Forystufólk ASÍ og SA segir alla þurfa að leggjast á eitt Heimir Már Pétursson skrifar 5. desember 2023 19:21 Forystufólk Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins er sammála um að gera eigi nýja langtíma kjarasamninga sem skapi stöðugleika og stuðli að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Nú eru átta vikur þar til gildandi skammtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna út. Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ segir stjórnvöld eiga að leiða stjórn efnahagsmála í stað þess að bíða eftir niðurstöðu kjarasamninga og sýna gott fordæmi með hækkun vaxta- og barnabóta. Forystufólk ASÍ og SA mega hvorugt hugsa til þess ef ekki tekst að ná samstöðu um aðgerðir til að ná niður verðbólgu. Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ segir stjórnvöld verða að fara á undan með góðu fordæmi í stað þess að bíða eftir gerð kjarasamninga.Vísir/Vilhelm „Það er töluvert margt í húfi. Það er að verðbólgan verði áframhaldandi og verðbólgan gerir ekkert annað en éta undan samfélaginu í heild sinni. Ég held að sá möguleiki að þetta takist ekki er eiginlega ekki í boði,“ sagði Finnbjörn í Pallborðinu. Sigríður Margrét segir ekki hægt að humma stöðu mála fram af sér. Sigríður Margrét Oddsdóttir segir þann tíma liðinn að öllum hækkunum sé hleypt út í verðlagið.Vísir/Vilhelm „Það liggur alveg fyrir. Ég er algerlega sammála Finnbirni hvað þetta varðar. Það er gríðarlega mikið í húfi og það er ákall bæði frá bæði einstaklingum og fyrirtækjunum í landinu um að við brjótumst út úr þessum vítahring sem við erum föst í,“ sagði Sigríður Margrét. „Það er búið að tefja okkur svolítið núna þetta ábyrgðarleysi sem við viljum meina að sé hjá þeim aðilum sem eiga að halda uppi stöðugleika hérna. Þeir eru alltaf að bíða eftir okkur. Það eru þeir sem eiga að halda uppi stöðugleikanum og þeir eiga að sýna á spilin hjá sér,“ sagði forseti ASÍ. Sigríður Margrét alla þurfa að leggja sitt að mörkum. „Ef við ætlum okkur raunverulega að brjótast út úr þessum vítahring þurfum við að læra að tala um tölur upp á nýtt. Sá tími þar sem umhugsunarlaust menn hækka laun eða veltir einhverju út í verðlagið; hann er liðinn,“ sagði Sigríður Margrét Oddsdóttir. Hér má sjá Pallborðið í heild. Pallborðið Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Atvinnurekendur ASÍ Tengdar fréttir Ríkið verði að sýna á spilin Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóra SA og Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ mættust í Pallborði Vísis og fóru yfir komandi samnininga. 5. desember 2023 16:20 Afdrifaríkar átta vikur framundan Það ræðst á næstu átta vikum hvort aðilum vinnumarkaðarins tekst að koma á nýjum langtíma kjarasamningum sem duga til að keyra niður verðbólguna. Ef ekki tekst að fá ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til að sameinast um þetta markmið má reikna með að verðbólga verði áfram mikil og jafnvel aukist. 5. desember 2023 13:33 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ segir stjórnvöld eiga að leiða stjórn efnahagsmála í stað þess að bíða eftir niðurstöðu kjarasamninga og sýna gott fordæmi með hækkun vaxta- og barnabóta. Forystufólk ASÍ og SA mega hvorugt hugsa til þess ef ekki tekst að ná samstöðu um aðgerðir til að ná niður verðbólgu. Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ segir stjórnvöld verða að fara á undan með góðu fordæmi í stað þess að bíða eftir gerð kjarasamninga.Vísir/Vilhelm „Það er töluvert margt í húfi. Það er að verðbólgan verði áframhaldandi og verðbólgan gerir ekkert annað en éta undan samfélaginu í heild sinni. Ég held að sá möguleiki að þetta takist ekki er eiginlega ekki í boði,“ sagði Finnbjörn í Pallborðinu. Sigríður Margrét segir ekki hægt að humma stöðu mála fram af sér. Sigríður Margrét Oddsdóttir segir þann tíma liðinn að öllum hækkunum sé hleypt út í verðlagið.Vísir/Vilhelm „Það liggur alveg fyrir. Ég er algerlega sammála Finnbirni hvað þetta varðar. Það er gríðarlega mikið í húfi og það er ákall bæði frá bæði einstaklingum og fyrirtækjunum í landinu um að við brjótumst út úr þessum vítahring sem við erum föst í,“ sagði Sigríður Margrét. „Það er búið að tefja okkur svolítið núna þetta ábyrgðarleysi sem við viljum meina að sé hjá þeim aðilum sem eiga að halda uppi stöðugleika hérna. Þeir eru alltaf að bíða eftir okkur. Það eru þeir sem eiga að halda uppi stöðugleikanum og þeir eiga að sýna á spilin hjá sér,“ sagði forseti ASÍ. Sigríður Margrét alla þurfa að leggja sitt að mörkum. „Ef við ætlum okkur raunverulega að brjótast út úr þessum vítahring þurfum við að læra að tala um tölur upp á nýtt. Sá tími þar sem umhugsunarlaust menn hækka laun eða veltir einhverju út í verðlagið; hann er liðinn,“ sagði Sigríður Margrét Oddsdóttir. Hér má sjá Pallborðið í heild.
Pallborðið Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Atvinnurekendur ASÍ Tengdar fréttir Ríkið verði að sýna á spilin Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóra SA og Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ mættust í Pallborði Vísis og fóru yfir komandi samnininga. 5. desember 2023 16:20 Afdrifaríkar átta vikur framundan Það ræðst á næstu átta vikum hvort aðilum vinnumarkaðarins tekst að koma á nýjum langtíma kjarasamningum sem duga til að keyra niður verðbólguna. Ef ekki tekst að fá ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til að sameinast um þetta markmið má reikna með að verðbólga verði áfram mikil og jafnvel aukist. 5. desember 2023 13:33 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Ríkið verði að sýna á spilin Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóra SA og Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ mættust í Pallborði Vísis og fóru yfir komandi samnininga. 5. desember 2023 16:20
Afdrifaríkar átta vikur framundan Það ræðst á næstu átta vikum hvort aðilum vinnumarkaðarins tekst að koma á nýjum langtíma kjarasamningum sem duga til að keyra niður verðbólguna. Ef ekki tekst að fá ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til að sameinast um þetta markmið má reikna með að verðbólga verði áfram mikil og jafnvel aukist. 5. desember 2023 13:33