Flatey færir út kvíarnar og kaupir ísbúðir Árni Sæberg skrifar 7. desember 2023 17:09 Hluti starfsfólks og eigenda Gaeta og Flateyjar. Nú um mánaðarmótin tók félagið á bakvið Flatey pitsastaðina við rekstri ísbúða Gaeta Gelato, en Gaeta framleiðir ítalskan gelató-ís frá grunni úr hráefni frá Ítalíu og íslenskri mjólk. Gaeta var stofnað vorið 2020 af Bolognabúanum Michele Gaeta í samstarfi við vinafólk sem rekur gelatóbúðir þar í borg og hefur gert allt frá árinu 1991. Fyrsta ísbúðin og sú stærsta er á Aðalstræti 6 við Ingólfstorg en einnig má finna Gaeta í mathöllunum á Hlemmi og Höfða. Í búðunum má finna 24 tegundir af gelató hverju sinni, auk ýmissa kræsinga af ítölskum uppruna á borð við tiramisú, cannoli og babá. „Þetta er mjög spennandi. Við höfum verið landsins mestu aðdáendur Gaeta undanfarin ár enda vandfundinn ís af þessum kalíber hér á landi. Gelatóinn hefur verið boði á Flatey veitingastöðunum undanfarið og hefur sótt í sig veðrið hægt og bítandi, rétt eins og ísbúðirnar sjálfar,“ segir Haukur Már Gestsson einn af eigendum Flatey Pizza. Flatey Pizza var stofnað 2017 með opnun veitingastaðarins á Grandagarði, en Flatey býður upp á súrdeigspitsur í þeim stíl sem kenndur er við Napólíborg. Staðirnir eru nú fimm talsins auk systurstaðarins NEÓ á Hafnartorgi sem reiðir fram svokallaðar New York-Napólí pitsur. Flýta sér hægt Að sögn Hauks stendur ekki til að breyta miklu í bráð enda varan „hérumbil fullkomin og handbragð Michele og kollega í heimsklassa“. Hins vegar standi til að fjölga ísbúðum hægt og bítandi og efla úrvalið frá Gaeta í matvöruverslunum. „Fyrst og fremst viljum við halda áfram að breiða út fagnaðarerindið um alvöru ítalskan gelató eins og Michele hefur gert af kappi undanfarin ár. Michele hefur lagt líf og sál í ísgerðina sem á sér dygga fastakúnna en það má alveg örugglega fjölga þeim. Það væri gaman að auka úrvalið í verslunum og opna ef til vill eina eða tvær gelató-búðir til viðbótar á vel völdum stöðum á komandi misserum. Við sjáum hvað setur og flýtum okkur hægt.“ Fer aftur heim til Ítalíu Að sögn Michele fæddist ævintýri hans í ísbransanum hér á landi fljótlega eftir komuna, þegar kræla fór á söknuði hjá honum eftir ósviknum gelató eins þeim og finna má á götum Bologna. Hann lítur stoltur yfir farinn veg en telur nú vera kominn tími til að flytja aftur heim til Ítalíu. „Ég flutti til Íslands árið 2019, heillaðist af landi og þjóð og ákvað að ílengjast. Innan skamms fann ég til æpandi söknuðar eftir gelató eins og þú færð í Bologna. Gelato-ís hefur silkikenndari og mýkri áferð en hefðbundinn rjómaís ásamt því að vera þéttari í sér vegna þess hvernig hann er framleiddur. Eitt leiddi af öðru og í samstarfi við vinafólk frá Bologna opnuðum við búðina við Aðalstræti ári síðar og hófum ísframleiðslu þar, en þau hafa framleitt og selt gelató þar í borg í meira en 30 ár.“ Undanfarið hafi hann þó fundið að hann langaði að flytja aftur heim til Ítalíu og valið hafi í raun staðið á milli þess að reka fyrirtækið í fjarvinnu þaðan eða selja það öðrum sem gætu haldið vegferðinni áfram. „Ég kannaðist við Flatey teymið í gegnum sambýlið á Hlemmi mathöll og viðskipti með gelató fyrir veitingastaðina. Samtal okkar þróaðist smátt og smátt en á tiltölulega skömmum tíma varð þetta niðurstaðan. Ég er sannfærður um að Gaeta muni blómstra í höndum nýja teymisins“ segir Michele. Ís Matur Veitingastaðir Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Gaeta var stofnað vorið 2020 af Bolognabúanum Michele Gaeta í samstarfi við vinafólk sem rekur gelatóbúðir þar í borg og hefur gert allt frá árinu 1991. Fyrsta ísbúðin og sú stærsta er á Aðalstræti 6 við Ingólfstorg en einnig má finna Gaeta í mathöllunum á Hlemmi og Höfða. Í búðunum má finna 24 tegundir af gelató hverju sinni, auk ýmissa kræsinga af ítölskum uppruna á borð við tiramisú, cannoli og babá. „Þetta er mjög spennandi. Við höfum verið landsins mestu aðdáendur Gaeta undanfarin ár enda vandfundinn ís af þessum kalíber hér á landi. Gelatóinn hefur verið boði á Flatey veitingastöðunum undanfarið og hefur sótt í sig veðrið hægt og bítandi, rétt eins og ísbúðirnar sjálfar,“ segir Haukur Már Gestsson einn af eigendum Flatey Pizza. Flatey Pizza var stofnað 2017 með opnun veitingastaðarins á Grandagarði, en Flatey býður upp á súrdeigspitsur í þeim stíl sem kenndur er við Napólíborg. Staðirnir eru nú fimm talsins auk systurstaðarins NEÓ á Hafnartorgi sem reiðir fram svokallaðar New York-Napólí pitsur. Flýta sér hægt Að sögn Hauks stendur ekki til að breyta miklu í bráð enda varan „hérumbil fullkomin og handbragð Michele og kollega í heimsklassa“. Hins vegar standi til að fjölga ísbúðum hægt og bítandi og efla úrvalið frá Gaeta í matvöruverslunum. „Fyrst og fremst viljum við halda áfram að breiða út fagnaðarerindið um alvöru ítalskan gelató eins og Michele hefur gert af kappi undanfarin ár. Michele hefur lagt líf og sál í ísgerðina sem á sér dygga fastakúnna en það má alveg örugglega fjölga þeim. Það væri gaman að auka úrvalið í verslunum og opna ef til vill eina eða tvær gelató-búðir til viðbótar á vel völdum stöðum á komandi misserum. Við sjáum hvað setur og flýtum okkur hægt.“ Fer aftur heim til Ítalíu Að sögn Michele fæddist ævintýri hans í ísbransanum hér á landi fljótlega eftir komuna, þegar kræla fór á söknuði hjá honum eftir ósviknum gelató eins þeim og finna má á götum Bologna. Hann lítur stoltur yfir farinn veg en telur nú vera kominn tími til að flytja aftur heim til Ítalíu. „Ég flutti til Íslands árið 2019, heillaðist af landi og þjóð og ákvað að ílengjast. Innan skamms fann ég til æpandi söknuðar eftir gelató eins og þú færð í Bologna. Gelato-ís hefur silkikenndari og mýkri áferð en hefðbundinn rjómaís ásamt því að vera þéttari í sér vegna þess hvernig hann er framleiddur. Eitt leiddi af öðru og í samstarfi við vinafólk frá Bologna opnuðum við búðina við Aðalstræti ári síðar og hófum ísframleiðslu þar, en þau hafa framleitt og selt gelató þar í borg í meira en 30 ár.“ Undanfarið hafi hann þó fundið að hann langaði að flytja aftur heim til Ítalíu og valið hafi í raun staðið á milli þess að reka fyrirtækið í fjarvinnu þaðan eða selja það öðrum sem gætu haldið vegferðinni áfram. „Ég kannaðist við Flatey teymið í gegnum sambýlið á Hlemmi mathöll og viðskipti með gelató fyrir veitingastaðina. Samtal okkar þróaðist smátt og smátt en á tiltölulega skömmum tíma varð þetta niðurstaðan. Ég er sannfærður um að Gaeta muni blómstra í höndum nýja teymisins“ segir Michele.
Ís Matur Veitingastaðir Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira