Slök frammistaða í PISA: „Fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. desember 2023 13:42 Þórdís Jóna Sigurðardóttir, er hugsi yfir stöðu íslenskunnar í ljósi PISA könnunarinnar. Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni 2022 er bæði lakari en í fyrri könnunum og undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum þremur meginflokkunum sem undir eru. Lesskilningi hefur hrakað mest en forstjóri menntamálastofnunar segir stöðuna fá hana til að velta fyrir sér stöðu íslenskrar tungu. PISA könnunin er umfangsmikil alþjóðleg könnun á vegum OECD á hæfni og getu 15 ára nemenda í lesskilningi, stærðfræðilæsi og náttúruvísindalæsi. Áttatíu og ein þjóð tekur þátt. Lesskilningi íslenskra nemenda hrakar verulega. Eingöngu 60% nemenda hafa grunnfærni og hinir íslensku nemendur hafa dregist aftur úr bæði Norðurlandaþjóðunum og jafnöldrum í OECD ríkjunum. Þónokkurn kynjamun má greina en 68% stúlkna hafa grunnfærni í lesskilningi en eingöngu 53% drengja. Þórdís Jóna Sigurðardóttir forstjóri menntamálastofnunar kynnti niðurstöðurnar á fundi Eddu í morgun. „Þetta er það sama sem er að gerast á öllum Norðurlöndunum. Það er bara töluvert mikið sem Norðurlöndin eru líka að fara niður þó við séum að fara örlítið neðar og líka hjá OECD löndunum þannig að það er eitthvað sem er að gerast sem á ekki bara við um okkur en þetta er líka auðvitað margt séríslenskt en af því að við sjáum til dæmis í stærðfræðilæsinu - af því við erum að skoða mismunandi tegundir læsis - að þar gengur okkur betur heldur en þegar við erum að skoða lesskilninginn sem er þá lengri texti og fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar, hvort við þurfum ekki aðeins að gefa í þar,“ segir Þórdís. Ísland mælist undir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í öllum þremur flokkum. Hlutfall nemenda á Íslandi sem býr yfir grunnhæfni í stærðfræðilæsi er 66 prósent, og grunnhæfni í læsi á náttúruvísindi 64 prósent. Ásmundur Einar Daðason barna- og menntamálaráðherra segir niðurstöðurnar ekki óvæntar því þróunin á síðastliðnum áratug hefur verið niður á við. „Við sjáum hins vegar núna að það eru öll lönd að falla. Áhyggjuefnið er hins vegar að Ísland er að falla meira heldur en önnur lönd. Og það er áhyggjuefni og við því þurfum að bregðast við og erum að vinna umfangsmiklar breytingar á umgjörð menntakerfisins. Þar þurfa allir aðilar að koma að áfram og um leið rýna þá vinnu hvort við séum á réttri leið þar og hvort við þurfum að gera eilítið öðruvísi.“ Ásmundur segir að margt sé í farvatninu sem komi til með að bæta úr þessari stöðu. „Breytingarnar sem við erum að vinna að og eru hluti af menntastefnu eru gríðarlega stórar. Það að stofna þjónustustofnun menntunarinnar sem samþykkt var í annarri umræðu á Alþingi í gær er risastór breyting, ný skólaþjónustulöggjöf sem er í farvatninu og í vinnslu allra aðila er risastór breyting. Matsferill og matskerfi fyrir meðal annars lestur, sem er í vinnslu hjá menntamálastofnun, er risastór breyting og svona mætti áfram telja. Það sem við þurfum að rýna er hvort þessar aðgerðir séu nægilegar, samhliða öðru, til að snúa þessari þróun við og vera viss um það og það er verkefnið fram undan.“ Skóla - og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Börn og uppeldi Íslensk tunga Tengdar fréttir Algjört hrap í lesskilningi íslenskra barna Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar sýna minni árangur nemenda í þátttökulöndum miðað við fyrri kannanir, meðal annars á öllum Norðurlöndum og árangurinn er minni á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Aðeins tvö af hverjum þremur fimmtán ára börnum búa yfir grunnhæfni í lesskilningi og aðeins 53 prósent pilta. 5. desember 2023 10:22 Svona var kynningin á niðurstöðum PISA-könnunar Mennta- og barnamálaráðuneytið og Menntamálastofnun hafa boðað til blaðamannafundar í dag klukkan 10, þar sem nýjar niðurstöður PISA verða kynntar. Fjögur ár eru frá síðustu könnun en könnun OECD frestaðist um eitt ár vegna áhrifa heimsfaraldurs. 5. desember 2023 09:50 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
PISA könnunin er umfangsmikil alþjóðleg könnun á vegum OECD á hæfni og getu 15 ára nemenda í lesskilningi, stærðfræðilæsi og náttúruvísindalæsi. Áttatíu og ein þjóð tekur þátt. Lesskilningi íslenskra nemenda hrakar verulega. Eingöngu 60% nemenda hafa grunnfærni og hinir íslensku nemendur hafa dregist aftur úr bæði Norðurlandaþjóðunum og jafnöldrum í OECD ríkjunum. Þónokkurn kynjamun má greina en 68% stúlkna hafa grunnfærni í lesskilningi en eingöngu 53% drengja. Þórdís Jóna Sigurðardóttir forstjóri menntamálastofnunar kynnti niðurstöðurnar á fundi Eddu í morgun. „Þetta er það sama sem er að gerast á öllum Norðurlöndunum. Það er bara töluvert mikið sem Norðurlöndin eru líka að fara niður þó við séum að fara örlítið neðar og líka hjá OECD löndunum þannig að það er eitthvað sem er að gerast sem á ekki bara við um okkur en þetta er líka auðvitað margt séríslenskt en af því að við sjáum til dæmis í stærðfræðilæsinu - af því við erum að skoða mismunandi tegundir læsis - að þar gengur okkur betur heldur en þegar við erum að skoða lesskilninginn sem er þá lengri texti og fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar, hvort við þurfum ekki aðeins að gefa í þar,“ segir Þórdís. Ísland mælist undir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í öllum þremur flokkum. Hlutfall nemenda á Íslandi sem býr yfir grunnhæfni í stærðfræðilæsi er 66 prósent, og grunnhæfni í læsi á náttúruvísindi 64 prósent. Ásmundur Einar Daðason barna- og menntamálaráðherra segir niðurstöðurnar ekki óvæntar því þróunin á síðastliðnum áratug hefur verið niður á við. „Við sjáum hins vegar núna að það eru öll lönd að falla. Áhyggjuefnið er hins vegar að Ísland er að falla meira heldur en önnur lönd. Og það er áhyggjuefni og við því þurfum að bregðast við og erum að vinna umfangsmiklar breytingar á umgjörð menntakerfisins. Þar þurfa allir aðilar að koma að áfram og um leið rýna þá vinnu hvort við séum á réttri leið þar og hvort við þurfum að gera eilítið öðruvísi.“ Ásmundur segir að margt sé í farvatninu sem komi til með að bæta úr þessari stöðu. „Breytingarnar sem við erum að vinna að og eru hluti af menntastefnu eru gríðarlega stórar. Það að stofna þjónustustofnun menntunarinnar sem samþykkt var í annarri umræðu á Alþingi í gær er risastór breyting, ný skólaþjónustulöggjöf sem er í farvatninu og í vinnslu allra aðila er risastór breyting. Matsferill og matskerfi fyrir meðal annars lestur, sem er í vinnslu hjá menntamálastofnun, er risastór breyting og svona mætti áfram telja. Það sem við þurfum að rýna er hvort þessar aðgerðir séu nægilegar, samhliða öðru, til að snúa þessari þróun við og vera viss um það og það er verkefnið fram undan.“
Skóla - og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Börn og uppeldi Íslensk tunga Tengdar fréttir Algjört hrap í lesskilningi íslenskra barna Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar sýna minni árangur nemenda í þátttökulöndum miðað við fyrri kannanir, meðal annars á öllum Norðurlöndum og árangurinn er minni á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Aðeins tvö af hverjum þremur fimmtán ára börnum búa yfir grunnhæfni í lesskilningi og aðeins 53 prósent pilta. 5. desember 2023 10:22 Svona var kynningin á niðurstöðum PISA-könnunar Mennta- og barnamálaráðuneytið og Menntamálastofnun hafa boðað til blaðamannafundar í dag klukkan 10, þar sem nýjar niðurstöður PISA verða kynntar. Fjögur ár eru frá síðustu könnun en könnun OECD frestaðist um eitt ár vegna áhrifa heimsfaraldurs. 5. desember 2023 09:50 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Algjört hrap í lesskilningi íslenskra barna Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar sýna minni árangur nemenda í þátttökulöndum miðað við fyrri kannanir, meðal annars á öllum Norðurlöndum og árangurinn er minni á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Aðeins tvö af hverjum þremur fimmtán ára börnum búa yfir grunnhæfni í lesskilningi og aðeins 53 prósent pilta. 5. desember 2023 10:22
Svona var kynningin á niðurstöðum PISA-könnunar Mennta- og barnamálaráðuneytið og Menntamálastofnun hafa boðað til blaðamannafundar í dag klukkan 10, þar sem nýjar niðurstöður PISA verða kynntar. Fjögur ár eru frá síðustu könnun en könnun OECD frestaðist um eitt ár vegna áhrifa heimsfaraldurs. 5. desember 2023 09:50