Glæpur og refsing kvenna í samtímanum Kristín I. Pálsdóttir og Helena Bragadóttir skrifa 8. desember 2023 09:00 Nýlega tilkynnti dómsmálaráðherra um „stórtækar umbætur í fangelsismálum, með uppbyggingu nýs fangelsis, fjölgun rýma á Sogni og endurskoðun fullnustulaga“. Fá kerfi, ef nokkur, bera skýrari merki mismunandi stöðu kynjanna en réttarvörslukerfið þar sem konur eru um 10% þeirra sem koma til kasta þess. Leið kvenna og karla inn í réttarvörslukerfið er mjög ólík og t.d. er fátítt að konur séu þar vegna ofbeldisdóma. Til marks um ósýnileika kvenna í afbrotatölfræði hefur hún ekki verið aðgengileg í opinberum gögnum Fangelsismálastofnunar heldur falin í ókyngreindri tölfræði þrátt fyrir það markmið jafnréttislaga að tölfræðiupplýsingar séu greindar eftir kyni. Nýlega hefur þó verið kallað eftir afbrotatölfræði um konur á Íslandi á Alþingi. Þar sést að á árunum 2010 til 2020 voru langalgengustu ástæður refsidóma kvenna auðgunarbrot, 26%, og vímuefnabrot, 41%, en ofbeldisbrot voru 1%. Hugtakið „epistemologies of ignorance", eða þekkingarfræði sem byggir á þekkingarskorti, hefur verið notað til að lýsa því að meðferð kvenna hefur fram á okkar daga byggt á þekkingarskorti á sérstökum þörfum kvenna. Þekkt er að rannsóknir á meðferð og úrræðum byggjast oftar en ekki á viðtölum og tölfræði þar sem eingöngu er rætt eða stuðst við gögn um karlmenn. Nú er tækifæri til að byggja upp úrræði sem eru viðeigandi, byggja á þekkingu, eru til betrunar fyrir þær konur sem fá refsidóma og þar með samfélaginu, og börnum þeirra sem hlut eiga að máli, í hag. Konur í fangelsum hafa iðulega orðið fyrir mun alvarlegri glæpum en þeim sem þær eru sakaðar um að hafa framið. Rannsóknir sýna að þær hafa orðið fyrir margvíslegu ofbeldi, yfir helmingur hefur sætt misnotkun og ofbeldi í æsku. Þær hafa því margar búið við margvíslegar refsingar frá fæðingu. Birtingarmynd þess að búa við langvarandi margvíslegt ofbeldi kemur fram í mun verri líkamlegri og andlegri heilsu og þá er ástæða þess að konur komast í kast við lögin iðulega tengd félagslegum aðstæðum eins og fátækt, heimilisleysi og vímuefnavanda. Nú þegar ráðist er í endurskipulagningu og umbætur í fangelsismálum er nauðsynlegt að skoða stöðu kvenna í refsikerfinu sérstaklega út frá nýrri þekkingu og tilmælum alþjóðastofnana, sbr. Bangkok-reglur Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslu um áskoranir í vímuefnamálum sem Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna gaf út í september er sérstaklega fjallað um konur í refsikerfinu og fíkniefni og bent á þátt fátæktar og þvingana sem endurspegla kerfisbundið kynjamisrétti í samfélaginu almennt. Fæstar konur eiga heima í öryggisfangelsum og hugsa þarf frá grunni ástæður og markmið með refsivist kvenna og móta úrræði í samræmi við bestu þekkingu. Líta má til nýsköpunarverkefnis í Wales þar sem á að byggja upp nýja tegund úrræða fyrir konur í samræmi við að í Bretlandi hafa 60% kvenna í varðhaldi orðið fyrir heimilisofbeldi og 50% eiga við vímuefnavanda að stríða. Kynjaskipting er frumforsenda í vistun kvenna og þær ætti ekki að vista í nálægð við vistunarúrræði karla, slíkt fyrirkomulag skapar ekki öryggi heldur togstreitu. Konurnar þurfa að hafa gott aðgengi að þverfaglegri gagnreyndri vímuefna- og geðheilsuþjónustu og endurhæfingu og koma þarf í veg fyrir félagslega einangrun með því að vista þær nálægt heimili sínu. Ef ætlun kerfisins er að sporna gegn brotastarfsemi og vinna samkvæmt betrunarhugmyndum þarf síðast en ekki síst að huga að því hvað tekur við eftir refsivist. Kristín er talskona Rótarinnar og Helena er geðhjúkrunarfræðingur. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Fangelsismál Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Nýlega tilkynnti dómsmálaráðherra um „stórtækar umbætur í fangelsismálum, með uppbyggingu nýs fangelsis, fjölgun rýma á Sogni og endurskoðun fullnustulaga“. Fá kerfi, ef nokkur, bera skýrari merki mismunandi stöðu kynjanna en réttarvörslukerfið þar sem konur eru um 10% þeirra sem koma til kasta þess. Leið kvenna og karla inn í réttarvörslukerfið er mjög ólík og t.d. er fátítt að konur séu þar vegna ofbeldisdóma. Til marks um ósýnileika kvenna í afbrotatölfræði hefur hún ekki verið aðgengileg í opinberum gögnum Fangelsismálastofnunar heldur falin í ókyngreindri tölfræði þrátt fyrir það markmið jafnréttislaga að tölfræðiupplýsingar séu greindar eftir kyni. Nýlega hefur þó verið kallað eftir afbrotatölfræði um konur á Íslandi á Alþingi. Þar sést að á árunum 2010 til 2020 voru langalgengustu ástæður refsidóma kvenna auðgunarbrot, 26%, og vímuefnabrot, 41%, en ofbeldisbrot voru 1%. Hugtakið „epistemologies of ignorance", eða þekkingarfræði sem byggir á þekkingarskorti, hefur verið notað til að lýsa því að meðferð kvenna hefur fram á okkar daga byggt á þekkingarskorti á sérstökum þörfum kvenna. Þekkt er að rannsóknir á meðferð og úrræðum byggjast oftar en ekki á viðtölum og tölfræði þar sem eingöngu er rætt eða stuðst við gögn um karlmenn. Nú er tækifæri til að byggja upp úrræði sem eru viðeigandi, byggja á þekkingu, eru til betrunar fyrir þær konur sem fá refsidóma og þar með samfélaginu, og börnum þeirra sem hlut eiga að máli, í hag. Konur í fangelsum hafa iðulega orðið fyrir mun alvarlegri glæpum en þeim sem þær eru sakaðar um að hafa framið. Rannsóknir sýna að þær hafa orðið fyrir margvíslegu ofbeldi, yfir helmingur hefur sætt misnotkun og ofbeldi í æsku. Þær hafa því margar búið við margvíslegar refsingar frá fæðingu. Birtingarmynd þess að búa við langvarandi margvíslegt ofbeldi kemur fram í mun verri líkamlegri og andlegri heilsu og þá er ástæða þess að konur komast í kast við lögin iðulega tengd félagslegum aðstæðum eins og fátækt, heimilisleysi og vímuefnavanda. Nú þegar ráðist er í endurskipulagningu og umbætur í fangelsismálum er nauðsynlegt að skoða stöðu kvenna í refsikerfinu sérstaklega út frá nýrri þekkingu og tilmælum alþjóðastofnana, sbr. Bangkok-reglur Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslu um áskoranir í vímuefnamálum sem Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna gaf út í september er sérstaklega fjallað um konur í refsikerfinu og fíkniefni og bent á þátt fátæktar og þvingana sem endurspegla kerfisbundið kynjamisrétti í samfélaginu almennt. Fæstar konur eiga heima í öryggisfangelsum og hugsa þarf frá grunni ástæður og markmið með refsivist kvenna og móta úrræði í samræmi við bestu þekkingu. Líta má til nýsköpunarverkefnis í Wales þar sem á að byggja upp nýja tegund úrræða fyrir konur í samræmi við að í Bretlandi hafa 60% kvenna í varðhaldi orðið fyrir heimilisofbeldi og 50% eiga við vímuefnavanda að stríða. Kynjaskipting er frumforsenda í vistun kvenna og þær ætti ekki að vista í nálægð við vistunarúrræði karla, slíkt fyrirkomulag skapar ekki öryggi heldur togstreitu. Konurnar þurfa að hafa gott aðgengi að þverfaglegri gagnreyndri vímuefna- og geðheilsuþjónustu og endurhæfingu og koma þarf í veg fyrir félagslega einangrun með því að vista þær nálægt heimili sínu. Ef ætlun kerfisins er að sporna gegn brotastarfsemi og vinna samkvæmt betrunarhugmyndum þarf síðast en ekki síst að huga að því hvað tekur við eftir refsivist. Kristín er talskona Rótarinnar og Helena er geðhjúkrunarfræðingur. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun