Leita logandi ljósi að húsnæði fyrir hundrað grindvísk börn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. desember 2023 11:20 Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík ræddi stöðuna í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vísir/Arnar Um 380 Grindvíkingar, þar á meðal hundrað börn, eru ekki með öruggt húsnæði yfir jólahátíðina. Bæjarstjórinn segir allt gert til að finna húsnæði fyrir fólkið til lengri tíma. Aðventugleði Grindvíkinga fer fram síðdegis. Samkvæmt sérfræðingum á Veðurstofunni hafa líkur á eldgosi yfir kvikuganginum á Reykjanesi minnkað. Gögn bendi til þess að innflæði í kvikuganginn sem myndaðist þann 10. nóvember hafi líklega stöðvast þó að kvikusöfnun haldi áfram undir Svartsengi. Langi heim fyrir jól Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur segir marga íbúa langa til að komast heim sem fyrst. „Jú það eru margir sem vilja það helst af öllu að komast heim og ekki síst fyrir jólin. Það er hins vegar enn hættustig vegna jarðhræringa í Grindavík og meðan það er þá er ekki heimilt og alls ekki ráðlagt með tilliti til öryggis íbúa að fara og gista á staðnum, en þetta er vaktað mjög vel og menn tilbúnir til að veita leyfi þegar það er talið nægilega öruggt.“ Fundað sé á hverjum degi um þessi mál og staðan metin. Unnið sé hörðum höndum að því að kortleggja lagnakerfi en miklar skemmdir urðu á fráveitunni í bænum. Húsnæðismál eru þó helsta vandamál bæjarins en unnið er að því að finna húsnæði fyrir þá Grindvíkinga sem hafa ekki í örugg hús að venda á meðan þeir mega ekki snúa heim. „Það eru kannski rúmlega hundrað fjölskyldur sem eru í bráðri þörf fyrir húsnæði og hafa ekki öruggt húsnæði fram yfir hátíðarnar og það er unnið að því að leysa þennan vanda. Þetta eru kannski 380 Grindvíkingar og hátt upp í hundrað börn sem eru ekki með öruggt húsnæði sem er gríðarlegt vandamál og reynt núna að finna leiðir til að bæta þarna úr.“ Bærinn vinni að því að finna lausn ásamt ríkisstjórninni, stéttarfélögum og þeim leigufélögum sem falið var að vinna í þessum málum af hálfu ríkisstjórnarinnar. „Þannig það er verið að reyna að vinna úr þessum málum þannig það takist sem allra fyrst að koma þessum fjölskyldum í öruggt húsnæði til lengri tíma.“ Aðventugleði Grindvíkinga fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag. Hún hefst klukkan 15 og stendur til 17. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Húsnæðismál Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Minni líkur á eldgosi en fleiri kvikuhlaup enn líkleg Líkur á eldgosi yfir kvikuganginum sem myndaðist 10. nóvember hafa minnkað verulega. Enn er önnur hætta áfram til staðar á umbrotasvæðinu. Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og er líklegt að atburðarásin endurtaki sig. 6. desember 2023 15:10 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Sjá meira
Samkvæmt sérfræðingum á Veðurstofunni hafa líkur á eldgosi yfir kvikuganginum á Reykjanesi minnkað. Gögn bendi til þess að innflæði í kvikuganginn sem myndaðist þann 10. nóvember hafi líklega stöðvast þó að kvikusöfnun haldi áfram undir Svartsengi. Langi heim fyrir jól Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur segir marga íbúa langa til að komast heim sem fyrst. „Jú það eru margir sem vilja það helst af öllu að komast heim og ekki síst fyrir jólin. Það er hins vegar enn hættustig vegna jarðhræringa í Grindavík og meðan það er þá er ekki heimilt og alls ekki ráðlagt með tilliti til öryggis íbúa að fara og gista á staðnum, en þetta er vaktað mjög vel og menn tilbúnir til að veita leyfi þegar það er talið nægilega öruggt.“ Fundað sé á hverjum degi um þessi mál og staðan metin. Unnið sé hörðum höndum að því að kortleggja lagnakerfi en miklar skemmdir urðu á fráveitunni í bænum. Húsnæðismál eru þó helsta vandamál bæjarins en unnið er að því að finna húsnæði fyrir þá Grindvíkinga sem hafa ekki í örugg hús að venda á meðan þeir mega ekki snúa heim. „Það eru kannski rúmlega hundrað fjölskyldur sem eru í bráðri þörf fyrir húsnæði og hafa ekki öruggt húsnæði fram yfir hátíðarnar og það er unnið að því að leysa þennan vanda. Þetta eru kannski 380 Grindvíkingar og hátt upp í hundrað börn sem eru ekki með öruggt húsnæði sem er gríðarlegt vandamál og reynt núna að finna leiðir til að bæta þarna úr.“ Bærinn vinni að því að finna lausn ásamt ríkisstjórninni, stéttarfélögum og þeim leigufélögum sem falið var að vinna í þessum málum af hálfu ríkisstjórnarinnar. „Þannig það er verið að reyna að vinna úr þessum málum þannig það takist sem allra fyrst að koma þessum fjölskyldum í öruggt húsnæði til lengri tíma.“ Aðventugleði Grindvíkinga fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag. Hún hefst klukkan 15 og stendur til 17.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Húsnæðismál Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Minni líkur á eldgosi en fleiri kvikuhlaup enn líkleg Líkur á eldgosi yfir kvikuganginum sem myndaðist 10. nóvember hafa minnkað verulega. Enn er önnur hætta áfram til staðar á umbrotasvæðinu. Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og er líklegt að atburðarásin endurtaki sig. 6. desember 2023 15:10 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Sjá meira
Minni líkur á eldgosi en fleiri kvikuhlaup enn líkleg Líkur á eldgosi yfir kvikuganginum sem myndaðist 10. nóvember hafa minnkað verulega. Enn er önnur hætta áfram til staðar á umbrotasvæðinu. Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og er líklegt að atburðarásin endurtaki sig. 6. desember 2023 15:10
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði