„Ég óttast um börnin, að þau endi á sama stað“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 6. desember 2023 20:07 „Við viljum ekki búa börnunum okkar aukinn ójöfnuð eða samfélag þar sem sára fátækt viðgengst. Það er nauðsynlegt að breyta því,“ segir formaður ÖBÍ. Vísir/Vilhelm Formaður ÖBÍ réttindasamtaka segir að börn séu helstu fórnarlömbin í sárri fátækt og nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til ráðstafana svo fjölskyldur þeirra komist út úr henni. Umsjónaraðili Hjálparstarfs kirkjunnar tekur í sama streng og segir þann hóp sem leiti til sín fara stækkandi. Alþýðusamband Íslands vekur athygli á að staða einhleypra foreldra með fötlun sé sérstaklega alvarleg. Langstærsti hluti þeirra tuttugu þúsund Íslendinga sem þurfa að reiða sig á lífeyri eða styrk vegna örorku eða endurhæfingar á erfitt með að ná endum saman eða 75 prósent. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem var birt í dag. Þriðjungur glímir svo við fátækt en hlutfallið hækkar í sextíu prósent fyrir einhleypa foreldra. „Það er að koma til okkar yngra fólk, með börn, vegna þess að þau ná ekki endum saman,“ segir Vilborg Oddsdóttir, sem heldur utan um innra starf Hjálparstarfs kirkjunnar. Að sögn Vilborgar felast stærstu áskoranirnar í hinum almenna leigumarkaði. „Fólk á bara ekkert eftir þegar það er búið.“ Þar á eftir komi matarkarfan, og í desember komi viðbótaráskoranir þar sem að fólk eigi erfitt með að taka þátt í jólunum. „Það er mjög erfitt þegar þú átt ekki pening fyrir því og börnin sín.“ „Ég er búinn að vera hjá hjálparstarfinu í tuttugu ár og það er fólk að koma hér sem er búið að vera á örorkulífeyri öll þessi tuttugu ár. Þeir sem eru á lægstu laununum eða atvinnulausir koma kannski tímabundið en fara svo aftur, en fólk sem er örorkulífeyri er fast þarna,“ segir Vilborg og bætir við að henni finnist lítið gert fyrir þetta fólk svo það geti bætt stöðu sína. „Ég óttast um börnin, að þau endi á sama stað.“ Hefur áhyggjur af börnunum Í rannsókninni kemur fram að níu af hverjum tíu einhleypum foreldrum á erfitt með að ná endum saman og 62 prósent foreldra í sambúð. Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ réttindasamtaka segir stöðuna afar alvarlega þegar kemur að börnum þessara hópa. „Niðurstöður rannsóknarinnar eru sláandi. Verst er alltaf þegar maður hugsar um börnin, því þarna eru börn undir. Það er stór hópur einstæðra foreldra og fólks í sambúð sem á afar erfitt með að ná endum saman. Við verðum að líta það mjög alvarlegum augum. Við viljum ekki búa börnunum okkar aukinn ójöfnuð eða samfélag þar sem sára fátækt viðgengst. Það er nauðsynlegt að breyta því,“ segir Alma. Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ réttindasamtaka segir stöðuna afar alvarlega þegar kemur að börnum þessara hópa. Vísir Staða einhleypra sérstaklega alvarleg Alþýðusamband Ísland vakti athygli á málinu í dag en í tilkynningu þeirra þar sem kemur fram að þrátt fyrir að Ísland standi vel á öllum alþjóðlegum mælikvörðum um efnahag og mikill jöfnuður mælist hér ríki kerfisbundinn vandi þegar kemur að stöðu og lífsskilyrðum fatlaðs fólks. Stór hluti þess búi við sára fátækt og lífsskilyrði lífeyristaka séu töluvert verri en launafólks. Tæplega sjö af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum 80 þúsund kr. útgjöldum án þess að efna til skuldar og meira en helmingur meti fjárhagsstöðu sína verri nú en fyrir ári síðan. Staða einhleypra foreldra sé sérstaklega alvarleg. Inga Sæland formaður Flokks fólksins var meðal þeirra sem ræddi skýrsluna á Alþingi í dag og sendi ríkisstjórninni tóninn vegna málsins. Málefni fatlaðs fólks Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Langstærsti hluti þeirra tuttugu þúsund Íslendinga sem þurfa að reiða sig á lífeyri eða styrk vegna örorku eða endurhæfingar á erfitt með að ná endum saman eða 75 prósent. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem var birt í dag. Þriðjungur glímir svo við fátækt en hlutfallið hækkar í sextíu prósent fyrir einhleypa foreldra. „Það er að koma til okkar yngra fólk, með börn, vegna þess að þau ná ekki endum saman,“ segir Vilborg Oddsdóttir, sem heldur utan um innra starf Hjálparstarfs kirkjunnar. Að sögn Vilborgar felast stærstu áskoranirnar í hinum almenna leigumarkaði. „Fólk á bara ekkert eftir þegar það er búið.“ Þar á eftir komi matarkarfan, og í desember komi viðbótaráskoranir þar sem að fólk eigi erfitt með að taka þátt í jólunum. „Það er mjög erfitt þegar þú átt ekki pening fyrir því og börnin sín.“ „Ég er búinn að vera hjá hjálparstarfinu í tuttugu ár og það er fólk að koma hér sem er búið að vera á örorkulífeyri öll þessi tuttugu ár. Þeir sem eru á lægstu laununum eða atvinnulausir koma kannski tímabundið en fara svo aftur, en fólk sem er örorkulífeyri er fast þarna,“ segir Vilborg og bætir við að henni finnist lítið gert fyrir þetta fólk svo það geti bætt stöðu sína. „Ég óttast um börnin, að þau endi á sama stað.“ Hefur áhyggjur af börnunum Í rannsókninni kemur fram að níu af hverjum tíu einhleypum foreldrum á erfitt með að ná endum saman og 62 prósent foreldra í sambúð. Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ réttindasamtaka segir stöðuna afar alvarlega þegar kemur að börnum þessara hópa. „Niðurstöður rannsóknarinnar eru sláandi. Verst er alltaf þegar maður hugsar um börnin, því þarna eru börn undir. Það er stór hópur einstæðra foreldra og fólks í sambúð sem á afar erfitt með að ná endum saman. Við verðum að líta það mjög alvarlegum augum. Við viljum ekki búa börnunum okkar aukinn ójöfnuð eða samfélag þar sem sára fátækt viðgengst. Það er nauðsynlegt að breyta því,“ segir Alma. Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ réttindasamtaka segir stöðuna afar alvarlega þegar kemur að börnum þessara hópa. Vísir Staða einhleypra sérstaklega alvarleg Alþýðusamband Ísland vakti athygli á málinu í dag en í tilkynningu þeirra þar sem kemur fram að þrátt fyrir að Ísland standi vel á öllum alþjóðlegum mælikvörðum um efnahag og mikill jöfnuður mælist hér ríki kerfisbundinn vandi þegar kemur að stöðu og lífsskilyrðum fatlaðs fólks. Stór hluti þess búi við sára fátækt og lífsskilyrði lífeyristaka séu töluvert verri en launafólks. Tæplega sjö af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum 80 þúsund kr. útgjöldum án þess að efna til skuldar og meira en helmingur meti fjárhagsstöðu sína verri nú en fyrir ári síðan. Staða einhleypra foreldra sé sérstaklega alvarleg. Inga Sæland formaður Flokks fólksins var meðal þeirra sem ræddi skýrsluna á Alþingi í dag og sendi ríkisstjórninni tóninn vegna málsins.
Málefni fatlaðs fólks Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira