Undrandi á tillögum Bjarna sem gangi gegn öllum hefðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. desember 2023 21:01 Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor kveðst undrandi á útspili Bjarna, sem hefur lagt til að fyrrverandi aðstoðarmaður hans og ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu verði skipuð sendiherrar. Vísir/Vilhelm Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði kveðst undrandi yfir tillögum Bjarna Benediktssonar um að Svanhildur Hólm Valsdóttir og Guðmundur Árnason verði skipuð sendiherrar. Tillögur Bjarna hafa vakið talsverða athygli. Svanhildur var um árabil aðstoðarmaður Bjarna, en þar áður var hún framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Bjarni hefur nú lagt til að hún verði skipuð til fimm ára sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Þá leggur hann til að Guðmundur, sem hefur verið ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu allan þann tíma sem Bjarni hefur verið fjármálaráðherra, verði skipaður sendiherra í Róm. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Bjarni það mikinn feng fyrir utanríkisþjónustuna að fá fyrrverandi aðstoðarmann hans og ráðuneytisstjóra til starfa í utanríkisþjónustunni. Ólafur neitar því ekki en segir margt óvenjulegt við tillögur Bjarna. „Ég er alveg sammála því sem Bjarni segir, að þarna er um að ræða tvo einstaklinga sem eru mjög hæfir og ég er í sjálfu sér ekkert í neinum vafa um það að þau muni standa sig mjög vel sem sendiherrar,“ sagði Ólafur í myndveri Stöðvar 2 í kvöld. Bjarni hafi hins vegar gengið algjörlega gegn meginhefðum um skipun sendiherra sem hafi verið við lýði á Íslandi í áratugi. „Flestir sendiherrar hafa verið skipaðir úr tvennum herbúðum. Annars vegar eru það svokallaðir career-sendiherrar, þeir sem hafa verið í utanríkisþjónustunni og unnið sig upp. Hins vegar hafa verið pólitískir sendiherrar, en þeir hafa fyrst og fremst verið gamlir flokksforingjar og ráðherrar, og stöku þingmaður.“ Það að leita út fyrir þessa tvo hópa gangi gegn ríkjandi hefðum, þó undantekningar hafi verið gerðar frá þessum meginstraumum. „Langstærsta undantekningin var hjá Davíð Oddssyni, þegar hann var utanríkisráðherra í eitt ár í lok síns ráðherraferils.“ Þá hafi Davíð skipað á annan tug sendiherra, svo gott sem á einu bretti, þrátt fyrir að lítil þörf væri á þeim. „Margir þessara sendiherra virtust fjarri því að uppfylla þessar hefðbundnu hæfniskröfur annars vegar um career-diplómata og hins vegar um að stjórnmálamennirnir sem komi inn séu foringjar með mikla reynslu,“ sagði Ólafur. Ólíklegt að málið styrki stjórnin Hann sagði eðlilegt að stjórnarandstaðan gagnrýndi tillögur Bjarna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírötum er á meðal þeirra sem hafa gert það, en í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði hún ákvörðun Bjarna orka tvímælis og sagðist telja að hann þyrfti að svara fyrir hana í þinginu. „Stuðningur við stjórnina meðal almennings hefur verið mjög lítill og allir þrír stjórnarflokkarnir hafa tapað miklu fylgi. Mér finnst ákaflega ólíklegt að þessi gjörningur Bjarna muni styrkja stjórnina og ekki heldur stjórnarflokkana meðal almennings,“ sagði Ólafur. Hann sagði það mikla framför þegar Guðlaugur Þór Þórðarson, sem þá var utanríkisráðherra, beitti sér fyrir breytingu laganna sem skipanir sendiherra hvíla á. „Þar var ákveðið að skilja eftir ákveðna glufu, þar sem ég held að hugsunin hafi fyrst og fremst verið sú að gamlir og reyndir stjórnmálaforingjar gætu komið þarna inn. Ég er ekki viss um hvort það þurfi að breyta lögunum, en það er sjálfsagt að velta því fyrir sér í framhaldinu,“ sagði Ólafur að lokum. Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Alþingi Sendiráð Íslands Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Tillögur Bjarna hafa vakið talsverða athygli. Svanhildur var um árabil aðstoðarmaður Bjarna, en þar áður var hún framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Bjarni hefur nú lagt til að hún verði skipuð til fimm ára sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Þá leggur hann til að Guðmundur, sem hefur verið ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu allan þann tíma sem Bjarni hefur verið fjármálaráðherra, verði skipaður sendiherra í Róm. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Bjarni það mikinn feng fyrir utanríkisþjónustuna að fá fyrrverandi aðstoðarmann hans og ráðuneytisstjóra til starfa í utanríkisþjónustunni. Ólafur neitar því ekki en segir margt óvenjulegt við tillögur Bjarna. „Ég er alveg sammála því sem Bjarni segir, að þarna er um að ræða tvo einstaklinga sem eru mjög hæfir og ég er í sjálfu sér ekkert í neinum vafa um það að þau muni standa sig mjög vel sem sendiherrar,“ sagði Ólafur í myndveri Stöðvar 2 í kvöld. Bjarni hafi hins vegar gengið algjörlega gegn meginhefðum um skipun sendiherra sem hafi verið við lýði á Íslandi í áratugi. „Flestir sendiherrar hafa verið skipaðir úr tvennum herbúðum. Annars vegar eru það svokallaðir career-sendiherrar, þeir sem hafa verið í utanríkisþjónustunni og unnið sig upp. Hins vegar hafa verið pólitískir sendiherrar, en þeir hafa fyrst og fremst verið gamlir flokksforingjar og ráðherrar, og stöku þingmaður.“ Það að leita út fyrir þessa tvo hópa gangi gegn ríkjandi hefðum, þó undantekningar hafi verið gerðar frá þessum meginstraumum. „Langstærsta undantekningin var hjá Davíð Oddssyni, þegar hann var utanríkisráðherra í eitt ár í lok síns ráðherraferils.“ Þá hafi Davíð skipað á annan tug sendiherra, svo gott sem á einu bretti, þrátt fyrir að lítil þörf væri á þeim. „Margir þessara sendiherra virtust fjarri því að uppfylla þessar hefðbundnu hæfniskröfur annars vegar um career-diplómata og hins vegar um að stjórnmálamennirnir sem komi inn séu foringjar með mikla reynslu,“ sagði Ólafur. Ólíklegt að málið styrki stjórnin Hann sagði eðlilegt að stjórnarandstaðan gagnrýndi tillögur Bjarna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírötum er á meðal þeirra sem hafa gert það, en í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði hún ákvörðun Bjarna orka tvímælis og sagðist telja að hann þyrfti að svara fyrir hana í þinginu. „Stuðningur við stjórnina meðal almennings hefur verið mjög lítill og allir þrír stjórnarflokkarnir hafa tapað miklu fylgi. Mér finnst ákaflega ólíklegt að þessi gjörningur Bjarna muni styrkja stjórnina og ekki heldur stjórnarflokkana meðal almennings,“ sagði Ólafur. Hann sagði það mikla framför þegar Guðlaugur Þór Þórðarson, sem þá var utanríkisráðherra, beitti sér fyrir breytingu laganna sem skipanir sendiherra hvíla á. „Þar var ákveðið að skilja eftir ákveðna glufu, þar sem ég held að hugsunin hafi fyrst og fremst verið sú að gamlir og reyndir stjórnmálaforingjar gætu komið þarna inn. Ég er ekki viss um hvort það þurfi að breyta lögunum, en það er sjálfsagt að velta því fyrir sér í framhaldinu,“ sagði Ólafur að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Alþingi Sendiráð Íslands Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira