Íbúum í Skagafirði fjölgar og fjölgar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. desember 2023 14:31 Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri í Skagafirði, sem er að sjálfsögðu mjög ánægður með hvað íbúum er að fjölga mikið í sveitarfélaginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum Skagafjarðar fjölgar og fjölgar og eru nú orðnir rúmlega fjögur þúsund og fjögur hundruð en alls hefur fjölgað um 80 íbúa á árinu. Mikið er byggt út um allt í sveitarfélaginu en það, sem skortir eru vinnandi hendur því næga atvinnu er að hafa í Skagafirði. Skagafjörður er sveitarfélag, sem varð til 6. júní 1998 við sameiningu 11 sveitarfélaga í Skagafirði. Sauðárkrókur er lang stærst bærinn en svo eru það þéttbýlisstaðirnir Hofsós, Hólar í Hjaltadal og Varmahlíð, sem tilheyra sveitarfélaginu. Sigfús Ingi Sigfússon er sveitarstjóri í Skagafirði. „Hér er lífið bara mjög gott nú sem endranær. Það er uppgangur hér og talsverð fjölgun íbúa í öllum póstnúmerum, bæði dreifbýli og þéttbýli. Hér vantar í rauninni fleiri hendur til starfa og við glímum við það eins og önnur sveitarfélög að fylgja á eftir þessum vexti með því að fjölga íbúðum þannig að fólk geti flutt hingað. Ætli okkur hafi ekki fjölgað um svona 80 manns á þessu ári og gæti verið enn meira eins og ég segi með auknum byggingarhraða og framkvæmdum,“ segir Sigfús Ingi. Sauðárkrókur er langstærsti bærinn en svo eru það þéttbýlisstaðirnir Hofsós, Hólar í Hjaltadal og Varmahlíð, sem tilheyra sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða fólk er aðallega að flytja í Skagafjörðinn? „Það er það gleðilega að þetta eru bæði heimamenn, sem eru kannski að snúa aftur eða fólk, sem hefur einhverja tengingu hingað en svo er bara í vaxandi mæli fólki að flytja hingað, sem sér kosti dreifbýlis umfram þéttbýlis, sem hefur enga tengingu við staðinn og líkar hér mjög vel og festir rætur.“ Og atvinnumálin, hvernig er staðan þar? „Já, ætli við séum ekki með eitthvert læsta atvinnuleysið á landinu. Eins og ég segi, hér vantar bara hendur og það er margt fram undan á næsta ári, bæði af hálfu okkar sveitarfélagsins í framkvæmdum og einnig annarra aðila,“ segir Sigfús Ingi. Skagafjörður Mannfjöldi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Sjá meira
Skagafjörður er sveitarfélag, sem varð til 6. júní 1998 við sameiningu 11 sveitarfélaga í Skagafirði. Sauðárkrókur er lang stærst bærinn en svo eru það þéttbýlisstaðirnir Hofsós, Hólar í Hjaltadal og Varmahlíð, sem tilheyra sveitarfélaginu. Sigfús Ingi Sigfússon er sveitarstjóri í Skagafirði. „Hér er lífið bara mjög gott nú sem endranær. Það er uppgangur hér og talsverð fjölgun íbúa í öllum póstnúmerum, bæði dreifbýli og þéttbýli. Hér vantar í rauninni fleiri hendur til starfa og við glímum við það eins og önnur sveitarfélög að fylgja á eftir þessum vexti með því að fjölga íbúðum þannig að fólk geti flutt hingað. Ætli okkur hafi ekki fjölgað um svona 80 manns á þessu ári og gæti verið enn meira eins og ég segi með auknum byggingarhraða og framkvæmdum,“ segir Sigfús Ingi. Sauðárkrókur er langstærsti bærinn en svo eru það þéttbýlisstaðirnir Hofsós, Hólar í Hjaltadal og Varmahlíð, sem tilheyra sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða fólk er aðallega að flytja í Skagafjörðinn? „Það er það gleðilega að þetta eru bæði heimamenn, sem eru kannski að snúa aftur eða fólk, sem hefur einhverja tengingu hingað en svo er bara í vaxandi mæli fólki að flytja hingað, sem sér kosti dreifbýlis umfram þéttbýlis, sem hefur enga tengingu við staðinn og líkar hér mjög vel og festir rætur.“ Og atvinnumálin, hvernig er staðan þar? „Já, ætli við séum ekki með eitthvert læsta atvinnuleysið á landinu. Eins og ég segi, hér vantar bara hendur og það er margt fram undan á næsta ári, bæði af hálfu okkar sveitarfélagsins í framkvæmdum og einnig annarra aðila,“ segir Sigfús Ingi.
Skagafjörður Mannfjöldi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Sjá meira