Play breytir áætlunarkerfinu vegna verkfallanna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. desember 2023 17:53 Farþegar eru beðnir um að fylgjast vel með þeim breytingum sem gætu orðið á flugferðum þeirra í vikunni. Vísir/Vilhelm Tímabundnar breytingar verða gerðar á tengileiðakerfi flugfélagsins Play meðan á verkfallshrinu flugumferðarstjóra stendur. Breytingarnar eiga við um flugferðir á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Í tilkynningu frá Play eru farþegar hvattir til að fylgjast vel með breytingum sem gætu orðið á flugferðum þeirra meðan á verkfallshrinu vegna kjaradeilna flugumferðarstjóra og sáttasemjara stendur. Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur boðað frekari verkfallsaðgerðir á mánudag og miðvikudag. Aðgerðirnar munu standa yfir í sex klukkustundir, frá klukkan fjögur aðfaranætur mánudags og miðvikudags til klukkan tíu. Langflestar komur og brottfarir Play eru á þeim tíma sem aðgerðir flugumferðarstjóra standa yfir, samkvæmt tilkynningu frá Play. Ferðum seinkað um sex tíma Fram kemur að Play þurfi þess vegna að seinka komum á Norður Ameríku-flugi félagsins til Íslands um sex klukkustundir eða til klukkan 10 á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Sömuleiðis muni brottfarir til borgaráfangastaða Play í Evrópu, sem tengjast við Ameríkuflugin, seinka um sex klukkustundir á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Farþegar sem eiga bókaða ferð með flugfélaginu Play á fimmtudag gætu því orðið fyrir minniháttar röskunum meðan leiðakerfið er rétt aftur við. Þá segir að búist sé við að eftirmiðdagsbrottfarir til sólarlandaáfangastaða í leiðakerfi félagsins muni vera á áætlun, en þó sé farþegum bent á að minniháttar seinkanir gætu orðið á brottförum á þeim ferðum sökum þeirra áhrifa sem verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra munu hafa í næstu viku. Flugfélagið vinnur nú að því að koma skilaboðum á farþega sína vegna breytinganna og munu þau berast í dag og á morgun. Birgir Jónsson forstjóri Play ræddi verkfallsaðgerðirnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni. Þar taldi hann að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna, sem hefur valdið töluverðri röskun og tjóni. Play Kjaraviðræður 2023 Fréttir af flugi Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira
Í tilkynningu frá Play eru farþegar hvattir til að fylgjast vel með breytingum sem gætu orðið á flugferðum þeirra meðan á verkfallshrinu vegna kjaradeilna flugumferðarstjóra og sáttasemjara stendur. Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur boðað frekari verkfallsaðgerðir á mánudag og miðvikudag. Aðgerðirnar munu standa yfir í sex klukkustundir, frá klukkan fjögur aðfaranætur mánudags og miðvikudags til klukkan tíu. Langflestar komur og brottfarir Play eru á þeim tíma sem aðgerðir flugumferðarstjóra standa yfir, samkvæmt tilkynningu frá Play. Ferðum seinkað um sex tíma Fram kemur að Play þurfi þess vegna að seinka komum á Norður Ameríku-flugi félagsins til Íslands um sex klukkustundir eða til klukkan 10 á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Sömuleiðis muni brottfarir til borgaráfangastaða Play í Evrópu, sem tengjast við Ameríkuflugin, seinka um sex klukkustundir á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Farþegar sem eiga bókaða ferð með flugfélaginu Play á fimmtudag gætu því orðið fyrir minniháttar röskunum meðan leiðakerfið er rétt aftur við. Þá segir að búist sé við að eftirmiðdagsbrottfarir til sólarlandaáfangastaða í leiðakerfi félagsins muni vera á áætlun, en þó sé farþegum bent á að minniháttar seinkanir gætu orðið á brottförum á þeim ferðum sökum þeirra áhrifa sem verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra munu hafa í næstu viku. Flugfélagið vinnur nú að því að koma skilaboðum á farþega sína vegna breytinganna og munu þau berast í dag og á morgun. Birgir Jónsson forstjóri Play ræddi verkfallsaðgerðirnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni. Þar taldi hann að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna, sem hefur valdið töluverðri röskun og tjóni.
Play Kjaraviðræður 2023 Fréttir af flugi Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira