„Stigsmunur á þessum liðum, vitum það alveg“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. desember 2023 19:24 Arnar Pétursson, þjálfari Íslands. EPA-EFE/Beate Oma Dahle „Hrikalega erfið byrjun, það er svona það fyrsta sem kemur upp í hugann,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Ísland tapaði með níu marka mun gegn Ólympíumeisturum Frakklands á HM fyrr í dag í leik þar sem Frakkar komust í 7-0. „Leist ekkert á þetta á tímabili, keyrðu svakalega á okkur. Eru gríðarlega öflugur og sýndu okkur það. Ólík byrjun en seinast, þær voru grimmari og betri en við til að byrja með. Gott hvernig við svöruðum því og kláruðum þennan seinni hálfleik,“ bætti Arnar við um aðspurður hvernig tilfinningin væri eftir leik. Frakkland vann Angóla með aðeins einu marki í fyrsta leik og virtust ákveðnar í að sýna sitt rétta andlit í dag. „Það er alveg satt og gerðu það til að byrja með. Eru með svakalegt lið og miklir kandídatar í að vinna þennan titil, allavega að komast í úrslit.“ „Það er stigsmunur á þessum liðum, vitum það alveg, en karakter í okkur að koma til baka. Gríðarlega mikilvæg reynsla fyrir margar ungar stelpur með fáa leiki á bakinu. Að takast á við þessa maskínu, það er það jákvæða sem við tökum út úr þessu.“ „Það er líka mjög jákvætt. Auðvitað keyra þær yfir okkur til að byrja með en við tökum það með, við unnum seinni hálfleikinn. Það er mjög gott,“ sagði Arnar eftir að Valur Páll Eiríksson, blaðamaður Vísis og Stöðvar 2, benti á að Ísland hefði nú allavega unnið síðari hálfleikinn í dag. Elín Jóna Þorsteinsdóttir var mögnuð í marki Íslands og varði meðal annars fjögur víti. „Þetta var geggjað, frábær frammistaða. Mætti halda að hún ætti afmæli í dag. Hjálpaði okkur klárlega á mjög erfiðum augnablikum í þessum leik, var frábær. Erum með frábært teymi í markinu. Þær (Elín Jóna og Hafdís Renötudóttir) eru frábærar saman og bakka hvor aðra vel upp.“ Elín Jóna var valin best af leikmönnum Íslands.EPA-EFE/Beate Oma Dahle Leikurinn við Angóla sker úr um hvort Ísland fari í milliriðil eða í Forsetabikarinn svokallaða. „Mér líst vel á það (verkefni). Hlakka til að takast á við það verkefni. Þær eru mjög sterkar, sýndu það alveg á móti Frökkunum. Smá basl á þeim í dag en það er lið sem er líkamlega mjög vel þjálfað. Þær eru kvikar, sterkar og öflugar.“ „Við þurfum að huga aðeins að byrjuninni, þurfum að gera eitthvað til að byrja aðeins betur. Þá getum við átt séns í þær,“ sagði Arnar að endingu. Klippa: Viðtal: Arnar Pétursson Handbolti Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
„Leist ekkert á þetta á tímabili, keyrðu svakalega á okkur. Eru gríðarlega öflugur og sýndu okkur það. Ólík byrjun en seinast, þær voru grimmari og betri en við til að byrja með. Gott hvernig við svöruðum því og kláruðum þennan seinni hálfleik,“ bætti Arnar við um aðspurður hvernig tilfinningin væri eftir leik. Frakkland vann Angóla með aðeins einu marki í fyrsta leik og virtust ákveðnar í að sýna sitt rétta andlit í dag. „Það er alveg satt og gerðu það til að byrja með. Eru með svakalegt lið og miklir kandídatar í að vinna þennan titil, allavega að komast í úrslit.“ „Það er stigsmunur á þessum liðum, vitum það alveg, en karakter í okkur að koma til baka. Gríðarlega mikilvæg reynsla fyrir margar ungar stelpur með fáa leiki á bakinu. Að takast á við þessa maskínu, það er það jákvæða sem við tökum út úr þessu.“ „Það er líka mjög jákvætt. Auðvitað keyra þær yfir okkur til að byrja með en við tökum það með, við unnum seinni hálfleikinn. Það er mjög gott,“ sagði Arnar eftir að Valur Páll Eiríksson, blaðamaður Vísis og Stöðvar 2, benti á að Ísland hefði nú allavega unnið síðari hálfleikinn í dag. Elín Jóna Þorsteinsdóttir var mögnuð í marki Íslands og varði meðal annars fjögur víti. „Þetta var geggjað, frábær frammistaða. Mætti halda að hún ætti afmæli í dag. Hjálpaði okkur klárlega á mjög erfiðum augnablikum í þessum leik, var frábær. Erum með frábært teymi í markinu. Þær (Elín Jóna og Hafdís Renötudóttir) eru frábærar saman og bakka hvor aðra vel upp.“ Elín Jóna var valin best af leikmönnum Íslands.EPA-EFE/Beate Oma Dahle Leikurinn við Angóla sker úr um hvort Ísland fari í milliriðil eða í Forsetabikarinn svokallaða. „Mér líst vel á það (verkefni). Hlakka til að takast á við það verkefni. Þær eru mjög sterkar, sýndu það alveg á móti Frökkunum. Smá basl á þeim í dag en það er lið sem er líkamlega mjög vel þjálfað. Þær eru kvikar, sterkar og öflugar.“ „Við þurfum að huga aðeins að byrjuninni, þurfum að gera eitthvað til að byrja aðeins betur. Þá getum við átt séns í þær,“ sagði Arnar að endingu. Klippa: Viðtal: Arnar Pétursson
Handbolti Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira