Norskt tankskip varð fyrir eldflaug frá Hútum Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2023 13:47 AP Norska tankskipið Strinda varð í gærkvöldi fyrir eldflaug sem skotið var af Hútum í Jemen. Hútar hafa heitið því að stöðva ferð allra skipa sem siglt er til Ísrael og hafa gert árásir á fjölda skipa á undanförnum dögum. Eldur kviknaði um borð í skipinu en samkvæmt frétt NRK virðist sem enginn hafi dáið í árásinni. Bandaríski tundurspillirinn USS Mason er á vettvangi, auk frönsku freigátunnar Languedoc. Talsmaður Húta staðfesti í morgun að þeir hefðu skotið eldflauginni að Strinda og sagði það hafa verið gert eftir að áhöfn þess neitaði að verða við skipunum þeirra um að snúa við. Hann segir Húta hafa komið í veg fyrir siglingar þó nokkurra skipa til Ísrael á undanförnum dögum. Leiðtogar Húta lýstu því yfir um helgina að árásir yrðu gerðar á öll skip sem siglt væri til Ísraels og kæmu ekki við á Gasaströndinni til að flytja neyðarbirgðir þangað. Skipum sem tengdust Ísrael á engan hátt og væru ekki á leið þangað gætu siglt um svæðið. Til að komast inn í Rauðahaf úr suðri og þaðan gegnum Súes-skurðinn til inn á Miðjarðarhafið þarf að sigla skipum um Aden-flóa og Bab al-Mandab-sund. Skipin fara því mjög nærri ströndum Jemen og yfirráðasvæði Húta. Á undanförnum vikum hafa Hútar skotið eldflaugum og flogið sjálfsprengidrónum að nokkrum flutningaskipum. NRK hefur eftir framkvæmdastjóra A/S J. Ludwig Mowinckels Rederi, sem gerir út Strinda, að skipið hafi ekki verið á leið til Ísrael. Áhöfn þess hafi verið að sigla skipinu til Ítalíu frá Suðaustur-Asíu. Framkvæmdastjórinn segir mesta áherslu lagða á að tryggja öryggi áhafnarinnar. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að tuttugu þúsund skip fari um svæðið á hverju ári og að tryggja þurfi öryggi um þessa mikilvægu siglingaleið. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja skipið ekki tengjast Ísrael á nokkurn hátt en nýverið hafi verið gerður samningur um flutninga frá Ashdod í Ísrael í næsta mánuði. New press-release by J. Ludwig Mowinckels Rederi. pic.twitter.com/EMFhP6eEU8— Thord Are Iversen (@The_Lookout_N) December 12, 2023 Hútar, sem njóta stuðnings frá Íran, hafa um árabil háð blóðuga styrjöld við alþjóðlega viðurkennd stjórnvöld í Jemen. Þeir hafa sömuleiðis gert árásir í Sádi-Arabíu en Sádar hafa staðið við bakið á yfirvöldum í Jemen. Hópurinn stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Hútar hafa skotið eldflaugum að mörgum skipum og flogið sjálfsprengidrónum að þeim. Þar á meðal eru bandarísk og frönsk herskip. Hútar hafa einnig sent sérsveitarmenn til að taka stjórn á einu skipi sem siglt var til hafnar í Jemen. Jemen Noregur Átök í Ísrael og Palestínu Skipaflutningar Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Eldur kviknaði um borð í skipinu en samkvæmt frétt NRK virðist sem enginn hafi dáið í árásinni. Bandaríski tundurspillirinn USS Mason er á vettvangi, auk frönsku freigátunnar Languedoc. Talsmaður Húta staðfesti í morgun að þeir hefðu skotið eldflauginni að Strinda og sagði það hafa verið gert eftir að áhöfn þess neitaði að verða við skipunum þeirra um að snúa við. Hann segir Húta hafa komið í veg fyrir siglingar þó nokkurra skipa til Ísrael á undanförnum dögum. Leiðtogar Húta lýstu því yfir um helgina að árásir yrðu gerðar á öll skip sem siglt væri til Ísraels og kæmu ekki við á Gasaströndinni til að flytja neyðarbirgðir þangað. Skipum sem tengdust Ísrael á engan hátt og væru ekki á leið þangað gætu siglt um svæðið. Til að komast inn í Rauðahaf úr suðri og þaðan gegnum Súes-skurðinn til inn á Miðjarðarhafið þarf að sigla skipum um Aden-flóa og Bab al-Mandab-sund. Skipin fara því mjög nærri ströndum Jemen og yfirráðasvæði Húta. Á undanförnum vikum hafa Hútar skotið eldflaugum og flogið sjálfsprengidrónum að nokkrum flutningaskipum. NRK hefur eftir framkvæmdastjóra A/S J. Ludwig Mowinckels Rederi, sem gerir út Strinda, að skipið hafi ekki verið á leið til Ísrael. Áhöfn þess hafi verið að sigla skipinu til Ítalíu frá Suðaustur-Asíu. Framkvæmdastjórinn segir mesta áherslu lagða á að tryggja öryggi áhafnarinnar. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að tuttugu þúsund skip fari um svæðið á hverju ári og að tryggja þurfi öryggi um þessa mikilvægu siglingaleið. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja skipið ekki tengjast Ísrael á nokkurn hátt en nýverið hafi verið gerður samningur um flutninga frá Ashdod í Ísrael í næsta mánuði. New press-release by J. Ludwig Mowinckels Rederi. pic.twitter.com/EMFhP6eEU8— Thord Are Iversen (@The_Lookout_N) December 12, 2023 Hútar, sem njóta stuðnings frá Íran, hafa um árabil háð blóðuga styrjöld við alþjóðlega viðurkennd stjórnvöld í Jemen. Þeir hafa sömuleiðis gert árásir í Sádi-Arabíu en Sádar hafa staðið við bakið á yfirvöldum í Jemen. Hópurinn stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Hútar hafa skotið eldflaugum að mörgum skipum og flogið sjálfsprengidrónum að þeim. Þar á meðal eru bandarísk og frönsk herskip. Hútar hafa einnig sent sérsveitarmenn til að taka stjórn á einu skipi sem siglt var til hafnar í Jemen.
Jemen Noregur Átök í Ísrael og Palestínu Skipaflutningar Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira