Ef ekki aðgerðir nú þá hvenær? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 12. desember 2023 11:00 Það er með lífsins ólíkindum, að á meðan hér renna, til einskis, þúsundir megawatta til sjávar dag hvern, að á Alþingi Íslendinga sé nú verið að setja neyðarlög um orkuskömmtun í landinu. Orkuskömmtun sem neyðir sjávarútvegsfyrirtæki á Austfjörðum og víðar, sem á umliðnum árum hafa fjárfest fyrir tugi milljarða í nýjum fiskiskipum sem menga minna, til þess að fjárfesta í þúsundum lítra af olíu og í búnaði til þess að brenna olíu til orkuöflunar, til þess að halda dampi í vinnslunni. Orkuskömmtunin gæti svo síðar leitt til þess að álverin þurfi að draga úr framleiðslugetu sinni sem að hafa mun veruleg áhrif á gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins. Þjóðarbúið mun svo auðvitað líka þurfa að eyða, að óþörfu ómældum gjaldeyri til olíukaupa. Við þetta bætast svo árleg olíukaup Orkubús Vestfjarða til þess að tryggja Vestfirðingum næga raforku yfir veturinn. Á meðan hjalar svo forsætisráðherra þjóðarinnar á ráðstefnu í Dubai um kolefnishlutlaust Ísland 2040 eða 2050. Þessi orkuskortur er auðvitað mannana verk og því auðvitað mannana verk losa okkur úr viðjum orkuskortsins. Það segir sig auðvitað sjálft að viðverandi orkuskortur og árlegar skammtanir á orku draga verulega úr þrótti atvinnu og athafnalífs okkar Íslendinga. Öll áform um aukna atvinnuuppbyggingu og verðmætasköpun, sem nauðsynlegt er að ráðast í á næstu misserum og árum, eru í besta falli draumar sem aldrei verða að veruleika við núverandi ástand. Hvernig eigum við annars, án aukinnar verðmætasköpunnar að geta haldið hér úti þokkalegu heilbrigðiskerfi, útskrifað fleiri lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk, haldið hér úti menntakerfi sem mætir þörfum nútíðar og framtíðar og ráðist hér í nauðsynlegar samgöngubætur, ásamt öllu því sem hér þarf að bæta. Í núgildandi rammaáætlun, sem tók heil níu ár, sökum tafaleikja afturhaldsaflana, að koma á koppinn, eru virkjunaráform upp á 1200 megawött í nýtingarflokki. Enginn þessara virkjunakosta væri kominn í nýtingarflokk, ef það væri glapræði eða óðs manns æði að nýta hann. Samþykkt rammaáætlunar er mögulega það eina jákvæða sem hægt er að segja um stöðuna. En áætlunin er samt, engu að síður, gersamlega gagnslaust plagg, ef ekkert er gert með hana og Stóra Stopp í orkuuppbyggingu verður hér viðvarandi eitthvað lengur. Það er útséð með það að núverandi ríkisstjórn muni gera nokkuð svo einhverju nemi til þess að bæta úr því ófremdarástandi, sem ekki bara stefnir í, heldur er viðvarandi og komið til að vera um ókomna tíð, ef menn ætla bara að humma þetta ástand af sér. Þar sem ríkisstjórnin virðist ætla að vera með öllu óhæf til að leiða okkur út úr þessum vanda, þarf hér Alþingi að grípa inn í og setja lög sem grisja verulega þennan gríðarlega reglugerða og leyfisveitingafrumskóg sem mætir þeim er reisa vill virkjun er afkastar meiru en 10 megawöttum. Enda á þessi hamlandi frumskógur sér stoð í lögum sem vel er hægt að breyta eða fella úr gildi, á sama hátt og þeim var komið á, á sínum tíma. Boltinn er hjá Alþingi, þar sem ríkisstjórnin vill ekki sjá hann eða snerta. Víkja þarf með lögum, tímabundið eða til framtíðar, úr vegi öllu því sem hindrar eðlilega orkuuppbyggingu í landinu. Það mætti kalla það neyðaraðgerðir um að auka raforkuframleiðslu í landinu. Tíminn til þess er núna. Það má vel vera að það hrikti í stjórnarsamstarfinu, fari Alþingi í þessa vegferð. Menn fari að tala um að það ábyrgðarhluti að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu út af málinu. En það er í sjálfu sér enn meiri ábyrgðarhluti að halda hér úti verklítilli ríkisstjórn, sem vanhæf er með öllu til þess að stuðla að eðlilegri og sjálfsagðri uppbygginu innviða og orkuframleiðslu. Kosti það stjórnarslit að leysa þennan vanda, þá er það gjaldið fyrir lausn hans. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Orkumál Landsvirkjun Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Það er með lífsins ólíkindum, að á meðan hér renna, til einskis, þúsundir megawatta til sjávar dag hvern, að á Alþingi Íslendinga sé nú verið að setja neyðarlög um orkuskömmtun í landinu. Orkuskömmtun sem neyðir sjávarútvegsfyrirtæki á Austfjörðum og víðar, sem á umliðnum árum hafa fjárfest fyrir tugi milljarða í nýjum fiskiskipum sem menga minna, til þess að fjárfesta í þúsundum lítra af olíu og í búnaði til þess að brenna olíu til orkuöflunar, til þess að halda dampi í vinnslunni. Orkuskömmtunin gæti svo síðar leitt til þess að álverin þurfi að draga úr framleiðslugetu sinni sem að hafa mun veruleg áhrif á gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins. Þjóðarbúið mun svo auðvitað líka þurfa að eyða, að óþörfu ómældum gjaldeyri til olíukaupa. Við þetta bætast svo árleg olíukaup Orkubús Vestfjarða til þess að tryggja Vestfirðingum næga raforku yfir veturinn. Á meðan hjalar svo forsætisráðherra þjóðarinnar á ráðstefnu í Dubai um kolefnishlutlaust Ísland 2040 eða 2050. Þessi orkuskortur er auðvitað mannana verk og því auðvitað mannana verk losa okkur úr viðjum orkuskortsins. Það segir sig auðvitað sjálft að viðverandi orkuskortur og árlegar skammtanir á orku draga verulega úr þrótti atvinnu og athafnalífs okkar Íslendinga. Öll áform um aukna atvinnuuppbyggingu og verðmætasköpun, sem nauðsynlegt er að ráðast í á næstu misserum og árum, eru í besta falli draumar sem aldrei verða að veruleika við núverandi ástand. Hvernig eigum við annars, án aukinnar verðmætasköpunnar að geta haldið hér úti þokkalegu heilbrigðiskerfi, útskrifað fleiri lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk, haldið hér úti menntakerfi sem mætir þörfum nútíðar og framtíðar og ráðist hér í nauðsynlegar samgöngubætur, ásamt öllu því sem hér þarf að bæta. Í núgildandi rammaáætlun, sem tók heil níu ár, sökum tafaleikja afturhaldsaflana, að koma á koppinn, eru virkjunaráform upp á 1200 megawött í nýtingarflokki. Enginn þessara virkjunakosta væri kominn í nýtingarflokk, ef það væri glapræði eða óðs manns æði að nýta hann. Samþykkt rammaáætlunar er mögulega það eina jákvæða sem hægt er að segja um stöðuna. En áætlunin er samt, engu að síður, gersamlega gagnslaust plagg, ef ekkert er gert með hana og Stóra Stopp í orkuuppbyggingu verður hér viðvarandi eitthvað lengur. Það er útséð með það að núverandi ríkisstjórn muni gera nokkuð svo einhverju nemi til þess að bæta úr því ófremdarástandi, sem ekki bara stefnir í, heldur er viðvarandi og komið til að vera um ókomna tíð, ef menn ætla bara að humma þetta ástand af sér. Þar sem ríkisstjórnin virðist ætla að vera með öllu óhæf til að leiða okkur út úr þessum vanda, þarf hér Alþingi að grípa inn í og setja lög sem grisja verulega þennan gríðarlega reglugerða og leyfisveitingafrumskóg sem mætir þeim er reisa vill virkjun er afkastar meiru en 10 megawöttum. Enda á þessi hamlandi frumskógur sér stoð í lögum sem vel er hægt að breyta eða fella úr gildi, á sama hátt og þeim var komið á, á sínum tíma. Boltinn er hjá Alþingi, þar sem ríkisstjórnin vill ekki sjá hann eða snerta. Víkja þarf með lögum, tímabundið eða til framtíðar, úr vegi öllu því sem hindrar eðlilega orkuuppbyggingu í landinu. Það mætti kalla það neyðaraðgerðir um að auka raforkuframleiðslu í landinu. Tíminn til þess er núna. Það má vel vera að það hrikti í stjórnarsamstarfinu, fari Alþingi í þessa vegferð. Menn fari að tala um að það ábyrgðarhluti að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu út af málinu. En það er í sjálfu sér enn meiri ábyrgðarhluti að halda hér úti verklítilli ríkisstjórn, sem vanhæf er með öllu til þess að stuðla að eðlilegri og sjálfsagðri uppbygginu innviða og orkuframleiðslu. Kosti það stjórnarslit að leysa þennan vanda, þá er það gjaldið fyrir lausn hans. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar