Árni Tómas getur ekki skrifað út lyf lengur Jakob Bjarnar skrifar 11. desember 2023 16:07 Árni Tómas Ragnarsson hefur tjáð sig opinberlega um mikilvægi þess að sinna fíklum og aðstoða þá í neyð sinni. Læknablaðið Árni Tómas Ragnarsson gigtarlæknir hefur verið sviptur læknaleyfi sínu að hluta; hann er nú með takmarkað starfsleyfi. Sem þýðir að hann má ekki ávísa lyfjum til sjúklinga sinna. Árni Tómas hefur skrifað talsvert út af lyfjum undanfarin ár en hann aðhyllist skaðaminnkunarúrræði sem til að mynda Frú Ragnheiður hefur keyrt á. „Ég hef starfað sem læknir í 40 ár og í því felst að minnka skaðann af sjúkdómum fólks og láta því líða betur,“ sagði Árni Tómas Ragnarsson í samtali við mbl.is í fyrra. Þá hafði Árni Tómas skrifað greinar um skaðaminnkunarúrræði og sagðist ekki geta séð neitt sem mælti mót því að skrifa upp á morfínlyf fyrir lítinn hóp fíkla sem hann valdi, ef það gæti orðið til að þeir létu af innbrotum til að fjármagna neyslu sína. Landlæknir hefur hins vegar gripið í taumana og hefur Árni Tómas verið settur í skammarkrókinn. Þó flestir sem um fjalla séu sammála því að þetta sé leiðin skortir lagaúrræði. Ósáttir sjúklingar Sjúklingar eru að vonum ósáttir og hefur til að mynda Anita da Silva Bjarnadóttir ritað grein sem hún birtir á Vísi þar sem hún kvartar undan þessu tiltæki. „Hann er sviptur fyrir það eitt að segja satt og standa vörð um okkar veikasta fólk- fíklana. Fíkla sem hafa fengið meðferð hjá honum og þar af leiðandi náð tökum á lífi sínu. Fíklum sem voru á götunni og fjárhagsleg byrgði á kerfinu, en með meðferð og skilning náð tökum og eignast heimili, vinnur og líf,“ segir Aníta meðal annars í greininni. Hún segir jafnframt Árna Tómas einn örfárra lækna sem Landlæknisembættið ætti að vera ánægt með, hann hafi til að bera skilning og mannúð hans sé í fyrirrúmi. Pistil sinn stílar hún á Landlækni. „Ég skora á þig að veita honum aftur leyfi til að sinna sínum verkjasjúklingum þó hann fengi ekki að hjálpa fíklunum. Þetta er skammarlegt og vanhæf ákvörðun þar sem hann er sirkabát eini gigtarlæknirinn sem að sérhæfir sig í, og skilur vefjagigt og hversu viðbjóðslega sár og hamlandi sjúkdómur þetta er. Það mun kosta ríkið ansi háar fjárhæðir að gera það ekki og mun stífla allt kerfið að þurfa leita til fagaðila sem þekkja þennan sjúkdóm ekki neitt. Svo ég tali nú ekki um alla sem munu þurfa örorku vegna þess að læknar eru ekki að sinna þessum hóp og að verkjastilla þá, sem þarf til að geta tekið þátt í samfélaginu.“ Aníta boðar aðgerðir: „Það verða mótmæli á morgun þar sem við munum bera skilti og skora á ykkur að veita læknum rými til að sinna ÖLLUM.“ Takmörkun starfsleyfisins snýr aðeins að Árna Tómasi Ekki tókst að ná tali af Árna Tómasi vegna þessa en Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis segir að embættið tjái sig almennt ekki um mál einstakra heilbrigðisstarfsmanna, nema þá hugsanlega til að leiðrétta mikilvægar rangfærslur sem fram koma: „Starfsleyfaskrá embættisins er opinber og þar er birt samdægurs þegar leyfi er takmarkað en ekki hver takmörkunin er.“ Kjartan Njáll gat ekki tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna en hann sagði á hverjum tíma til meðferðar nokkur mál hjá Landlækni sem varða lyfjaávísanir.vísir/vilhelm Það að Árni Tómas hafi nú aðeins takmarkað starfsleyfi er ekki liður í átaki embættisins sem varðar gagnrýni sem hefur dunið á Landlækni vegna þess að á Íslandi er skrifað út meira af lyfjum en þekkist. „Heldur fer fram hefðbundið eftirlit skv. 4. gr. laga um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007, bókstaflið f en þar segir að meðal hlutverka landlæknis er „… að hafa eftirlit með lyfjaávísunum og fylgjast með og stuðla að skynsamlegri lyfjanotkun landsmanna…““ Kjartan segir að á hverjum tíma séu til meðferðar hjá embætti landlæknis nokkur mál sem varða lyfjaávísanir. „Þau eru af ýmsum toga, sum smá í sniðum, önnur umfangsmikil. Sumum lýkur án þess að nokkurra aðgerða sé þörf. Öðrum lýkur til dæmis með tilmælum, áminningu, takmörkun réttar til ávísunar lyfja, sviptingu ávísanaréttar og jafnvel sviptingu starfsleyfis.“ Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira
Árni Tómas hefur skrifað talsvert út af lyfjum undanfarin ár en hann aðhyllist skaðaminnkunarúrræði sem til að mynda Frú Ragnheiður hefur keyrt á. „Ég hef starfað sem læknir í 40 ár og í því felst að minnka skaðann af sjúkdómum fólks og láta því líða betur,“ sagði Árni Tómas Ragnarsson í samtali við mbl.is í fyrra. Þá hafði Árni Tómas skrifað greinar um skaðaminnkunarúrræði og sagðist ekki geta séð neitt sem mælti mót því að skrifa upp á morfínlyf fyrir lítinn hóp fíkla sem hann valdi, ef það gæti orðið til að þeir létu af innbrotum til að fjármagna neyslu sína. Landlæknir hefur hins vegar gripið í taumana og hefur Árni Tómas verið settur í skammarkrókinn. Þó flestir sem um fjalla séu sammála því að þetta sé leiðin skortir lagaúrræði. Ósáttir sjúklingar Sjúklingar eru að vonum ósáttir og hefur til að mynda Anita da Silva Bjarnadóttir ritað grein sem hún birtir á Vísi þar sem hún kvartar undan þessu tiltæki. „Hann er sviptur fyrir það eitt að segja satt og standa vörð um okkar veikasta fólk- fíklana. Fíkla sem hafa fengið meðferð hjá honum og þar af leiðandi náð tökum á lífi sínu. Fíklum sem voru á götunni og fjárhagsleg byrgði á kerfinu, en með meðferð og skilning náð tökum og eignast heimili, vinnur og líf,“ segir Aníta meðal annars í greininni. Hún segir jafnframt Árna Tómas einn örfárra lækna sem Landlæknisembættið ætti að vera ánægt með, hann hafi til að bera skilning og mannúð hans sé í fyrirrúmi. Pistil sinn stílar hún á Landlækni. „Ég skora á þig að veita honum aftur leyfi til að sinna sínum verkjasjúklingum þó hann fengi ekki að hjálpa fíklunum. Þetta er skammarlegt og vanhæf ákvörðun þar sem hann er sirkabát eini gigtarlæknirinn sem að sérhæfir sig í, og skilur vefjagigt og hversu viðbjóðslega sár og hamlandi sjúkdómur þetta er. Það mun kosta ríkið ansi háar fjárhæðir að gera það ekki og mun stífla allt kerfið að þurfa leita til fagaðila sem þekkja þennan sjúkdóm ekki neitt. Svo ég tali nú ekki um alla sem munu þurfa örorku vegna þess að læknar eru ekki að sinna þessum hóp og að verkjastilla þá, sem þarf til að geta tekið þátt í samfélaginu.“ Aníta boðar aðgerðir: „Það verða mótmæli á morgun þar sem við munum bera skilti og skora á ykkur að veita læknum rými til að sinna ÖLLUM.“ Takmörkun starfsleyfisins snýr aðeins að Árna Tómasi Ekki tókst að ná tali af Árna Tómasi vegna þessa en Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis segir að embættið tjái sig almennt ekki um mál einstakra heilbrigðisstarfsmanna, nema þá hugsanlega til að leiðrétta mikilvægar rangfærslur sem fram koma: „Starfsleyfaskrá embættisins er opinber og þar er birt samdægurs þegar leyfi er takmarkað en ekki hver takmörkunin er.“ Kjartan Njáll gat ekki tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna en hann sagði á hverjum tíma til meðferðar nokkur mál hjá Landlækni sem varða lyfjaávísanir.vísir/vilhelm Það að Árni Tómas hafi nú aðeins takmarkað starfsleyfi er ekki liður í átaki embættisins sem varðar gagnrýni sem hefur dunið á Landlækni vegna þess að á Íslandi er skrifað út meira af lyfjum en þekkist. „Heldur fer fram hefðbundið eftirlit skv. 4. gr. laga um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007, bókstaflið f en þar segir að meðal hlutverka landlæknis er „… að hafa eftirlit með lyfjaávísunum og fylgjast með og stuðla að skynsamlegri lyfjanotkun landsmanna…““ Kjartan segir að á hverjum tíma séu til meðferðar hjá embætti landlæknis nokkur mál sem varða lyfjaávísanir. „Þau eru af ýmsum toga, sum smá í sniðum, önnur umfangsmikil. Sumum lýkur án þess að nokkurra aðgerða sé þörf. Öðrum lýkur til dæmis með tilmælum, áminningu, takmörkun réttar til ávísunar lyfja, sviptingu ávísanaréttar og jafnvel sviptingu starfsleyfis.“
Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira