Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir, Hjörtur Hjartarson, Katrín Oddsdóttir, Kjartan Jónsson, Kristín Erna Arnardóttir, Sigríður Ólafsdóttir og Þórir Baldursson skrifa 11. desember 2023 08:01 Opið bréf til útvarpsstjóra Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Ágæti útvarpsstjóri, Stefán Eiríksson. Alvarlega og grófa staðreyndavillu um sögu Íslands er að finna í síðari hluta heimildarþáttar sem framleiddur var fyrir Ríkisútvarpið í tilefni 100 ára fullveldis landsins og sendur út 3. desember síðastliðinn. Hér með er óskað eftir svörum við því hvernig Ríkisútvarpið ætlar að bregðast við og leiðrétta villuna gagnvart almenningi. Í dagskrá RÚV er heiti þáttarins sem um ræðir Fullveldi 1918. Þar er ranglega staðhæft að þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur að nýrri stjórnarskrá sem urðu til eftir hrunið 2008 hafi aldrei farið fram. Nánar tiltekið, með þessum orðum: „Þjóðaratkvæðagreiðslan sem átti að halda var aldrei haldin.“ Ekki er hægt að láta þessa röngu fullyrðingu um grundvallaratriði og stórviðburð í sögu landsins standa óhreyfða í heimildarþætti sem almannaútvarpið sendir út og ber ábyrgð á. Stjórnarskrárfélagið óskar eftir að útvarpsstjóri svari því opinberlega hvernig þetta verði leiðrétt og hinu rétta í málinu komið á framfæri. Hið rétta er, að Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur að nýrri stjórnarskrá sem var haldin 20. október 2012. Tillögurnar voru niðurstaða lýðræðislegs ferlis sem vakti heimsathygli, „eitt víðtækasta og lýðræðislegasta stjórnarskrárferli sem vitað er um“, svo notuð séu orð Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Í Þjóðaratkvæðagreiðslunni samþykktu yfir 2/3 hlutar kjósenda (66,9%) að tillögurnar sem fyrir þá voru lagðar skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Í lýðræðisríkjum eru úrslit kosninga virt. Alltaf og afdráttarlaust. Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafa þó ekki enn verið virt og framganga margra í málinu og vanvirðing gagnvart lýðræðislegum grundvallargildum lofar ekki góðu. Við lifum viðsjárverða tíma falsfrétta og þöggunar og það er ótækt að því sé haldið fram í Ríkisútvarpinu að þjóðaratkvæðagreiðslan 2012 um nýja stjórnarskrá hafi aldrei verið haldin. Þá sögufölsun verður að leiðrétta með afgerandi hætti, hvort sem hún var vísvitandi gerð eða ekki. — Við væntum skjótra svara. Með kveðju, f. h. Stjórnarskrárfélagsins, Jóna Benediktsdóttir, formaður, Hjörtur Hjartarson, Katrín Oddsdóttir, Kjartan Jónsson, Kristín Erna Arnardóttir, Sigríður Ólafsdóttir og Þórir Baldursson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Ríkisútvarpið Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Opið bréf til útvarpsstjóra Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Ágæti útvarpsstjóri, Stefán Eiríksson. Alvarlega og grófa staðreyndavillu um sögu Íslands er að finna í síðari hluta heimildarþáttar sem framleiddur var fyrir Ríkisútvarpið í tilefni 100 ára fullveldis landsins og sendur út 3. desember síðastliðinn. Hér með er óskað eftir svörum við því hvernig Ríkisútvarpið ætlar að bregðast við og leiðrétta villuna gagnvart almenningi. Í dagskrá RÚV er heiti þáttarins sem um ræðir Fullveldi 1918. Þar er ranglega staðhæft að þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur að nýrri stjórnarskrá sem urðu til eftir hrunið 2008 hafi aldrei farið fram. Nánar tiltekið, með þessum orðum: „Þjóðaratkvæðagreiðslan sem átti að halda var aldrei haldin.“ Ekki er hægt að láta þessa röngu fullyrðingu um grundvallaratriði og stórviðburð í sögu landsins standa óhreyfða í heimildarþætti sem almannaútvarpið sendir út og ber ábyrgð á. Stjórnarskrárfélagið óskar eftir að útvarpsstjóri svari því opinberlega hvernig þetta verði leiðrétt og hinu rétta í málinu komið á framfæri. Hið rétta er, að Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur að nýrri stjórnarskrá sem var haldin 20. október 2012. Tillögurnar voru niðurstaða lýðræðislegs ferlis sem vakti heimsathygli, „eitt víðtækasta og lýðræðislegasta stjórnarskrárferli sem vitað er um“, svo notuð séu orð Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Í Þjóðaratkvæðagreiðslunni samþykktu yfir 2/3 hlutar kjósenda (66,9%) að tillögurnar sem fyrir þá voru lagðar skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Í lýðræðisríkjum eru úrslit kosninga virt. Alltaf og afdráttarlaust. Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafa þó ekki enn verið virt og framganga margra í málinu og vanvirðing gagnvart lýðræðislegum grundvallargildum lofar ekki góðu. Við lifum viðsjárverða tíma falsfrétta og þöggunar og það er ótækt að því sé haldið fram í Ríkisútvarpinu að þjóðaratkvæðagreiðslan 2012 um nýja stjórnarskrá hafi aldrei verið haldin. Þá sögufölsun verður að leiðrétta með afgerandi hætti, hvort sem hún var vísvitandi gerð eða ekki. — Við væntum skjótra svara. Með kveðju, f. h. Stjórnarskrárfélagsins, Jóna Benediktsdóttir, formaður, Hjörtur Hjartarson, Katrín Oddsdóttir, Kjartan Jónsson, Kristín Erna Arnardóttir, Sigríður Ólafsdóttir og Þórir Baldursson
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun