Hallamál til aðstoðar ríkisstjórninni Gabríel Ingimarsson skrifar 1. desember 2023 07:30 Ríkisstjórnin hefur gleymt einu sínu verðmætasta og mikilvægasta tóli í meintri baráttu sinni gegn verðbólgu, sjálfum fjárlögunum. Það er stórt vandamál ef fjárlög næsta árs eru ekki notuð til að rétta af hallarekstur ríkisins. Ef ríkisstjórnin heldur áfram á sömu braut mun það aðeins viðhalda verðbólgu og þýðir að vextir og verðlag halda áfram að hækka. Þetta þarf að leiðrétta. Það er mjög opinberandi að sjá afneitun ríkisstjórnarinnar yfir stöðu mála - í þeirra huga er alls ekkert vandamál til staðar. Ryki er þyrlað í augu kjósenda með torskiljanlegri umræðu um frumjöfnuð, vaxtagjöld sem viljandi eru vanáætluð og innihaldslausum loforðum um tekjur sem er alls ekki búið að tryggja. En því miður eigum við ekki von á að ríkisstjórnin taki erfiðar ákvarðanir í þessu máli frekar en öðrum. Það eina sem þau eru sammála um er stöðnun. Uppreisn - ungliðahreyfing Viðreisnar vill leggja sín lóð á vogarskálarnar og hjálpa ríkisstjórninni í þessum gríðarlega hallarekstri. Þess vegna heimsóttum við í morgun fjóra ráðherra: formenn stjórnarflokkanna þriggja og svo fjármálaráðherra og gáfum þeim rammheiðarleg hallamál. Hallamálin munu vonandi hjálpa ríkisstjórninni sjá hallann á ríkisfjármálunum, rétta hann af og að skilja og greina vandamálið sem þau eru að skapa fyrir skattgreiðendur framtíðarinnar. Uppreisn vill sérstaklega geta þess að hallamálin voru valin eftir ítarlega verðrannsókn en þannig vildum við veita ríkisstjórninni gott fordæmi og eyða ekki fjármunum umfram það sem mætti teljast hófsamt eða nauðsynlegt. Í þessu tilfelli er það bráðavandi. Ef ríkisstjórnin sér ekki hallann þá þarf hún betri mælitæki. Ekki er vitað til þess hvort hallamálin séu komin í notkun, en Uppreisn bindur miklar vonir við að verkfærin komi að góðum notum og að ráðherrarnir fari að snúa sér að því að koma böndum á skuldasöfnun og hallarekstur ríkisins. Höfundur er forseti Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Fjárlagafrumvarp 2024 Mest lesið Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur gleymt einu sínu verðmætasta og mikilvægasta tóli í meintri baráttu sinni gegn verðbólgu, sjálfum fjárlögunum. Það er stórt vandamál ef fjárlög næsta árs eru ekki notuð til að rétta af hallarekstur ríkisins. Ef ríkisstjórnin heldur áfram á sömu braut mun það aðeins viðhalda verðbólgu og þýðir að vextir og verðlag halda áfram að hækka. Þetta þarf að leiðrétta. Það er mjög opinberandi að sjá afneitun ríkisstjórnarinnar yfir stöðu mála - í þeirra huga er alls ekkert vandamál til staðar. Ryki er þyrlað í augu kjósenda með torskiljanlegri umræðu um frumjöfnuð, vaxtagjöld sem viljandi eru vanáætluð og innihaldslausum loforðum um tekjur sem er alls ekki búið að tryggja. En því miður eigum við ekki von á að ríkisstjórnin taki erfiðar ákvarðanir í þessu máli frekar en öðrum. Það eina sem þau eru sammála um er stöðnun. Uppreisn - ungliðahreyfing Viðreisnar vill leggja sín lóð á vogarskálarnar og hjálpa ríkisstjórninni í þessum gríðarlega hallarekstri. Þess vegna heimsóttum við í morgun fjóra ráðherra: formenn stjórnarflokkanna þriggja og svo fjármálaráðherra og gáfum þeim rammheiðarleg hallamál. Hallamálin munu vonandi hjálpa ríkisstjórninni sjá hallann á ríkisfjármálunum, rétta hann af og að skilja og greina vandamálið sem þau eru að skapa fyrir skattgreiðendur framtíðarinnar. Uppreisn vill sérstaklega geta þess að hallamálin voru valin eftir ítarlega verðrannsókn en þannig vildum við veita ríkisstjórninni gott fordæmi og eyða ekki fjármunum umfram það sem mætti teljast hófsamt eða nauðsynlegt. Í þessu tilfelli er það bráðavandi. Ef ríkisstjórnin sér ekki hallann þá þarf hún betri mælitæki. Ekki er vitað til þess hvort hallamálin séu komin í notkun, en Uppreisn bindur miklar vonir við að verkfærin komi að góðum notum og að ráðherrarnir fari að snúa sér að því að koma böndum á skuldasöfnun og hallarekstur ríkisins. Höfundur er forseti Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun