tvo Íslandsmeistaratitla. Liðið vann tvöfalt bæði í ár og árið 2021. Norrköping var með fleiri kandídata í huga og fundaði til að mynda einnig með Jóhannesi Karli Guðjónssyni, aðstoðarlandsliðsþjálfara. Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur sænska 1. deildarfélagið Öster einnig sett sig í samband við Jóhannes Karl. Kynnti þrjá nýja leikmenn á mánudaginn Arnar var í Víkinni á mánudag þar sem hann kynnti þrjá nýja leikmenn Víkings til leiks. Þá var þó þegar ljóst að óvíst væri hvort Arnar yrði þjálfari þeirra. Eftir leikmannakynninguna sagði Arnar í samtali við Vísi að hann væri ánægður með hvernig fundirnir í Svíþjóð hefðu gengið. „Maður finnur að það er gott „chemistry“ þarna á milli. Ég hef talað við stjórnarmenn þarna og yfirmann knattspyrnumála, fjórir fundir, og þetta hefur verið virkilega mikil áskorun. Það hafa fáar spurningar verið um fótbolta. Þetta hefur mikið snúist um leiðtogahæfileika, samskipti við fólk og þess háttar. Þetta hefur verið mikil reynsla. Mér finnst hafa verið gott „chemistry“ á þessum fundum og svo þurfum við að sjá til hvað gerist,“ sagði Arnar. Fari svo að hann yfirgefi Víkinga þá er hann sannfærður um að félagið verði áfram í góðum málum: „Ef eitthvað gerist þá er mjög góður strúktúr í þessum klúbbi [Víkingi], mjög gott „chemistry“ á milli stjórnarmanna og þeirra sem taka við. Leikmannahópurinn er… það er búið að vera geggjað að horfa á þessa þætti um Skagann og frábæran leikmannahóp þar, en ég efast um að jafnsterkum leikmannahópi hafi verið safnað saman hjá íslensku félagsliði „ever“ eins og Víkingur er með í dag. Framtíðin er björt,“ sagði Arnar á mánudaginn. Mikið Íslendingafélag IFK Norrköping hefur haft sterka tengingu við Ísland um árabil og á síðustu leiktíð, þegar liðið endaði í 9. sæti í sænsku úrvalsdeildinni, léku þrír Íslendingar með liðinu. Það voru þeir Arnór Ingvi Traustason, Ísak Andri Sigurgeirsson og Ari Freyr Skúlason, sem nú er hættur í fótbolta en starfar áfram fyrir Norrköping. Glen Riddersholm var þjálfari liðsins frá því í ágúst í fyrra en hætti svo í nóvember þegar síðustu leiktíð lauk. Víkingur Reykjavík Sænski boltinn Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Í beinni: Svíþjóð - Ungverjaland | Ísland vonast eftir sænsku tapi eða jafntefli Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Þetta staðfesti Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, við Vísi í dag. Nokkuð er liðið síðan að Víkingar gáfu leyfi fyrir því að Norrköping ræddi við Arnar og ljóst er að þeir fundir hafa gengið vel því Arnar er nú fyrsti kostur hjá félaginu. Kári segir að þó að viðræður á milli félaganna tveggja séu hafnar þá þýði það ekki að málið sé í höfn en ljóst er að Víkingar vilja að sjálfsögðu sanngjarna greiðslu fyrir sinn sigursæla þjálfara. Arnar hefur verið aðalþjálfari Víkings frá árinu 2018 og undir hans stjórn hefur liðið unnið fjóra síðustu bikarmeistaratitla og tvo Íslandsmeistaratitla. Liðið vann tvöfalt bæði í ár og árið 2021. Norrköping var með fleiri kandídata í huga og fundaði til að mynda einnig með Jóhannesi Karli Guðjónssyni, aðstoðarlandsliðsþjálfara. Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur sænska 1. deildarfélagið Öster einnig sett sig í samband við Jóhannes Karl. Kynnti þrjá nýja leikmenn á mánudaginn Arnar var í Víkinni á mánudag þar sem hann kynnti þrjá nýja leikmenn Víkings til leiks. Þá var þó þegar ljóst að óvíst væri hvort Arnar yrði þjálfari þeirra. Eftir leikmannakynninguna sagði Arnar í samtali við Vísi að hann væri ánægður með hvernig fundirnir í Svíþjóð hefðu gengið. „Maður finnur að það er gott „chemistry“ þarna á milli. Ég hef talað við stjórnarmenn þarna og yfirmann knattspyrnumála, fjórir fundir, og þetta hefur verið virkilega mikil áskorun. Það hafa fáar spurningar verið um fótbolta. Þetta hefur mikið snúist um leiðtogahæfileika, samskipti við fólk og þess háttar. Þetta hefur verið mikil reynsla. Mér finnst hafa verið gott „chemistry“ á þessum fundum og svo þurfum við að sjá til hvað gerist,“ sagði Arnar. Fari svo að hann yfirgefi Víkinga þá er hann sannfærður um að félagið verði áfram í góðum málum: „Ef eitthvað gerist þá er mjög góður strúktúr í þessum klúbbi [Víkingi], mjög gott „chemistry“ á milli stjórnarmanna og þeirra sem taka við. Leikmannahópurinn er… það er búið að vera geggjað að horfa á þessa þætti um Skagann og frábæran leikmannahóp þar, en ég efast um að jafnsterkum leikmannahópi hafi verið safnað saman hjá íslensku félagsliði „ever“ eins og Víkingur er með í dag. Framtíðin er björt,“ sagði Arnar á mánudaginn. Mikið Íslendingafélag IFK Norrköping hefur haft sterka tengingu við Ísland um árabil og á síðustu leiktíð, þegar liðið endaði í 9. sæti í sænsku úrvalsdeildinni, léku þrír Íslendingar með liðinu. Það voru þeir Arnór Ingvi Traustason, Ísak Andri Sigurgeirsson og Ari Freyr Skúlason, sem nú er hættur í fótbolta en starfar áfram fyrir Norrköping. Glen Riddersholm var þjálfari liðsins frá því í ágúst í fyrra en hætti svo í nóvember þegar síðustu leiktíð lauk.
Víkingur Reykjavík Sænski boltinn Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Í beinni: Svíþjóð - Ungverjaland | Ísland vonast eftir sænsku tapi eða jafntefli Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira