Undrandi á tillögum Bjarna sem gangi gegn öllum hefðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. desember 2023 21:01 Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor kveðst undrandi á útspili Bjarna, sem hefur lagt til að fyrrverandi aðstoðarmaður hans og ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu verði skipuð sendiherrar. Vísir/Vilhelm Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði kveðst undrandi yfir tillögum Bjarna Benediktssonar um að Svanhildur Hólm Valsdóttir og Guðmundur Árnason verði skipuð sendiherrar. Tillögur Bjarna hafa vakið talsverða athygli. Svanhildur var um árabil aðstoðarmaður Bjarna, en þar áður var hún framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Bjarni hefur nú lagt til að hún verði skipuð til fimm ára sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Þá leggur hann til að Guðmundur, sem hefur verið ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu allan þann tíma sem Bjarni hefur verið fjármálaráðherra, verði skipaður sendiherra í Róm. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Bjarni það mikinn feng fyrir utanríkisþjónustuna að fá fyrrverandi aðstoðarmann hans og ráðuneytisstjóra til starfa í utanríkisþjónustunni. Ólafur neitar því ekki en segir margt óvenjulegt við tillögur Bjarna. „Ég er alveg sammála því sem Bjarni segir, að þarna er um að ræða tvo einstaklinga sem eru mjög hæfir og ég er í sjálfu sér ekkert í neinum vafa um það að þau muni standa sig mjög vel sem sendiherrar,“ sagði Ólafur í myndveri Stöðvar 2 í kvöld. Bjarni hafi hins vegar gengið algjörlega gegn meginhefðum um skipun sendiherra sem hafi verið við lýði á Íslandi í áratugi. „Flestir sendiherrar hafa verið skipaðir úr tvennum herbúðum. Annars vegar eru það svokallaðir career-sendiherrar, þeir sem hafa verið í utanríkisþjónustunni og unnið sig upp. Hins vegar hafa verið pólitískir sendiherrar, en þeir hafa fyrst og fremst verið gamlir flokksforingjar og ráðherrar, og stöku þingmaður.“ Það að leita út fyrir þessa tvo hópa gangi gegn ríkjandi hefðum, þó undantekningar hafi verið gerðar frá þessum meginstraumum. „Langstærsta undantekningin var hjá Davíð Oddssyni, þegar hann var utanríkisráðherra í eitt ár í lok síns ráðherraferils.“ Þá hafi Davíð skipað á annan tug sendiherra, svo gott sem á einu bretti, þrátt fyrir að lítil þörf væri á þeim. „Margir þessara sendiherra virtust fjarri því að uppfylla þessar hefðbundnu hæfniskröfur annars vegar um career-diplómata og hins vegar um að stjórnmálamennirnir sem komi inn séu foringjar með mikla reynslu,“ sagði Ólafur. Ólíklegt að málið styrki stjórnin Hann sagði eðlilegt að stjórnarandstaðan gagnrýndi tillögur Bjarna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírötum er á meðal þeirra sem hafa gert það, en í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði hún ákvörðun Bjarna orka tvímælis og sagðist telja að hann þyrfti að svara fyrir hana í þinginu. „Stuðningur við stjórnina meðal almennings hefur verið mjög lítill og allir þrír stjórnarflokkarnir hafa tapað miklu fylgi. Mér finnst ákaflega ólíklegt að þessi gjörningur Bjarna muni styrkja stjórnina og ekki heldur stjórnarflokkana meðal almennings,“ sagði Ólafur. Hann sagði það mikla framför þegar Guðlaugur Þór Þórðarson, sem þá var utanríkisráðherra, beitti sér fyrir breytingu laganna sem skipanir sendiherra hvíla á. „Þar var ákveðið að skilja eftir ákveðna glufu, þar sem ég held að hugsunin hafi fyrst og fremst verið sú að gamlir og reyndir stjórnmálaforingjar gætu komið þarna inn. Ég er ekki viss um hvort það þurfi að breyta lögunum, en það er sjálfsagt að velta því fyrir sér í framhaldinu,“ sagði Ólafur að lokum. Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Alþingi Sendiráð Íslands Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira
Tillögur Bjarna hafa vakið talsverða athygli. Svanhildur var um árabil aðstoðarmaður Bjarna, en þar áður var hún framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Bjarni hefur nú lagt til að hún verði skipuð til fimm ára sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Þá leggur hann til að Guðmundur, sem hefur verið ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu allan þann tíma sem Bjarni hefur verið fjármálaráðherra, verði skipaður sendiherra í Róm. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Bjarni það mikinn feng fyrir utanríkisþjónustuna að fá fyrrverandi aðstoðarmann hans og ráðuneytisstjóra til starfa í utanríkisþjónustunni. Ólafur neitar því ekki en segir margt óvenjulegt við tillögur Bjarna. „Ég er alveg sammála því sem Bjarni segir, að þarna er um að ræða tvo einstaklinga sem eru mjög hæfir og ég er í sjálfu sér ekkert í neinum vafa um það að þau muni standa sig mjög vel sem sendiherrar,“ sagði Ólafur í myndveri Stöðvar 2 í kvöld. Bjarni hafi hins vegar gengið algjörlega gegn meginhefðum um skipun sendiherra sem hafi verið við lýði á Íslandi í áratugi. „Flestir sendiherrar hafa verið skipaðir úr tvennum herbúðum. Annars vegar eru það svokallaðir career-sendiherrar, þeir sem hafa verið í utanríkisþjónustunni og unnið sig upp. Hins vegar hafa verið pólitískir sendiherrar, en þeir hafa fyrst og fremst verið gamlir flokksforingjar og ráðherrar, og stöku þingmaður.“ Það að leita út fyrir þessa tvo hópa gangi gegn ríkjandi hefðum, þó undantekningar hafi verið gerðar frá þessum meginstraumum. „Langstærsta undantekningin var hjá Davíð Oddssyni, þegar hann var utanríkisráðherra í eitt ár í lok síns ráðherraferils.“ Þá hafi Davíð skipað á annan tug sendiherra, svo gott sem á einu bretti, þrátt fyrir að lítil þörf væri á þeim. „Margir þessara sendiherra virtust fjarri því að uppfylla þessar hefðbundnu hæfniskröfur annars vegar um career-diplómata og hins vegar um að stjórnmálamennirnir sem komi inn séu foringjar með mikla reynslu,“ sagði Ólafur. Ólíklegt að málið styrki stjórnin Hann sagði eðlilegt að stjórnarandstaðan gagnrýndi tillögur Bjarna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírötum er á meðal þeirra sem hafa gert það, en í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði hún ákvörðun Bjarna orka tvímælis og sagðist telja að hann þyrfti að svara fyrir hana í þinginu. „Stuðningur við stjórnina meðal almennings hefur verið mjög lítill og allir þrír stjórnarflokkarnir hafa tapað miklu fylgi. Mér finnst ákaflega ólíklegt að þessi gjörningur Bjarna muni styrkja stjórnina og ekki heldur stjórnarflokkana meðal almennings,“ sagði Ólafur. Hann sagði það mikla framför þegar Guðlaugur Þór Þórðarson, sem þá var utanríkisráðherra, beitti sér fyrir breytingu laganna sem skipanir sendiherra hvíla á. „Þar var ákveðið að skilja eftir ákveðna glufu, þar sem ég held að hugsunin hafi fyrst og fremst verið sú að gamlir og reyndir stjórnmálaforingjar gætu komið þarna inn. Ég er ekki viss um hvort það þurfi að breyta lögunum, en það er sjálfsagt að velta því fyrir sér í framhaldinu,“ sagði Ólafur að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Alþingi Sendiráð Íslands Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira