Skólar í Finnlandi og í Eistlandi fá PISA upplýsingar Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 8. desember 2023 06:53 Hér á landi fá skólastjórnendur ekki upplýsingar um árangur síns skóla í PISA. Vísir/Vilhelm Í Eistlandi og í Finnlandi eru grunnskólarnir sem taka þátt í PISA könnuninni upplýstir um árangurinn, ólíkt því sem tíðkast hér á landi. Þetta kemur fram í svörum menntamálayfirvalda í þessum löndum við fyrirspurn Morgunblaðsins. Eistland kom best allra Evrópulanda út úr könnuninni og Finnar stóðu sig best allra á Norðurlöndunum. Á Íslandi hefur Menntamálastofnun neitað að upplýsa skóla um hvernig þeim gekk í síðustu tveimur könnunum. Verkefnisstjóri PISA fyrir Eistland segir í samtali við Morgunblaðið að nafnlausar niðurstöður séu gefnar til allra skólanna svo þeir geti séð stöðu sína í samanburði við aðra. Í Finnlandi hefur þessi háttur einnig verið hafður á frá upphafi. Jón Pétur Zimsen aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla hefur gagnrýnt þetta fyrirkomulag á Íslandi og segir í samtali við blaðið að á árum áður hafi upplýsingarnar komið að góðum notum til að sjá hvar skóinn kreppti að. Í skriflegu svari til blaðsins frá Menntamálastofnun segir að könnuninni sé ætlað að gefa heildarmynd af þekkingu og færni nemenda í þátttökulöndum við lok skólaskyldu þeirra, en ekki að veita áreiðanlegar upplýsingar um frammistöðu fámennra nemendahópa eins og þeirra sem tilheyrðu einstökum skólum. Skóla - og menntamál Eistland Finnland PISA-könnun Tengdar fréttir Spreyttu þig á PISA-prófinu í stærðfræðilæsi Fimmtán ára börn á Íslandi standa verr að vígi en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum þegar kemur að stærðfræðilæsi. Þetta er meðal niðurstaðna í PISA-könnun sem birt var í vikunni. 7. desember 2023 16:15 Algjört hrap í lesskilningi íslenskra barna Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar sýna minni árangur nemenda í þátttökulöndum miðað við fyrri kannanir, meðal annars á öllum Norðurlöndum og árangurinn er minni á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Aðeins tvö af hverjum þremur fimmtán ára börnum búa yfir grunnhæfni í lesskilningi og aðeins 53 prósent pilta. 5. desember 2023 10:22 PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum menntamálayfirvalda í þessum löndum við fyrirspurn Morgunblaðsins. Eistland kom best allra Evrópulanda út úr könnuninni og Finnar stóðu sig best allra á Norðurlöndunum. Á Íslandi hefur Menntamálastofnun neitað að upplýsa skóla um hvernig þeim gekk í síðustu tveimur könnunum. Verkefnisstjóri PISA fyrir Eistland segir í samtali við Morgunblaðið að nafnlausar niðurstöður séu gefnar til allra skólanna svo þeir geti séð stöðu sína í samanburði við aðra. Í Finnlandi hefur þessi háttur einnig verið hafður á frá upphafi. Jón Pétur Zimsen aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla hefur gagnrýnt þetta fyrirkomulag á Íslandi og segir í samtali við blaðið að á árum áður hafi upplýsingarnar komið að góðum notum til að sjá hvar skóinn kreppti að. Í skriflegu svari til blaðsins frá Menntamálastofnun segir að könnuninni sé ætlað að gefa heildarmynd af þekkingu og færni nemenda í þátttökulöndum við lok skólaskyldu þeirra, en ekki að veita áreiðanlegar upplýsingar um frammistöðu fámennra nemendahópa eins og þeirra sem tilheyrðu einstökum skólum.
Skóla - og menntamál Eistland Finnland PISA-könnun Tengdar fréttir Spreyttu þig á PISA-prófinu í stærðfræðilæsi Fimmtán ára börn á Íslandi standa verr að vígi en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum þegar kemur að stærðfræðilæsi. Þetta er meðal niðurstaðna í PISA-könnun sem birt var í vikunni. 7. desember 2023 16:15 Algjört hrap í lesskilningi íslenskra barna Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar sýna minni árangur nemenda í þátttökulöndum miðað við fyrri kannanir, meðal annars á öllum Norðurlöndum og árangurinn er minni á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Aðeins tvö af hverjum þremur fimmtán ára börnum búa yfir grunnhæfni í lesskilningi og aðeins 53 prósent pilta. 5. desember 2023 10:22 PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira
Spreyttu þig á PISA-prófinu í stærðfræðilæsi Fimmtán ára börn á Íslandi standa verr að vígi en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum þegar kemur að stærðfræðilæsi. Þetta er meðal niðurstaðna í PISA-könnun sem birt var í vikunni. 7. desember 2023 16:15
Algjört hrap í lesskilningi íslenskra barna Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar sýna minni árangur nemenda í þátttökulöndum miðað við fyrri kannanir, meðal annars á öllum Norðurlöndum og árangurinn er minni á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Aðeins tvö af hverjum þremur fimmtán ára börnum búa yfir grunnhæfni í lesskilningi og aðeins 53 prósent pilta. 5. desember 2023 10:22
PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41