Ragnar yfirgefur Brandenburg eftir uppákomu í afmæli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2023 09:56 Ragnar í fremstu röð með viðurkenninguna auglýsingastofa ársins árið 2021. Brandenburg Ragnar Gunnarsson, einn af fimm eigendum auglýsingastofunnar Brandenburg, hefur ákveðið að selja hlut sinn í félaginu. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist sala hlutarins uppákomu á skemmtun sem starfsmenn auglýsingastofunnar sóttu á dögunum. „Eftir að hafa stofnað Brandenburg, ásamt félögum mínum, fyrir tólf árum síðan og starfað í auglýsingabransanum í yfir 20 ár er kominn tími til að breyta til og takast á við nýjar áskoranir,“ segir Ragnar í tilkynningu sem Mbl.is vísar til. Samkvæmt heimildum fréttastofu þótti öðrum eigendum Brandenburgar Ragnar hafa sýnt af sér óeðlilega hegðun í fimm ára afmæli Datera, dótturfélags Brandenburgar, í byrjun nóvember sem starfsmenn auglýsingastofunnar sóttu. Var hann beittur þrýstingi um að yfirgefa eigendahópinn. Fimm eigendur Brandenburgar sem bráðum verða fjórir.CreditInfo Umræður hafa staðið yfir síðan milli eigendanna fjögurra og Ragnars um brottför hans þar sem tekist hefur verið á um virði hlutar Ragnars í auglýsingastofunni. Miðað við tilkynningu Ragnars í morgun virðist hafa náðst samkomulag um virði hlutarins. Fréttastofa reyndi ítrekað að ná í Ragnar og aðra eigendur Brandenburgar vegna málsins í gær en án árangurs. Tæplega tvö ár eru liðin síðan Ragnar steig til hliðar sem framkvæmdastjóri Brandenburgar vegna viðtals barnsmóður hans Haddar Vilhjálmsdóttur, almannatengils og lögfræðings, í Vikunni. Þar lýsti hún andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu Ragnars. Ragnar var um árabil einn fjögurra eigenda Brandenburgar ásamt þeim Jóni Ara Helgasyni, Braga Valdimar Skúlasyni og Hrafni Gunnarssyni. Tilkynnt var fyrir rúmu ári að tveir eigendur hefðu bæst í hópinn, þau Arnar Líndal Halldórsson og Sigríður Theódóra Pétursdóttir. Síðan þá virðist Sigríður Theódóra hafa yfirgefið eigendahópinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Auglýsinga- og markaðsmál Vistaskipti Tengdar fréttir Koma ný inn í eigendahóp Brandenburgar Sigríður Theódóra Pétursdóttir og Arnar Halldórsson hafa bæst í eigendahóp auglýsingastofunnar Brandenburg. Þau hafa bæði starfað sem stjórnendur á stofunni undanfarin ár. 13. október 2022 09:41 Hödd vísar því alfarið á bug að um forræðisdeilumál sé að ræða Hödd Vilhjálmsdóttir, almannatengill og lögfræðingur, segir að um aumt yfirklór barnsföður hennar sé að ræða þegar hann vill meina að deilur þeirra snúist um forræðisdeilumál. 3. febrúar 2022 10:56 Brandenburg valin auglýsingastofa ársins 2021 Brandenburg var í gær kosinn auglýsingastofa ársins á ráðstefnu ÍMARK. Þetta er í fjórða sinn sem stofan hlýtur verðlaunin. 25. nóvember 2021 16:34 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
„Eftir að hafa stofnað Brandenburg, ásamt félögum mínum, fyrir tólf árum síðan og starfað í auglýsingabransanum í yfir 20 ár er kominn tími til að breyta til og takast á við nýjar áskoranir,“ segir Ragnar í tilkynningu sem Mbl.is vísar til. Samkvæmt heimildum fréttastofu þótti öðrum eigendum Brandenburgar Ragnar hafa sýnt af sér óeðlilega hegðun í fimm ára afmæli Datera, dótturfélags Brandenburgar, í byrjun nóvember sem starfsmenn auglýsingastofunnar sóttu. Var hann beittur þrýstingi um að yfirgefa eigendahópinn. Fimm eigendur Brandenburgar sem bráðum verða fjórir.CreditInfo Umræður hafa staðið yfir síðan milli eigendanna fjögurra og Ragnars um brottför hans þar sem tekist hefur verið á um virði hlutar Ragnars í auglýsingastofunni. Miðað við tilkynningu Ragnars í morgun virðist hafa náðst samkomulag um virði hlutarins. Fréttastofa reyndi ítrekað að ná í Ragnar og aðra eigendur Brandenburgar vegna málsins í gær en án árangurs. Tæplega tvö ár eru liðin síðan Ragnar steig til hliðar sem framkvæmdastjóri Brandenburgar vegna viðtals barnsmóður hans Haddar Vilhjálmsdóttur, almannatengils og lögfræðings, í Vikunni. Þar lýsti hún andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu Ragnars. Ragnar var um árabil einn fjögurra eigenda Brandenburgar ásamt þeim Jóni Ara Helgasyni, Braga Valdimar Skúlasyni og Hrafni Gunnarssyni. Tilkynnt var fyrir rúmu ári að tveir eigendur hefðu bæst í hópinn, þau Arnar Líndal Halldórsson og Sigríður Theódóra Pétursdóttir. Síðan þá virðist Sigríður Theódóra hafa yfirgefið eigendahópinn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Auglýsinga- og markaðsmál Vistaskipti Tengdar fréttir Koma ný inn í eigendahóp Brandenburgar Sigríður Theódóra Pétursdóttir og Arnar Halldórsson hafa bæst í eigendahóp auglýsingastofunnar Brandenburg. Þau hafa bæði starfað sem stjórnendur á stofunni undanfarin ár. 13. október 2022 09:41 Hödd vísar því alfarið á bug að um forræðisdeilumál sé að ræða Hödd Vilhjálmsdóttir, almannatengill og lögfræðingur, segir að um aumt yfirklór barnsföður hennar sé að ræða þegar hann vill meina að deilur þeirra snúist um forræðisdeilumál. 3. febrúar 2022 10:56 Brandenburg valin auglýsingastofa ársins 2021 Brandenburg var í gær kosinn auglýsingastofa ársins á ráðstefnu ÍMARK. Þetta er í fjórða sinn sem stofan hlýtur verðlaunin. 25. nóvember 2021 16:34 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Koma ný inn í eigendahóp Brandenburgar Sigríður Theódóra Pétursdóttir og Arnar Halldórsson hafa bæst í eigendahóp auglýsingastofunnar Brandenburg. Þau hafa bæði starfað sem stjórnendur á stofunni undanfarin ár. 13. október 2022 09:41
Hödd vísar því alfarið á bug að um forræðisdeilumál sé að ræða Hödd Vilhjálmsdóttir, almannatengill og lögfræðingur, segir að um aumt yfirklór barnsföður hennar sé að ræða þegar hann vill meina að deilur þeirra snúist um forræðisdeilumál. 3. febrúar 2022 10:56
Brandenburg valin auglýsingastofa ársins 2021 Brandenburg var í gær kosinn auglýsingastofa ársins á ráðstefnu ÍMARK. Þetta er í fjórða sinn sem stofan hlýtur verðlaunin. 25. nóvember 2021 16:34