Þurfa að stíga yfir lík barna til að aðstoða börn sem deyja hvort eð er Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. desember 2023 07:06 Börn fá aðhlynningu á spítala eftir loftárásir Ísraelsmanna. AP/Marwan Saleh Natalie Thurtle, ástralskur læknir sem hefur haft umsjón með störfum Lækna án landamæra á Gasa, segir gríðarlegan fjölda barna hafa látist síðustu vikur eða hlotið skaða fyrir lífstíð. Yfirvöld á Gasa segja um 20 þúsund manns hafa látist í aðgerðum Ísraelsmanna og Thurtle segir ómögulegt að skipuleggja viðbragð við hörmungunum á meðan árásir standa yfir. Fleiri og fleiri borgarar verði sjúklingar á degi hverjum og fólk hafi ekki í neitt öruggt skjól að leita. Ísraelsmenn hafa sagst vera reiðubúnir til að semja um annað hlé á átökum en hafa á sama tíma heitið því að láta ekki af aðgerðum fyrr en Hamas-samtökin hafa verið upprætt. „Við erum að láta vítislogum rigna á Hamas,“ sagði forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu í gær. Thurtle hefur verið stödd í Austur-Jerúsalem þar sem hún hefur skipulagt starf Lækna án landamæra á Gasa og segir þá fáu spítala sem enn séu starfhæfir fulla af sjúklingum og fólki á vergangi. Af þeim 150 til 200 einstaklingum sem séu fluttir til al-Aqsa sjúkrahússins á degi hverjum sé um þriðjungur látinn þegar þangað er komið. Hlutfall barna sé afar hátt. Upplýsingar hvað þetta varðar hafi verið misvísindai en þetta sé sá raunveruleiki sem samtökin hafi upplifað á vettvangi. Chris Hook, sem hefur farið fyrir aðgerðum á Gasa, sagði fyrr í vikunni að læknar á Nasser-sjúkrahúsinu þyrftu að „stíga yfir lík barna til að veita öðrum börnum aðstoð sem myndu deyja hvort sem er“. Thurtle segir talsmenn Lækna án landamæra hafa ákveðið að stíga fram og lýsa upplifun sinni til að vega upp á móti orðræðu fólk sem væri ekki á vettvangi og hefði ekki vit á því sem það væri að segja. „Við höfum verið sökuð um að vera hlutdræg í þessum átökum en það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að það er ekki hlutdrægni að lýsa því sem heilbrigðisstarfsmenn eru að upplifa,“ segir hún. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Yfirvöld á Gasa segja um 20 þúsund manns hafa látist í aðgerðum Ísraelsmanna og Thurtle segir ómögulegt að skipuleggja viðbragð við hörmungunum á meðan árásir standa yfir. Fleiri og fleiri borgarar verði sjúklingar á degi hverjum og fólk hafi ekki í neitt öruggt skjól að leita. Ísraelsmenn hafa sagst vera reiðubúnir til að semja um annað hlé á átökum en hafa á sama tíma heitið því að láta ekki af aðgerðum fyrr en Hamas-samtökin hafa verið upprætt. „Við erum að láta vítislogum rigna á Hamas,“ sagði forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu í gær. Thurtle hefur verið stödd í Austur-Jerúsalem þar sem hún hefur skipulagt starf Lækna án landamæra á Gasa og segir þá fáu spítala sem enn séu starfhæfir fulla af sjúklingum og fólki á vergangi. Af þeim 150 til 200 einstaklingum sem séu fluttir til al-Aqsa sjúkrahússins á degi hverjum sé um þriðjungur látinn þegar þangað er komið. Hlutfall barna sé afar hátt. Upplýsingar hvað þetta varðar hafi verið misvísindai en þetta sé sá raunveruleiki sem samtökin hafi upplifað á vettvangi. Chris Hook, sem hefur farið fyrir aðgerðum á Gasa, sagði fyrr í vikunni að læknar á Nasser-sjúkrahúsinu þyrftu að „stíga yfir lík barna til að veita öðrum börnum aðstoð sem myndu deyja hvort sem er“. Thurtle segir talsmenn Lækna án landamæra hafa ákveðið að stíga fram og lýsa upplifun sinni til að vega upp á móti orðræðu fólk sem væri ekki á vettvangi og hefði ekki vit á því sem það væri að segja. „Við höfum verið sökuð um að vera hlutdræg í þessum átökum en það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að það er ekki hlutdrægni að lýsa því sem heilbrigðisstarfsmenn eru að upplifa,“ segir hún.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira