Slökkviliðið minnir á reykskynjarann í aðdraganda jóla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. desember 2023 07:41 Samkvæmt skoðanakönnun Maskínu eru 95,7 prósent heimila með einn reykskynjara eða fleiri en Guðjón segir hlutfallið eiga að vera 100 prósent. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu minnir á reykskynjarann nú í aðdraganda jóla en 1. desember er formlegur dagur öryggistækisins. Eru allir landsmenn hvattir til að huga að brunavörnum heimilisins. „Reykskynjarinn vakir yfir þér og þínu fólki. Eldurinn læðist um og lætur ekki vita af sér en það er skerandi hljóð reykskynjarans sem vekur fólk ef eldur kemur upp á heimilinu,“ er haft eftir Guðjóni Guðjónssyni, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í tilkynningu. Guðjón segir mikilvægt að það séu reykskynjarar í öllum rýmum heimilisins og að þeir séu settir sem næst miðju lofts. Þá eigi að prófa virkni þeirra einu sinni á ári. Einnig sé mikilvægt að þekkja flóttaleiðir og að slökkvitæki séu tiltækt á flóttaleiðum. Á aðventunni sé notalegt að eiga góða stund með fjölskyldu og vinum við kertaljós. „Það þarf að fara gætilega með eld og rafmagn. Gott að er hafa óbrennanlegt undirlag undir kertum og staðsetja þau ekki nálægt gardínum. Þá er snjallt að að vökva jólatrén, séu þau lifandi grenitré, því þau eru eldfimari ef þau þorna upp. Raftæki og aðrir hitagjafar, svo sem kertaljós, arineldur og jólaseríur, eru ómissandi partur af lífi okkar flestra en geta þó snögglega snúist upp í andhverfu sína ef umgengnin er ekki örugg. Við mælum eindregið með því að hlaða rafmagnshjól og rafmagnstæki af ábyrgð, ekki hlaða á meðan allir eru sofandi eða þegar enginn heima. Þá er betra að hafa svefnherbergisdyr lokaðar því eldur breiðist mjög hratt út,“ segir Guðjón. Slökkvilið Jól Slysavarnir Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
„Reykskynjarinn vakir yfir þér og þínu fólki. Eldurinn læðist um og lætur ekki vita af sér en það er skerandi hljóð reykskynjarans sem vekur fólk ef eldur kemur upp á heimilinu,“ er haft eftir Guðjóni Guðjónssyni, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í tilkynningu. Guðjón segir mikilvægt að það séu reykskynjarar í öllum rýmum heimilisins og að þeir séu settir sem næst miðju lofts. Þá eigi að prófa virkni þeirra einu sinni á ári. Einnig sé mikilvægt að þekkja flóttaleiðir og að slökkvitæki séu tiltækt á flóttaleiðum. Á aðventunni sé notalegt að eiga góða stund með fjölskyldu og vinum við kertaljós. „Það þarf að fara gætilega með eld og rafmagn. Gott að er hafa óbrennanlegt undirlag undir kertum og staðsetja þau ekki nálægt gardínum. Þá er snjallt að að vökva jólatrén, séu þau lifandi grenitré, því þau eru eldfimari ef þau þorna upp. Raftæki og aðrir hitagjafar, svo sem kertaljós, arineldur og jólaseríur, eru ómissandi partur af lífi okkar flestra en geta þó snögglega snúist upp í andhverfu sína ef umgengnin er ekki örugg. Við mælum eindregið með því að hlaða rafmagnshjól og rafmagnstæki af ábyrgð, ekki hlaða á meðan allir eru sofandi eða þegar enginn heima. Þá er betra að hafa svefnherbergisdyr lokaðar því eldur breiðist mjög hratt út,“ segir Guðjón.
Slökkvilið Jól Slysavarnir Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira