Jólagjöf ársins 2023 Birgitta Steingrímsdóttir, Hildur Mist Friðjónsdóttir og Þorbjörg Sandra Bakke skrifa 7. desember 2023 11:00 Samverustund er jólagjöf ársins samkvæmt Rannsóknarsetri verslunarinnar. Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur og umhverfið! Rannsóknir sýna að þau sem leggja áherslu á samveru, gæðastundir og umhverfisvænni neysluvenjur eru almennt ánægðari með jólin heldur en þau sem leggja áherslu á að eyða peningum og þiggja gjafir. Við hjá Saman gegn sóun deilum hér hugmyndum að gjöfum sem gefa: Gefum samveru. Gjafakort upp á næturpössun er dæmi um gjöf sem gleður þvert á kynslóðir. Þá er einnig hugulsamt að bjóða í mat til sín eða gefa gjafakort upp á kósíkvöld, göngutúr, fjallgöngu o.s.frv. Gefum upplifun. Bjóðum í leikhús, á tónleika, á námskeið eða í ferð með útivistarfélagi, svo fátt eitt sé nefnt. Gefum til góðgerðarmála. Öll þekkjum við fólk sem á allt og vantar ekkert. Gefum til góðs málefnis í þeirra nafni og sendum þeim kort sem útskýrir hvernig gjöfin mun nýtast til góðs. Gefum heimatilbúna gjöf. Heimatilbúin gjöf gefur á alveg sérstakan hátt. Hvar liggja hæfileikarnir? Í prjónaskap, sultugerð eða listum? Gefum áskrift. Það hittir í mark hjá mörgum að fá áskrift að góðri sjónvarpsrás eða jafnvel streymisveitu með sjónvarpsefni, hljóðbókum eða tónlist. Gefum notað. Munum að notaðar gjafir eru góðar gjafir, og það á ekki síst við um gjafir til barna. Börnum stendur á sama um umbúðir, skilamiða eða verðmiða og um að gera að leyfa heilum leikföngum og bókum að finna nýtt heimili um jólin. Fyrir fullorðna getur líka verið skemmtilegt að fá góða bók sem gefandinn hefur lesið og loforð um bókaspjall eftir lesturinn. Gefum það sem vantar. Spyrjum þiggjandann hvort hann vanti eitthvað. Stundum er ekkert betra en að fá akkúrat það sem vantar. Njótum augnabliksins, lágmörkum stress og streitu og höldum hátíðirnar í sátt við umhverfið. Saman gegn sóun um jólin <3 Höfundar eru sérfræðingar á sviði loftslags og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Umhverfismál Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Samverustund er jólagjöf ársins samkvæmt Rannsóknarsetri verslunarinnar. Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur og umhverfið! Rannsóknir sýna að þau sem leggja áherslu á samveru, gæðastundir og umhverfisvænni neysluvenjur eru almennt ánægðari með jólin heldur en þau sem leggja áherslu á að eyða peningum og þiggja gjafir. Við hjá Saman gegn sóun deilum hér hugmyndum að gjöfum sem gefa: Gefum samveru. Gjafakort upp á næturpössun er dæmi um gjöf sem gleður þvert á kynslóðir. Þá er einnig hugulsamt að bjóða í mat til sín eða gefa gjafakort upp á kósíkvöld, göngutúr, fjallgöngu o.s.frv. Gefum upplifun. Bjóðum í leikhús, á tónleika, á námskeið eða í ferð með útivistarfélagi, svo fátt eitt sé nefnt. Gefum til góðgerðarmála. Öll þekkjum við fólk sem á allt og vantar ekkert. Gefum til góðs málefnis í þeirra nafni og sendum þeim kort sem útskýrir hvernig gjöfin mun nýtast til góðs. Gefum heimatilbúna gjöf. Heimatilbúin gjöf gefur á alveg sérstakan hátt. Hvar liggja hæfileikarnir? Í prjónaskap, sultugerð eða listum? Gefum áskrift. Það hittir í mark hjá mörgum að fá áskrift að góðri sjónvarpsrás eða jafnvel streymisveitu með sjónvarpsefni, hljóðbókum eða tónlist. Gefum notað. Munum að notaðar gjafir eru góðar gjafir, og það á ekki síst við um gjafir til barna. Börnum stendur á sama um umbúðir, skilamiða eða verðmiða og um að gera að leyfa heilum leikföngum og bókum að finna nýtt heimili um jólin. Fyrir fullorðna getur líka verið skemmtilegt að fá góða bók sem gefandinn hefur lesið og loforð um bókaspjall eftir lesturinn. Gefum það sem vantar. Spyrjum þiggjandann hvort hann vanti eitthvað. Stundum er ekkert betra en að fá akkúrat það sem vantar. Njótum augnabliksins, lágmörkum stress og streitu og höldum hátíðirnar í sátt við umhverfið. Saman gegn sóun um jólin <3 Höfundar eru sérfræðingar á sviði loftslags og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar