Japanar vilja kyrrsetja herflugvélar eftir slys Samúel Karl Ólason skrifar 30. nóvember 2023 13:12 Brak úr flugvélinni sem brotlenti hefur fundist í sjónum en einungis einn af þeim átta sem voru um borð. AP/Strandgæsla Japan Yfirvöld í Japan hafa beðið Bandaríkjamenn um að stöðva notkun V-22 Osprey flugvéla nærri eyríkinu um tíma. Það er eftir að ein slík flugvél féll í hafið undan ströndum Japan í gær, miðvikudag. Japanar vilja að öryggi vélanna sé tryggt áður en þeim sé flogið aftur en allar fjórtán flugvélarnar í eigu varnarliðs Japans hafa verið kyrrsettar í bili. V-22 Osprey er nokkurs konar blendingur þyrlu og hefðbundinnar flugvélar. Hún tekur á loft eins og þyrla en í kjölfarið er hreyflum hennar snúið fram á við og henni flogið eins og flugvél. Tilefni þess að flugvélin brotlenti í gær er enn til rannsóknar og er enn verið að leita að sjö sem voru um borð. Einn fannst í gær. Fjölmiðlar ytra hafa haft eftir vitnum að vinstri hreyfill flugvélarinnar hafi logað þegar hún hrapaði í hafið. Leit stendur enn yfir í sjónum við Japan.AP/Kyodo News Verið var að fljúga flugvélinni á æfingu en fyrst bárust fregnir af því að átta hefðu verið um borð. Það var svo lækkað í sex en hækkað aftur í átta. Sjá einnig: Bandarísk herflugvél hrapaði í sjóinn við Japan Slys á Osprey-flugvélum eru tiltölulega algeng en flugvélarnar voru fyrst teknar í notkun á tíunda áratug síðustu aldar. Þær eru í notkun hjá bandarískum landgönguliðum, sjóhernum og hjá flugher Bandaríkjanna. Ein slík flugvél hrapaði í sjóinn undan ströndum Ástralíu í ágúst. Þá dóu þrír og fimm særðust alvarlega. Það var fimmta banvæna Osprey-slysið frá árinu 2012. Bandaríkjamenn hafa verið að nota flugvélarnar við leitina að týndu hermönnunum en Minoru Kihara, varnarmálaráðherra Japans, sagði á þingi í morgun að minnst tuttugu V-22 Osprey flugvélum hefði verið lent eða þær tekið á loft við bandarískar herstöðvar í Japan frá því í gær, samkvæmt frétt Reuters. Japan Bandaríkin Fréttir af flugi Hernaður Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ Sjá meira
Japanar vilja að öryggi vélanna sé tryggt áður en þeim sé flogið aftur en allar fjórtán flugvélarnar í eigu varnarliðs Japans hafa verið kyrrsettar í bili. V-22 Osprey er nokkurs konar blendingur þyrlu og hefðbundinnar flugvélar. Hún tekur á loft eins og þyrla en í kjölfarið er hreyflum hennar snúið fram á við og henni flogið eins og flugvél. Tilefni þess að flugvélin brotlenti í gær er enn til rannsóknar og er enn verið að leita að sjö sem voru um borð. Einn fannst í gær. Fjölmiðlar ytra hafa haft eftir vitnum að vinstri hreyfill flugvélarinnar hafi logað þegar hún hrapaði í hafið. Leit stendur enn yfir í sjónum við Japan.AP/Kyodo News Verið var að fljúga flugvélinni á æfingu en fyrst bárust fregnir af því að átta hefðu verið um borð. Það var svo lækkað í sex en hækkað aftur í átta. Sjá einnig: Bandarísk herflugvél hrapaði í sjóinn við Japan Slys á Osprey-flugvélum eru tiltölulega algeng en flugvélarnar voru fyrst teknar í notkun á tíunda áratug síðustu aldar. Þær eru í notkun hjá bandarískum landgönguliðum, sjóhernum og hjá flugher Bandaríkjanna. Ein slík flugvél hrapaði í sjóinn undan ströndum Ástralíu í ágúst. Þá dóu þrír og fimm særðust alvarlega. Það var fimmta banvæna Osprey-slysið frá árinu 2012. Bandaríkjamenn hafa verið að nota flugvélarnar við leitina að týndu hermönnunum en Minoru Kihara, varnarmálaráðherra Japans, sagði á þingi í morgun að minnst tuttugu V-22 Osprey flugvélum hefði verið lent eða þær tekið á loft við bandarískar herstöðvar í Japan frá því í gær, samkvæmt frétt Reuters.
Japan Bandaríkin Fréttir af flugi Hernaður Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ Sjá meira