Miklar breytingar framundan í Sundhöllinni Bjarki Sigurðsson skrifar 12. desember 2023 11:56 Miklar breytingar verða gerðar í innilaug Sundhallarinnar. Reykjavíkurborg Nýtt laugarker, endurgerðir pottar, tveir nýir gufuklefar aðstaða fyrir laugarverði eru meðal þeirra breytinga sem gerðar verða í Sundhöll Reykjavíkur á næstunni. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð borgarinnar samþykkti breytingarnar á fundi sínum fyrir helgi. Möguleg gætu stökkbretti innilaugarinnar horfið. Lengi hefur staðið til að ráðast í breytingarnar en þeim ítrekað verið frestað, nú síðast í vor. Í fundargerð ráðsins segir að farið verði í útboð eftir áramót. Það hefur ekki verið auðvelt að koma breytingunum í gegn enda eitt sögufrægasta hús Íslands. Höllin var hönnuð árið 1929 af Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins og tekin í notkun átta árum síðar. Hún var friðuð árið 2004 og nær hún til ytra og innra borðs laugar, búningsklefa og sturtuklefa. Laugarkerið endurgert Breytingarnar sem hafa verið samþykktar snúa að átta svæðum laugarinnar. Laugarsalnum, tæknirými, austursvölum, þvottaherbergi, laugargæslusvæði, suðursvölum, lóðinni og svo flokkunaraðstöðu. Það sem hefur verið rætt hvað mest síðustu ár er laugarsalurinn. Gert er ráð fyrir að núverandi laugarker verði endurgert og hannað en um er að ræða upphaflega kerið frá 1937. Endurgert laugarker verður áfram tvískipt og verður samskonar yfirfallskantur notaður og er á útilauginni. Á austursvölunum verður gufubað fjarlægt ásamt loftinntaki loftræstingar. Heitum pottum verður breytt og handrið svalanna og skjólveggir endurgerðir. Tveir gufuklefar í stað þvottaherbergis Þvottaherbergi laugarinnar sem staðsett er á neðri hæð verður fært í fyrrverandi herbergi forstöðumanns. Þess í stað verða gerðir tveir gufuklefar, þar af einn infrarauður, ásamt sturtum. Í dag er engin aðstaða fyrir laugarverði í innilauginni og veðrur bætt úr því. Ný aðstaða verður gerð í herbergi inn af laugarsalnum með gólfsíðum glervegg. Brettin gætu horfið Minjastofnun Íslands skilaði umsögn með umsögninni þar sem rætt var um laugarkerið. Í því er meðal annars rætt um stökkbretti innilaugarinnar. Í athugun er að fjarlægja þau vegna slysahættu en Minjastofnun eru stökkbrettin ekki ómissandi hluti af byggingarlist laugarinnar þar sem þau eru frá 1953. Verði brettin fjarlægð verður hægt að minnka dýpi laugarkersins úr 3,7 metrum í þrjá metra. Sundlaugar Borgarstjórn Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Lengi hefur staðið til að ráðast í breytingarnar en þeim ítrekað verið frestað, nú síðast í vor. Í fundargerð ráðsins segir að farið verði í útboð eftir áramót. Það hefur ekki verið auðvelt að koma breytingunum í gegn enda eitt sögufrægasta hús Íslands. Höllin var hönnuð árið 1929 af Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins og tekin í notkun átta árum síðar. Hún var friðuð árið 2004 og nær hún til ytra og innra borðs laugar, búningsklefa og sturtuklefa. Laugarkerið endurgert Breytingarnar sem hafa verið samþykktar snúa að átta svæðum laugarinnar. Laugarsalnum, tæknirými, austursvölum, þvottaherbergi, laugargæslusvæði, suðursvölum, lóðinni og svo flokkunaraðstöðu. Það sem hefur verið rætt hvað mest síðustu ár er laugarsalurinn. Gert er ráð fyrir að núverandi laugarker verði endurgert og hannað en um er að ræða upphaflega kerið frá 1937. Endurgert laugarker verður áfram tvískipt og verður samskonar yfirfallskantur notaður og er á útilauginni. Á austursvölunum verður gufubað fjarlægt ásamt loftinntaki loftræstingar. Heitum pottum verður breytt og handrið svalanna og skjólveggir endurgerðir. Tveir gufuklefar í stað þvottaherbergis Þvottaherbergi laugarinnar sem staðsett er á neðri hæð verður fært í fyrrverandi herbergi forstöðumanns. Þess í stað verða gerðir tveir gufuklefar, þar af einn infrarauður, ásamt sturtum. Í dag er engin aðstaða fyrir laugarverði í innilauginni og veðrur bætt úr því. Ný aðstaða verður gerð í herbergi inn af laugarsalnum með gólfsíðum glervegg. Brettin gætu horfið Minjastofnun Íslands skilaði umsögn með umsögninni þar sem rætt var um laugarkerið. Í því er meðal annars rætt um stökkbretti innilaugarinnar. Í athugun er að fjarlægja þau vegna slysahættu en Minjastofnun eru stökkbrettin ekki ómissandi hluti af byggingarlist laugarinnar þar sem þau eru frá 1953. Verði brettin fjarlægð verður hægt að minnka dýpi laugarkersins úr 3,7 metrum í þrjá metra.
Sundlaugar Borgarstjórn Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira