Dómskerfið, tillögugerð, Réttlæti hins sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar 18. desember 2023 19:00 Úrelt dómskerfi Eins og rakið var í grein minni Úrelt dómskerfi, sem birt var hér á Vísi 18. ágúst síðastliðinn, erum við með dómskerfi sem miðast við þjóðfélagið eins og það var allavega fyrir árið 1970 það er að segja fyrir að minnsta kosti 50 árum síðan. Það er löngu fyrir tölvuöld eins og við þekkjum hana. Viðmiðun dómskerfisins við þjóðfélagið eins og það var fyrir löngu síðan getur haft áhrif á hugsunarhátt í dómum og val á eðlilegum sönnunargögnum eins og rakið var þar. Yfirfara þarf í heild þau lög sem um þetta fjalla svo sem lög um meðferð einkamála. Innleiða þarf réttlæti, sanngirni og heilbrigða skynsemi sem nýja lagareglu Dómarinn á að dæma eftir lögunum. Þar stendur ekkert um að hafa eigi réttlæti, sanngirni og heilbrigða skynsemi að leiðarljósi. Það getur til dæmis orðið til þess að unnt sé að finna setningar hér og hvar í lögunum og setja þær saman þannig að þær myndi eina heild ekki ósvipað og þeir gera sem mynda ákveðna trúarkenningu með því að tína til vers héðan og þaðan úr Biblíunni sem þeir svo boða sem hina einu sönnu trú. Þetta tel ég að megi laga með einhverri þeirri lagasetningu að dómar skuli umfram allt vera réttlátir og sanngjarnir og vera í samræmi við heilbrigða skynsemi. Skerping á reglum um dómsforsendur Í dómsforsendum er ákveðin tilhneiging dómara að tilgreina einkum þau atriði sem eru dómnum í vil en fjalla lítt um meginrök þess sem dæmt er í mót og sleppa þeim jafnvel alveg. Það gefur dómaranum þann möguleika að geta valið sér sönnun eða sannanir til þess að dæma eftir en sleppa öðrum eins og þær væru ekki til. Það er afgerandi atriði í því að auðvelt sé að dæma hverjum sem er í vil. Dómarar verði skyldaðir til þess að skýra dóma frá báðum hliðum í dómsforsendum. Þekktir reyndir lögmenn hafa tjáð mér að samkvæmt lögum eigi þeir að gera það. Þá fara dómarar ekki að lögum. Það breytir því ekki að greinilega þurfi skerpa á þeim. Aðstoð við dómara Dómarar þurfa í dag margþætta aðstoð í sífellt flóknari heimi. Dómarar í héraði geta ákveðið að hafa með sér tvo meðdómara. Sjaldgæft er að það sé gert enda þunglamaleg aðferð Meðal lögmanna er oft talað um að leggja þurfi mál fyrir ákveðna dómara á einhvern sérstakan hátt eða að ekki þýði að leggja þennan eða annan hluta málsins fyrir ákveðinn dómara vegna þess að hann hafi ekki næga þekkingu á þessu eða hinu, hafi til dæmis ekki þá stærðfræðiþekkingu sem til þarf. Þetta má laga með því að dómarar geti leitað ráða eða fengið þjónustu hjá til þess kölluðu fagfólki í sérstökum málum, til dæmis háskólakennurum, embættismönnum og fólki með mikla þekkingu af atvinnulífinu. Viðkomandi myndu einungis fá greitt fyrir hvert einstakt verk unnið fyrir dómstólinn. Um getur verið að ræða fræðasvið, bransaþekkingu eða aðra sambærilega þekkingu á þjóðfélaginu. Smámáladómstóll Eins og dómskerfið er rekið finnst mér það í raun eingöngu miðast við að öll mál séu stór í sniðum. Snúist dómsmál um 10-20 milljónir króna er mjög hætt við að rekstur þess kosti meira en nemur verðmætinu svo ekki sé talað um eitthvað lægri upphæðir sem samt geta skipt miklu máli fyrir almenning. Í mörgum ríkjum Evrópu og Bandaríkjanna eru starfandi svokallaðir smámáladómstólar tengdir hinum hefðbundnu dómstólum eins og við þekkjum þá. Þar er fjallað um lítil mál og þrætur milli aðila þar sem þeir hittast bara einu sinni í réttarsal sé málið flutt munnlega og þá án leiðsagnar lögmanns. Ég geri reyndar ráð fyrir hugsanlegum undanfarandi sáttaumleitunum og ráðfærslu aðila við lögmenn. Hér á landi starfa nokkuð margar nefndir og stofnanir sem unnt er að skjóta málum til. Má þar nefna kærunefnd Lögmannafélags Íslands, Kærunefnd húsamála, Úrskurðarnefnd tryggingarmála og Landlækni sem reyndar er frekar rannsóknaraðili en dómstóll. Einkenni þessara nefnda er yfirleitt alltaf að í þeim séu sérfræðingar frá þeim stofnunum sem stefnt er í málinu eða eru starfsbræður eða systur þeirra sem stefnt er. Þeir geta því ekki talist hlutlausir. Sætti aðili máls sig ekki við niðurstöðuna getur hann leitað til dómstóla sem þó oftast er ekki grundvöllur fyrir samkvæmt ofanrituðu. Þetta fyrirkomulag þarf að brjóta upp og samræma og tengja dómstólunum þannig að óháður dómari dæmi. Áður nefndir aðstoðarmenn myndu koma að góðum notum. Þeir sem reka mál sitt mál sjálfir Mjög er verið að þrengja að þeim sem flytja mál sitt sjálfir og skyldum dómara við þá. Hinn ólöglærði á mjög undir högg að sækja gagnvart lögmanni sem hefur margs konar yfirburði, til dæmis lögfræðiþekkinguna og þekkingu á öllum rangölum þess hvernig mál fara fram. Að þrengja að ólöglærðum við að geta flutt mál sitt sjálfir þýðir í raun enn eina aðferðina við að halda almenningi frá dómskerfinu þar sem þeir efnaminni myndu einkum notfæra sér það. Lögin um þetta efni þarf að bæta með það að leiðarljósi að jafna aðstöðumuninn. Aukning skriflegs málflutnings Núverandi munnlegur málflutningur byggir á því að munnlegur vitnisburður hafi mest vægi sem var virkilega rétt um 1970 og fyrir þann tíma. Gera má ráð fyrir að skriflegur málflutningur þyrfti að verða algengari og verður það enn frekar í framtíðinni sem mun byggja miklu meira á skriflegum og rafrænum sönnunum sem oft hentar betur að setja fram og skilja á skriflegan hátt. Skriflegur rekstur dómsmáls í tveimur umferðum (núna mun aðeins miðað við eina umferð) bætir stöðu hins ólöglærða sem rekur mál sitt sjálfur vegna þess að við það minnka yfirburðir lögmannsins fyrir margra hluta sakir meðal annars vegna þess að þá getur hinn ólöglærði leitað sér lögfræðilegrar ráðgjafar eftir að skriflegur málflutningur lögmannsinns hefur borist. Gjafsókn Eins og fram kom í nýlegri grein minni um þetta mál var því haldið fram að einhverjir tugir fólks fái gjafsókn árlega þrátt fyrir viðmiðunarmörk sem virðast töluvert undir lágmarkslaunum og þunglamalegt kerfi sem einna helst virðist ætlað að bregða fæti fyrir sjálft sig. Kerfið þyrfti að útfæra betur, vera liðugra í sniðum og viðmiðunarmörk fylgi launavísitölu. Það þyrfti einnig að geta átt við eitthvað víðtækari hóp en virðist hafa verið ætlunin í upphafi þótt það yrði í takmarkaðri mæli. Lokaorð Í öllum ofangreindum atriðum er í raun réttlæti hins sterka áberandi eins og finna má nánari útskýringar á í bókinni Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi. Takist að koma þeim umbótum á svo um munar í dómskerfinu sem ég hef kynnt í þessari og tveimur síðustu greinum mínum hér á Vísi, virðist mér það vera forsenda þess að það verði í raun fært fyrir almenning að fara dómstólaleiðina. Gott væri að fá umsagnir um það. Líklegt er að enn vanti upp á. Gott væri að fá ábendingar um það. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Úrelt dómskerfi Eins og rakið var í grein minni Úrelt dómskerfi, sem birt var hér á Vísi 18. ágúst síðastliðinn, erum við með dómskerfi sem miðast við þjóðfélagið eins og það var allavega fyrir árið 1970 það er að segja fyrir að minnsta kosti 50 árum síðan. Það er löngu fyrir tölvuöld eins og við þekkjum hana. Viðmiðun dómskerfisins við þjóðfélagið eins og það var fyrir löngu síðan getur haft áhrif á hugsunarhátt í dómum og val á eðlilegum sönnunargögnum eins og rakið var þar. Yfirfara þarf í heild þau lög sem um þetta fjalla svo sem lög um meðferð einkamála. Innleiða þarf réttlæti, sanngirni og heilbrigða skynsemi sem nýja lagareglu Dómarinn á að dæma eftir lögunum. Þar stendur ekkert um að hafa eigi réttlæti, sanngirni og heilbrigða skynsemi að leiðarljósi. Það getur til dæmis orðið til þess að unnt sé að finna setningar hér og hvar í lögunum og setja þær saman þannig að þær myndi eina heild ekki ósvipað og þeir gera sem mynda ákveðna trúarkenningu með því að tína til vers héðan og þaðan úr Biblíunni sem þeir svo boða sem hina einu sönnu trú. Þetta tel ég að megi laga með einhverri þeirri lagasetningu að dómar skuli umfram allt vera réttlátir og sanngjarnir og vera í samræmi við heilbrigða skynsemi. Skerping á reglum um dómsforsendur Í dómsforsendum er ákveðin tilhneiging dómara að tilgreina einkum þau atriði sem eru dómnum í vil en fjalla lítt um meginrök þess sem dæmt er í mót og sleppa þeim jafnvel alveg. Það gefur dómaranum þann möguleika að geta valið sér sönnun eða sannanir til þess að dæma eftir en sleppa öðrum eins og þær væru ekki til. Það er afgerandi atriði í því að auðvelt sé að dæma hverjum sem er í vil. Dómarar verði skyldaðir til þess að skýra dóma frá báðum hliðum í dómsforsendum. Þekktir reyndir lögmenn hafa tjáð mér að samkvæmt lögum eigi þeir að gera það. Þá fara dómarar ekki að lögum. Það breytir því ekki að greinilega þurfi skerpa á þeim. Aðstoð við dómara Dómarar þurfa í dag margþætta aðstoð í sífellt flóknari heimi. Dómarar í héraði geta ákveðið að hafa með sér tvo meðdómara. Sjaldgæft er að það sé gert enda þunglamaleg aðferð Meðal lögmanna er oft talað um að leggja þurfi mál fyrir ákveðna dómara á einhvern sérstakan hátt eða að ekki þýði að leggja þennan eða annan hluta málsins fyrir ákveðinn dómara vegna þess að hann hafi ekki næga þekkingu á þessu eða hinu, hafi til dæmis ekki þá stærðfræðiþekkingu sem til þarf. Þetta má laga með því að dómarar geti leitað ráða eða fengið þjónustu hjá til þess kölluðu fagfólki í sérstökum málum, til dæmis háskólakennurum, embættismönnum og fólki með mikla þekkingu af atvinnulífinu. Viðkomandi myndu einungis fá greitt fyrir hvert einstakt verk unnið fyrir dómstólinn. Um getur verið að ræða fræðasvið, bransaþekkingu eða aðra sambærilega þekkingu á þjóðfélaginu. Smámáladómstóll Eins og dómskerfið er rekið finnst mér það í raun eingöngu miðast við að öll mál séu stór í sniðum. Snúist dómsmál um 10-20 milljónir króna er mjög hætt við að rekstur þess kosti meira en nemur verðmætinu svo ekki sé talað um eitthvað lægri upphæðir sem samt geta skipt miklu máli fyrir almenning. Í mörgum ríkjum Evrópu og Bandaríkjanna eru starfandi svokallaðir smámáladómstólar tengdir hinum hefðbundnu dómstólum eins og við þekkjum þá. Þar er fjallað um lítil mál og þrætur milli aðila þar sem þeir hittast bara einu sinni í réttarsal sé málið flutt munnlega og þá án leiðsagnar lögmanns. Ég geri reyndar ráð fyrir hugsanlegum undanfarandi sáttaumleitunum og ráðfærslu aðila við lögmenn. Hér á landi starfa nokkuð margar nefndir og stofnanir sem unnt er að skjóta málum til. Má þar nefna kærunefnd Lögmannafélags Íslands, Kærunefnd húsamála, Úrskurðarnefnd tryggingarmála og Landlækni sem reyndar er frekar rannsóknaraðili en dómstóll. Einkenni þessara nefnda er yfirleitt alltaf að í þeim séu sérfræðingar frá þeim stofnunum sem stefnt er í málinu eða eru starfsbræður eða systur þeirra sem stefnt er. Þeir geta því ekki talist hlutlausir. Sætti aðili máls sig ekki við niðurstöðuna getur hann leitað til dómstóla sem þó oftast er ekki grundvöllur fyrir samkvæmt ofanrituðu. Þetta fyrirkomulag þarf að brjóta upp og samræma og tengja dómstólunum þannig að óháður dómari dæmi. Áður nefndir aðstoðarmenn myndu koma að góðum notum. Þeir sem reka mál sitt mál sjálfir Mjög er verið að þrengja að þeim sem flytja mál sitt sjálfir og skyldum dómara við þá. Hinn ólöglærði á mjög undir högg að sækja gagnvart lögmanni sem hefur margs konar yfirburði, til dæmis lögfræðiþekkinguna og þekkingu á öllum rangölum þess hvernig mál fara fram. Að þrengja að ólöglærðum við að geta flutt mál sitt sjálfir þýðir í raun enn eina aðferðina við að halda almenningi frá dómskerfinu þar sem þeir efnaminni myndu einkum notfæra sér það. Lögin um þetta efni þarf að bæta með það að leiðarljósi að jafna aðstöðumuninn. Aukning skriflegs málflutnings Núverandi munnlegur málflutningur byggir á því að munnlegur vitnisburður hafi mest vægi sem var virkilega rétt um 1970 og fyrir þann tíma. Gera má ráð fyrir að skriflegur málflutningur þyrfti að verða algengari og verður það enn frekar í framtíðinni sem mun byggja miklu meira á skriflegum og rafrænum sönnunum sem oft hentar betur að setja fram og skilja á skriflegan hátt. Skriflegur rekstur dómsmáls í tveimur umferðum (núna mun aðeins miðað við eina umferð) bætir stöðu hins ólöglærða sem rekur mál sitt sjálfur vegna þess að við það minnka yfirburðir lögmannsins fyrir margra hluta sakir meðal annars vegna þess að þá getur hinn ólöglærði leitað sér lögfræðilegrar ráðgjafar eftir að skriflegur málflutningur lögmannsinns hefur borist. Gjafsókn Eins og fram kom í nýlegri grein minni um þetta mál var því haldið fram að einhverjir tugir fólks fái gjafsókn árlega þrátt fyrir viðmiðunarmörk sem virðast töluvert undir lágmarkslaunum og þunglamalegt kerfi sem einna helst virðist ætlað að bregða fæti fyrir sjálft sig. Kerfið þyrfti að útfæra betur, vera liðugra í sniðum og viðmiðunarmörk fylgi launavísitölu. Það þyrfti einnig að geta átt við eitthvað víðtækari hóp en virðist hafa verið ætlunin í upphafi þótt það yrði í takmarkaðri mæli. Lokaorð Í öllum ofangreindum atriðum er í raun réttlæti hins sterka áberandi eins og finna má nánari útskýringar á í bókinni Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi. Takist að koma þeim umbótum á svo um munar í dómskerfinu sem ég hef kynnt í þessari og tveimur síðustu greinum mínum hér á Vísi, virðist mér það vera forsenda þess að það verði í raun fært fyrir almenning að fara dómstólaleiðina. Gott væri að fá umsagnir um það. Líklegt er að enn vanti upp á. Gott væri að fá ábendingar um það. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun