Segir málið á ábyrgð dómsmálaráðuneytisins Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. desember 2023 17:53 Ásmundur Einar segir sitt ráðuneyti ekki hafa heimild til að blanda sér í mál Eddu Bjarkar. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að ráðuneytið sitt geti ekki blandað sér í mál Eddu Bjarkar Arnardóttur og barnanna hennar og segir málið alfarið vera á ábyrgð dómsmálaráðuneytisins. „Hugurinn er alltaf hjá börnunum“ Hann segir að hugur sinn sé hjá börnunum og að málið sé gríðarlega erfitt en að hvorki hann né ráðuneytið sitt hafi heimild til að gera neitt í málinu. „Það er auðvitað alltaf þegar koma upp svona mál þá slær það mann ekki vel. Hugurinn er alltaf hjá börnunum sem um ræðir. Þetta er gríðarlega erfitt fyrir þau. En þetta mál er samt þannig að hvorki ég né mitt ráðuneyti höfum heimild til þess að blanda okkur beint inn í einstaklingsmál. Þannig að öll okkar samskipti eru við dómsmálaráðuneytið,“ segir Ásmundur. Meta þurfi breytingar á lögum Hann segir fundi hafa farið fram milli mennta- og barnamálaráðuneytisins og dómsmálaráðuneytisins og að ráðuneytin séu í endurskoðunarferli á barnaverndar- og barnalögum. Ásmundur segir einnig að meta þurfi hvort breytingar þurfi að gera á lögum og þá hverjar. „Þannig að fundirnir hafa svona lotið að því. Því okkur er ekki heimilt að setja okkur inn í einstaklingsmálin og erum aldrei með gögn sem tengjast þeim,“ segir hann. Málið alfarið hjá dómsmálaráðuneytinu Aðspurður hvort stjórnvöld hafi beitt sér beint fyrir öryggi barnanna segir hann málið vera hjá dómsmálaráðuneytinu og að sitt ráðuneyti geti ekki haft nein áhrif á gang mála. „Mitt ráðuneyti hefur engin gögn um þetta mál þannig samskipti okkar eru öll við dómsmálaráðuneytið í þessu efni og lúta þá að því sem tengist samspili barnaverndarlaga og barnalaga. Það hafa farið fram góðir fundir þar á milli en að öðru leyti er málið alfarið hjá dómsmálaráðuneytinu,“ segir Ásmundur Einar. Fjölskyldumál Lögreglumál Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Vissi síðast af Eddu Björk á flugvellinum í Kaupmannahöfn Systir Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem var framseld til Noregs í gær, hefur ekkert heyrt frá henni frá framsalinu. Hún segir mikilvægt að hlustað verði á syni Eddu í forræðisdeilu hennar við barnsföður sinn. 2. desember 2023 15:50 Eddu Björk hafi verið gert að tala norsku við börnin sín Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar segir ekki nóg hlustað á börnin í forsjármáli Eddu Bjarkar Arnardóttur sem framseld var til Noregs í dag. Hún gagnrýnir einnig framferði norskra yfirvalda í málum sem varða börn. Þetta og fleira ræddi hún í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag 1. desember 2023 21:28 Edda Björk farin úr landi Edda Björk Arnardóttir var framseld til Noregs seinni partinn í dag. Hún hefur verið sökuð um að hafa flutt börn sín í leyfisleysi frá Noregi til Íslands á síðasta ári. 1. desember 2023 18:00 Ekki á færi sýslumanns að láta lýsa eftir börnunum Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Sigríður Kristinsdóttir, segir það ekki á dagskrá embættisins að óska þess að lögreglan lýsi eftir börnum Eddu Bjarkar Arnardóttur. Það sé ekki á valdi embættisins. 1. desember 2023 17:11 Segir allar ákvarðanir í máli Eddu Bjarkar samkvæmt lögum Landsréttur hefur staðfest úrskurð um gæsluvarðhald Eddu Bjarkar Arnardóttur. Dómsmálaráðherra segir í yfirlýsingu að ráðherra og ráðuneyti hennar hafi enga að komu að málinu. Ríkissaksóknari hafi tekið allar ákvarðanir í málinu og að þær séu allar samkvæmt lögum. 1. desember 2023 15:10 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
„Hugurinn er alltaf hjá börnunum“ Hann segir að hugur sinn sé hjá börnunum og að málið sé gríðarlega erfitt en að hvorki hann né ráðuneytið sitt hafi heimild til að gera neitt í málinu. „Það er auðvitað alltaf þegar koma upp svona mál þá slær það mann ekki vel. Hugurinn er alltaf hjá börnunum sem um ræðir. Þetta er gríðarlega erfitt fyrir þau. En þetta mál er samt þannig að hvorki ég né mitt ráðuneyti höfum heimild til þess að blanda okkur beint inn í einstaklingsmál. Þannig að öll okkar samskipti eru við dómsmálaráðuneytið,“ segir Ásmundur. Meta þurfi breytingar á lögum Hann segir fundi hafa farið fram milli mennta- og barnamálaráðuneytisins og dómsmálaráðuneytisins og að ráðuneytin séu í endurskoðunarferli á barnaverndar- og barnalögum. Ásmundur segir einnig að meta þurfi hvort breytingar þurfi að gera á lögum og þá hverjar. „Þannig að fundirnir hafa svona lotið að því. Því okkur er ekki heimilt að setja okkur inn í einstaklingsmálin og erum aldrei með gögn sem tengjast þeim,“ segir hann. Málið alfarið hjá dómsmálaráðuneytinu Aðspurður hvort stjórnvöld hafi beitt sér beint fyrir öryggi barnanna segir hann málið vera hjá dómsmálaráðuneytinu og að sitt ráðuneyti geti ekki haft nein áhrif á gang mála. „Mitt ráðuneyti hefur engin gögn um þetta mál þannig samskipti okkar eru öll við dómsmálaráðuneytið í þessu efni og lúta þá að því sem tengist samspili barnaverndarlaga og barnalaga. Það hafa farið fram góðir fundir þar á milli en að öðru leyti er málið alfarið hjá dómsmálaráðuneytinu,“ segir Ásmundur Einar.
Fjölskyldumál Lögreglumál Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Vissi síðast af Eddu Björk á flugvellinum í Kaupmannahöfn Systir Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem var framseld til Noregs í gær, hefur ekkert heyrt frá henni frá framsalinu. Hún segir mikilvægt að hlustað verði á syni Eddu í forræðisdeilu hennar við barnsföður sinn. 2. desember 2023 15:50 Eddu Björk hafi verið gert að tala norsku við börnin sín Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar segir ekki nóg hlustað á börnin í forsjármáli Eddu Bjarkar Arnardóttur sem framseld var til Noregs í dag. Hún gagnrýnir einnig framferði norskra yfirvalda í málum sem varða börn. Þetta og fleira ræddi hún í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag 1. desember 2023 21:28 Edda Björk farin úr landi Edda Björk Arnardóttir var framseld til Noregs seinni partinn í dag. Hún hefur verið sökuð um að hafa flutt börn sín í leyfisleysi frá Noregi til Íslands á síðasta ári. 1. desember 2023 18:00 Ekki á færi sýslumanns að láta lýsa eftir börnunum Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Sigríður Kristinsdóttir, segir það ekki á dagskrá embættisins að óska þess að lögreglan lýsi eftir börnum Eddu Bjarkar Arnardóttur. Það sé ekki á valdi embættisins. 1. desember 2023 17:11 Segir allar ákvarðanir í máli Eddu Bjarkar samkvæmt lögum Landsréttur hefur staðfest úrskurð um gæsluvarðhald Eddu Bjarkar Arnardóttur. Dómsmálaráðherra segir í yfirlýsingu að ráðherra og ráðuneyti hennar hafi enga að komu að málinu. Ríkissaksóknari hafi tekið allar ákvarðanir í málinu og að þær séu allar samkvæmt lögum. 1. desember 2023 15:10 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Vissi síðast af Eddu Björk á flugvellinum í Kaupmannahöfn Systir Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem var framseld til Noregs í gær, hefur ekkert heyrt frá henni frá framsalinu. Hún segir mikilvægt að hlustað verði á syni Eddu í forræðisdeilu hennar við barnsföður sinn. 2. desember 2023 15:50
Eddu Björk hafi verið gert að tala norsku við börnin sín Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar segir ekki nóg hlustað á börnin í forsjármáli Eddu Bjarkar Arnardóttur sem framseld var til Noregs í dag. Hún gagnrýnir einnig framferði norskra yfirvalda í málum sem varða börn. Þetta og fleira ræddi hún í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag 1. desember 2023 21:28
Edda Björk farin úr landi Edda Björk Arnardóttir var framseld til Noregs seinni partinn í dag. Hún hefur verið sökuð um að hafa flutt börn sín í leyfisleysi frá Noregi til Íslands á síðasta ári. 1. desember 2023 18:00
Ekki á færi sýslumanns að láta lýsa eftir börnunum Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Sigríður Kristinsdóttir, segir það ekki á dagskrá embættisins að óska þess að lögreglan lýsi eftir börnum Eddu Bjarkar Arnardóttur. Það sé ekki á valdi embættisins. 1. desember 2023 17:11
Segir allar ákvarðanir í máli Eddu Bjarkar samkvæmt lögum Landsréttur hefur staðfest úrskurð um gæsluvarðhald Eddu Bjarkar Arnardóttur. Dómsmálaráðherra segir í yfirlýsingu að ráðherra og ráðuneyti hennar hafi enga að komu að málinu. Ríkissaksóknari hafi tekið allar ákvarðanir í málinu og að þær séu allar samkvæmt lögum. 1. desember 2023 15:10