Ungmenni í Hafnarfirði lýsa vonbrigðum með vinnubrögð yfirvalda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. desember 2023 07:41 Ungmennaráðið gagnrýnir lítið sem ekkert samráð. Aðsend Ungmennaráð Hafnarfjarðar hefur sent frá sér tilkynningu þar sem ráðið lýsir yfir „gríðarlegum vonbrigðum“ með fjárhagsáætlun bæjarins. Ekkert sé fjallað um valdeflingu ungmennaráðs og hagræðingaraðgerðir boðaðar. „Eftir bæjarstjórnarfund í vor lofaði bæjarráð að tekið yrði til greina að auka áhrif ungmennaráðs, t.a.m. með fulltrúa í ráðum og nefndum og með launagreiðslum við vinnu á fjárhagsáætlun næsta árs. Slíkt hefur þó því miður ekki verið gert en aðeins er minnst á ungmennaráð einu sinni í drögum að greinargerð með fjárhagsáætlun þar sem segir að Ungmennaráð skipuleggi sumarstarf ungmenna í samvinnu við Vinnuskólann og fleiri aðila innan bæjarins. Það er ekki hlutverk okkar,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að samkvæmt fjárhagsáætluninni standi til að láta grunnskólanema skaffa eigin námsgögn og stytta afgreiðslutíma skólabókasafnanna. „Ekki bætir það að skólamatur hefur hækkað í verði og samkvæmt fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar ætlar bærinn enn að niðurgreiða 33% eins og áður. Við biðjum bæinn um að koma í móts við hækkun skólamatar svo að fjölskyldur þurfi ekki að borga meira þrátt fyrir hækkun verðs skólamatar. Stök máltíð fer frá kr. 487 yfir í kr. 709.“ Ungmennaráðið segir að sú staðreynd að hvorki bæjarráð né önnur ráð og nefndir tali lítið sem ekkert við ungmennaráðið um málefni er varða ungmenni í Hafnarfirði sé óásættanlegt. Leggur ráðið fram fimm tillögur: „Ódýrari skólamáltíðir: dregið verði til baka sú umtalsverða hækkun á skólamáltíðum og mismunur endurgreiddur sbr. málefnasamning Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Kostnaður minnkaður: dregin verði til baka sú ákvörðun að nemendur komi með eigin skriffæri sjálf í skólann frá og með næsta hausti. Aukin áhrif ungmenna: að ungmennum verði gert kleift að tilnefna fulltrúa á launum í a.m.k. fræðsluráð. Starf að verðleikum: að bæjaryfirvöld meti starf ungmennaráðs að verðleikum og launi nefndarmönnum fyrir fundarsetu. Kynningar: að tryggt verði að allar fjárhagsáætlanir héðan í frá verða vel kynntar ungmennum og öðrum þeim sem eiga hlut að máli.“ Hafnarfjörður Börn og uppeldi Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Sjá meira
„Eftir bæjarstjórnarfund í vor lofaði bæjarráð að tekið yrði til greina að auka áhrif ungmennaráðs, t.a.m. með fulltrúa í ráðum og nefndum og með launagreiðslum við vinnu á fjárhagsáætlun næsta árs. Slíkt hefur þó því miður ekki verið gert en aðeins er minnst á ungmennaráð einu sinni í drögum að greinargerð með fjárhagsáætlun þar sem segir að Ungmennaráð skipuleggi sumarstarf ungmenna í samvinnu við Vinnuskólann og fleiri aðila innan bæjarins. Það er ekki hlutverk okkar,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að samkvæmt fjárhagsáætluninni standi til að láta grunnskólanema skaffa eigin námsgögn og stytta afgreiðslutíma skólabókasafnanna. „Ekki bætir það að skólamatur hefur hækkað í verði og samkvæmt fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar ætlar bærinn enn að niðurgreiða 33% eins og áður. Við biðjum bæinn um að koma í móts við hækkun skólamatar svo að fjölskyldur þurfi ekki að borga meira þrátt fyrir hækkun verðs skólamatar. Stök máltíð fer frá kr. 487 yfir í kr. 709.“ Ungmennaráðið segir að sú staðreynd að hvorki bæjarráð né önnur ráð og nefndir tali lítið sem ekkert við ungmennaráðið um málefni er varða ungmenni í Hafnarfirði sé óásættanlegt. Leggur ráðið fram fimm tillögur: „Ódýrari skólamáltíðir: dregið verði til baka sú umtalsverða hækkun á skólamáltíðum og mismunur endurgreiddur sbr. málefnasamning Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Kostnaður minnkaður: dregin verði til baka sú ákvörðun að nemendur komi með eigin skriffæri sjálf í skólann frá og með næsta hausti. Aukin áhrif ungmenna: að ungmennum verði gert kleift að tilnefna fulltrúa á launum í a.m.k. fræðsluráð. Starf að verðleikum: að bæjaryfirvöld meti starf ungmennaráðs að verðleikum og launi nefndarmönnum fyrir fundarsetu. Kynningar: að tryggt verði að allar fjárhagsáætlanir héðan í frá verða vel kynntar ungmennum og öðrum þeim sem eiga hlut að máli.“
Hafnarfjörður Börn og uppeldi Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Sjá meira