Egeland kallar aðgerðir Ísraela verstu árásir okkar tíma Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 6. desember 2023 07:01 Egeland segir söguna munu dæma þau ríki sem sjá Ísraelum fyrir vopnum. Getty/SOPA/LightRocket/Attila Husejnow Jan Egeland, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs og einn af arkítektum Oslóarsamkomulagsins sem á sínum tíma tókst að koma á friði á milli Ísraela og Palestínumanna, gagnrýnir harðlega þær þjóðir sem sjá Ísraelsmönnum fyrir vopnum. Egeland fer nú fyrir hjálparstofnun sem heitir Norska flóttamannaráðið og í yfirlýsingu segir hann að aðgerðir Ísraela nú, þar sem verið sé að jafna Gasa svæðið við jörðu, séu á meðal verstu árása sem gerðar hafi verið á óbreytta borgara á okkar tímum. Í yfirlýsingunni fordæmir Egeland árásir Hamas á ísraelska borgara en segir að viðbrögð ísraelskra stjórnvalda sé ekki hægt að líta á sem sjálfsvörn við þeirri árás. „Lönd sem sjá Ísraelum fyrir vopnum verða að átta sig á því að þetta mannfall óbreyttra borgara mun að eilífu sverta mannorð þeirra,“ segir Egeland og bætir við að þessi lönd verði að þrýsta nú þegar á um vopnahlé á svæðinu. Tugir Palestínumanna eru sagðir hafa fallið í loftárásum Ísraela á hús í bænum Deir al-Balah í nótt. Bærinn er í miðhluta Gasa og í húsunum bjó fólk sem þegar hafði flúið heimili sín annars staðar. Forstjóri spítala á svæðinu segir að 45 lík hafi verið flutt á sjúkrahúsið og blaðamaður AP fréttaveitunnar segist hafa talið 34 lík, þar af sex börn hið minnsta. Í suðurhlutanum segja vitni við Reuters að árás hafi verið gerð á skóla í borginni Khan Younis. Hundruð flóttamanna voru í skólanum en óljóst er um fjölda látinna. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Sjá meira
Egeland fer nú fyrir hjálparstofnun sem heitir Norska flóttamannaráðið og í yfirlýsingu segir hann að aðgerðir Ísraela nú, þar sem verið sé að jafna Gasa svæðið við jörðu, séu á meðal verstu árása sem gerðar hafi verið á óbreytta borgara á okkar tímum. Í yfirlýsingunni fordæmir Egeland árásir Hamas á ísraelska borgara en segir að viðbrögð ísraelskra stjórnvalda sé ekki hægt að líta á sem sjálfsvörn við þeirri árás. „Lönd sem sjá Ísraelum fyrir vopnum verða að átta sig á því að þetta mannfall óbreyttra borgara mun að eilífu sverta mannorð þeirra,“ segir Egeland og bætir við að þessi lönd verði að þrýsta nú þegar á um vopnahlé á svæðinu. Tugir Palestínumanna eru sagðir hafa fallið í loftárásum Ísraela á hús í bænum Deir al-Balah í nótt. Bærinn er í miðhluta Gasa og í húsunum bjó fólk sem þegar hafði flúið heimili sín annars staðar. Forstjóri spítala á svæðinu segir að 45 lík hafi verið flutt á sjúkrahúsið og blaðamaður AP fréttaveitunnar segist hafa talið 34 lík, þar af sex börn hið minnsta. Í suðurhlutanum segja vitni við Reuters að árás hafi verið gerð á skóla í borginni Khan Younis. Hundruð flóttamanna voru í skólanum en óljóst er um fjölda látinna.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Sjá meira