Kvika virðist hætt að streyma í kvikuganginn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. desember 2023 12:18 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að dregið hafi úr líkum á gosi. Vísir/Vilhelm Kvika virðist hætt að streyma inn í kvikuganginn á Reykjanesi. Hún safnast nú saman undir Svartsengi á hraða sem svipar til streymis Elliðaáa. Prófessor í jarðeðlisfræði segir að líkur á eldgosi hafi minnkað þrátt fyrir að ekki sé hægt að afskrifa það. „Það bendir allt til þess að kvika sé hætt að flæða in í ganginn og hafi ekki gert það síðustu daga. Sem eru góðar fréttir í bili en það er landris undir Svartsengi,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði. Streymið í kvikuhólf undir Svartsengi svipi til þess sem var fyrir atburðina sem leiddu til þess að Grindavík var rýmd. „Þetta er ekkert mjög hratt streymi en samt eru þetta einhverjir nokkrir rúmmetrar á sekúndu sem eru að safnast þarna undir, ein Elliðaár eða rúmlega það, og það telst bara töluvert í öllum svona fræðum.“ Kvikan liggur þar á um fimm til sex kílómetra dýpi. Magnús Tumi segir að dregið hafi úr líkum á eldgosi þrátt fyrir að ekki sé hægt að afskrifa það. Þrátt fyrir að litlar líkur séu á gosi í Grindavík er of snemmt að segja hvenær íbúar geta snúið aftur heim, segir prófessor í jarðeðlisfræði.vísir/Vilhelm Komi til goss á næstunni sé enn líklegast að kvikan fari aftur inn í ganginn og komi upp í sprungunni þar. „Þar er veikleikinn, þar er jarðskorpan veik fyrir og nánast opið. Ef það kæmi til goss er lang líklegasti staðurinn við Sundhnúka og þar. Þar er gangurinn breiðastur og þar var uppstreymið.“ Magnús Tumi segir of snemmt að segja hvenær Grindvíkingar geti mögulega snúið aftur heim, meðal annars þurfi að huga að hættulegum sprungum. „Það erað mörgu að gæta í því og líka bara að gera bæinn sæmilega öruggan áður en til þess kæmi,“ segir Magnús Tumi. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
„Það bendir allt til þess að kvika sé hætt að flæða in í ganginn og hafi ekki gert það síðustu daga. Sem eru góðar fréttir í bili en það er landris undir Svartsengi,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði. Streymið í kvikuhólf undir Svartsengi svipi til þess sem var fyrir atburðina sem leiddu til þess að Grindavík var rýmd. „Þetta er ekkert mjög hratt streymi en samt eru þetta einhverjir nokkrir rúmmetrar á sekúndu sem eru að safnast þarna undir, ein Elliðaár eða rúmlega það, og það telst bara töluvert í öllum svona fræðum.“ Kvikan liggur þar á um fimm til sex kílómetra dýpi. Magnús Tumi segir að dregið hafi úr líkum á eldgosi þrátt fyrir að ekki sé hægt að afskrifa það. Þrátt fyrir að litlar líkur séu á gosi í Grindavík er of snemmt að segja hvenær íbúar geta snúið aftur heim, segir prófessor í jarðeðlisfræði.vísir/Vilhelm Komi til goss á næstunni sé enn líklegast að kvikan fari aftur inn í ganginn og komi upp í sprungunni þar. „Þar er veikleikinn, þar er jarðskorpan veik fyrir og nánast opið. Ef það kæmi til goss er lang líklegasti staðurinn við Sundhnúka og þar. Þar er gangurinn breiðastur og þar var uppstreymið.“ Magnús Tumi segir of snemmt að segja hvenær Grindvíkingar geti mögulega snúið aftur heim, meðal annars þurfi að huga að hættulegum sprungum. „Það erað mörgu að gæta í því og líka bara að gera bæinn sæmilega öruggan áður en til þess kæmi,“ segir Magnús Tumi.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira