Hvar stendur Framsókn? Yousef Ingi Tamimi skrifar 6. desember 2023 11:00 „Þingflokkur Framsóknarflokks fordæmir harðlega árásir ísraelska hersins á Palestínumenn á Gaza ströndinni. Fórnarlömbin eru helst íbúar Palestínu, óbreyttir borgarar, konur og börn. Árásir ísraelska hersins eru gróft brot á alþjóðasamningum, alþjóðalögum og glæpur gegn mannúð.“ - Framsóknarflokkurinn, 2021. Þann 9 nóvember síðastliðinn samþykkti ríkisstjórn Íslands samhljóða ályktun um ákall til vopnahlés. Að fjórum vikum liðnum frá samþykki ályktunarinnar hefur ástandið versnað til muna en íslenskir ráðamenn hafa ennþá ekki séð ástæðu til að setja meiri þrýsting á ísraelsku ríkisstjórnina. Nú hafa árásirnar á Gaza staðið yfir í 9 vikur. Fleiri en 15.500 almennir borgarar á Gaza hafa verið drepnir í árásum ísraelska hersins - þúsundir liggja ennþá undir rústum húsa. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir að hungursneyð sé yfirvofandi en nær allur flutningur á mat, vatni og rafmagni síðastliðna tvo mánuði hefur verið stöðvaður. Síðustu daga hefur Ísrael fært stórsókn sína lengra suður á það svæði sem það sannfærði Palestínumenn að væri öruggt. Nú er því 1,8 milljón Palestínumanna á vergangi, helmingur þeirra eru börn, innilokuð á svæði sem er minni en alþjóðflugvöllurinn Heathrow i London og sprengjum rignir linnulaust á þau og allt í kringum þau. Sjúkrahús, flóttamannabúðir, háskólar og jafnvel bakarí hafa miskunnarlaust verið sprengt í loft upp. Það virðist nokkuð ljóst að leiðtogar ríkisstjórnar okkar hafa brugðist. Það tók langan tíma til að bregðast við þeim árásum Ísraels á Gaza á meðan það tók þau innan við sólarhring að bregðast við árásum Hamas á Ísrael. Á Gaza hafa 15 sinnum fleiri verið drepnir í miskunnarlausum sprengjuárásum ísraelska hersins - þjóðarmorð sem hefur átt sér stað frá því 7 október. Þjóðernishreinsanir sem hafa átt sér stað síðastliðin 75 ár. Í allri umræðunni gleymist það að Ísrael er að hernema annað land og hefur gert það í yfir 75 ár. Það gleymist að minnast á að árlega handtekur og fangelsar Ísrael milli 500-700 börn - fangelsisdómur fyrir að kasta stein í átt að ísraelskum hermanni getur verið allt að 20 ár. Það gleymist í umræðunni að ítrekað hafa palestínskar konur verið beittar kynferðisofbeldi af hálfu ísraelskra hermanna. Það gleymist oft að landræningjar ráðast ítrekað á landsvæði og drepa Palestínumenn, brenna þau lifandi, eyðileggja uppskeru og eignir. Ísrael rýmdi Al-Nasr barnasjúkrahúsið með vopnavaldi og lofaði brottflutningi á börnum sem þurftu meðferð í hitakössum. Raunin var önnur og skildi Ísrael börnin eftir til þess að deyja hægum og kvalarfullum dauðdaga. Ísrael ætlar ekki að sýna Palestínumönnum neina miskunn en opinbert markmið Ísrael er að jafna Gaza við jörðu. Ísrael hefur farið víða að reyna sannfæra arabaríkin og leiðtoga Evrópu að taka á móti Palestínufólkinu - þjóðernishreinsanir en undir nafninu “valfrjáls brottflutningur”. Morðæði Netanyahu á sér engin mörk og hafa Palestínumenn lýst skelfilegum aðstæðum þar sem börn eru sundurlimuð í sprengjuregni, skurðaðgerðir og keisaraskurðir framkvæmdar án viðeigandi verkjastillingar og matur og vatn af skornum skammti. Heilbrigðiskerfið er hrunið. Samfélagið er hrunið. En hvar er Framsókn? Undanfarnar mánuði hefur lítið heyrst í Framsóknarflokknum þrátt fyrir að sitja í ríkisstjórn. Þögn þeirra er þrúgandi og gefur til kynna að ætla mætti að Framsókn styðji með óbeinum hætti aðgerðir Ísraels gegn saklausum borgurum í Palestínu. Ef raunin er sú þá væri það stefnubreyting hjá flokknum en við vitum að árið 2021 fordæmdu þau árásir Ísraels á Gaza og Framsókn hefur lengi talað fyrir frelsi og réttlæti fyrir íbúa Palestínu. Í raun með þeim áhersluþunga að tveir fyrrverandi forsætisráðherra og Framsóknarmenn, Steingrímur Hermannsson og Halldór Ásgrímsson fóru á fund með Arafat, sá fyrrnefndi í Túnis og hin seinni í Ramallah. Nú þegar tala látinna og myrtra barna í Palestínu hækkar. Nú þegar Ísrael viljandi skilur börn eftir til að deyja. Nú þegar yfirvofandi er hungursneyð í Palestínu. Nú þegar milljónir eru á flótta. Nú þegar Ísrael jafnar Gaza við jörðu. Þá er spurning hvort að Framsókn standi með eða gegn þjóðarmorðum á Palestínsku þjóðinni? Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Yousef Ingi Tamimi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
„Þingflokkur Framsóknarflokks fordæmir harðlega árásir ísraelska hersins á Palestínumenn á Gaza ströndinni. Fórnarlömbin eru helst íbúar Palestínu, óbreyttir borgarar, konur og börn. Árásir ísraelska hersins eru gróft brot á alþjóðasamningum, alþjóðalögum og glæpur gegn mannúð.“ - Framsóknarflokkurinn, 2021. Þann 9 nóvember síðastliðinn samþykkti ríkisstjórn Íslands samhljóða ályktun um ákall til vopnahlés. Að fjórum vikum liðnum frá samþykki ályktunarinnar hefur ástandið versnað til muna en íslenskir ráðamenn hafa ennþá ekki séð ástæðu til að setja meiri þrýsting á ísraelsku ríkisstjórnina. Nú hafa árásirnar á Gaza staðið yfir í 9 vikur. Fleiri en 15.500 almennir borgarar á Gaza hafa verið drepnir í árásum ísraelska hersins - þúsundir liggja ennþá undir rústum húsa. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir að hungursneyð sé yfirvofandi en nær allur flutningur á mat, vatni og rafmagni síðastliðna tvo mánuði hefur verið stöðvaður. Síðustu daga hefur Ísrael fært stórsókn sína lengra suður á það svæði sem það sannfærði Palestínumenn að væri öruggt. Nú er því 1,8 milljón Palestínumanna á vergangi, helmingur þeirra eru börn, innilokuð á svæði sem er minni en alþjóðflugvöllurinn Heathrow i London og sprengjum rignir linnulaust á þau og allt í kringum þau. Sjúkrahús, flóttamannabúðir, háskólar og jafnvel bakarí hafa miskunnarlaust verið sprengt í loft upp. Það virðist nokkuð ljóst að leiðtogar ríkisstjórnar okkar hafa brugðist. Það tók langan tíma til að bregðast við þeim árásum Ísraels á Gaza á meðan það tók þau innan við sólarhring að bregðast við árásum Hamas á Ísrael. Á Gaza hafa 15 sinnum fleiri verið drepnir í miskunnarlausum sprengjuárásum ísraelska hersins - þjóðarmorð sem hefur átt sér stað frá því 7 október. Þjóðernishreinsanir sem hafa átt sér stað síðastliðin 75 ár. Í allri umræðunni gleymist það að Ísrael er að hernema annað land og hefur gert það í yfir 75 ár. Það gleymist að minnast á að árlega handtekur og fangelsar Ísrael milli 500-700 börn - fangelsisdómur fyrir að kasta stein í átt að ísraelskum hermanni getur verið allt að 20 ár. Það gleymist í umræðunni að ítrekað hafa palestínskar konur verið beittar kynferðisofbeldi af hálfu ísraelskra hermanna. Það gleymist oft að landræningjar ráðast ítrekað á landsvæði og drepa Palestínumenn, brenna þau lifandi, eyðileggja uppskeru og eignir. Ísrael rýmdi Al-Nasr barnasjúkrahúsið með vopnavaldi og lofaði brottflutningi á börnum sem þurftu meðferð í hitakössum. Raunin var önnur og skildi Ísrael börnin eftir til þess að deyja hægum og kvalarfullum dauðdaga. Ísrael ætlar ekki að sýna Palestínumönnum neina miskunn en opinbert markmið Ísrael er að jafna Gaza við jörðu. Ísrael hefur farið víða að reyna sannfæra arabaríkin og leiðtoga Evrópu að taka á móti Palestínufólkinu - þjóðernishreinsanir en undir nafninu “valfrjáls brottflutningur”. Morðæði Netanyahu á sér engin mörk og hafa Palestínumenn lýst skelfilegum aðstæðum þar sem börn eru sundurlimuð í sprengjuregni, skurðaðgerðir og keisaraskurðir framkvæmdar án viðeigandi verkjastillingar og matur og vatn af skornum skammti. Heilbrigðiskerfið er hrunið. Samfélagið er hrunið. En hvar er Framsókn? Undanfarnar mánuði hefur lítið heyrst í Framsóknarflokknum þrátt fyrir að sitja í ríkisstjórn. Þögn þeirra er þrúgandi og gefur til kynna að ætla mætti að Framsókn styðji með óbeinum hætti aðgerðir Ísraels gegn saklausum borgurum í Palestínu. Ef raunin er sú þá væri það stefnubreyting hjá flokknum en við vitum að árið 2021 fordæmdu þau árásir Ísraels á Gaza og Framsókn hefur lengi talað fyrir frelsi og réttlæti fyrir íbúa Palestínu. Í raun með þeim áhersluþunga að tveir fyrrverandi forsætisráðherra og Framsóknarmenn, Steingrímur Hermannsson og Halldór Ásgrímsson fóru á fund með Arafat, sá fyrrnefndi í Túnis og hin seinni í Ramallah. Nú þegar tala látinna og myrtra barna í Palestínu hækkar. Nú þegar Ísrael viljandi skilur börn eftir til að deyja. Nú þegar yfirvofandi er hungursneyð í Palestínu. Nú þegar milljónir eru á flótta. Nú þegar Ísrael jafnar Gaza við jörðu. Þá er spurning hvort að Framsókn standi með eða gegn þjóðarmorðum á Palestínsku þjóðinni? Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun