Hvergerðingar undrast yfirlýsingar nágranna sinna um virkjun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. nóvember 2023 11:45 Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar í Hveragerði, bendir á að málið snúist um Reykjadal, svæði þar sem fari tugþúsundir ferðamanna um á hverju ári. Vísir/Vilhelm/Getty Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar undrast hálýstar yfirlýsingar í fjölmiðlum um virkjanaáform í Ölfusdal og samstarf Orkuveitu Reykjavíkur, Sveitarfélagsins Ölfuss og Títans, án nokkurs samráðs eða aðkomu Hveragerðisbæjar. Forseti bæjarstjórnar segir áformin skerða lífsgæði, regluverkið sé þannig að bærinn hafi í raun ekkert um þetta að segja. Bæjarstjórnin lýsir undrun sinni í samhljóða bókun á bæjarstjórnarfundi. Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, segir í samtali við Vísi að fulltrúar meiri-og minnihluta hafi verið sammála í málinu. Eins og Vísir greindi frá í gær tilkynntu Orkuveita Reykjavíkur, sveitarfélagið Ölfus og Títan um áform um að sækja sameiginlega um rannsóknarleyfi með samstarf um nýtingu jarðhita í Ölfusdal í huga. Skrifað var undir viljayfirlýsingu þess efnis á blaðamannafundi. Furðulegt að fara af stað Í bókun bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar kemur fram að Ölfusdalur sé að stærstum hluta í Hveragerði og að minnihluta í Ölfusi. Furðulegt sé að fara af stað með slík áform án þess að bærinn eigi aðkomu að málinu. „Því ljóst sé að virkjanaframkvæmdir munu hafa mest áhrif á íbúa Hveragerðisbæjar. Í þessu samhengi má nefna a þau óþægindi sem íbúar Hveragerðis og nágrennis hafa orðið af borholum á Hellisheiði, með aukinni jarðskjálftavirkni vegna niðurdælingar, loftmengun og hávaðamengun sem berst íbúum þegar borholurnar eru látnar blása.“ Útivistarperla Þá segir bæjarstjórn í bókun sinni að í Ölfusdal sé að finna fjölbreytta aðstöðu til útvistar og íþrótta. Þar megi nefna golfvöll, knattspyrnuvöll, sviflínu og gönguleiðir. „Í undirbúningi er frekari uppbygging í Ölfusdal í þágu útivistar og nálægðar við náttúruna. Umræður og ákvarðanir um virkjanir í og við náttúrperlur eins og Ölfusdal, og í næsta nágrenni við íbúabyggð, eru því mál sem þarf að vanda sérstaklega vel til og hafa víðtækt samráð við íbúa og ferðaþjónustuaðila.“ Fram kemur að bærinn leggist gegn því að rannsóknarleyfi verði veitt í Ölfusdal fyrr en náið og eðlilegt samráð verði haft við sveitarfélagið og íbúa þess. Því er beint til OR, Títan og Ölfuss auk stjórnvalda að tryggja aðkomu Hveragerðisbæjar að öllum áformum um virkjanaframkvæmdir í Ölfusdal verði áður en nokkrar ákvarðanir verða teknar um rannsóknarleyfi eða framkvæmdir. Örstutt frá byggð í Hveragerði Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, segir í samtali við Vísi að full samstaða hafi verið í bókuninni um málið. Minnihluti D-lista hafi einnig greitt henni atkvæði. „Það voru allir sammála þessu og það eru allir mjög hissa á þessum vinnubrögðum,“ segir Njörður. Hvernig munuð þið beita ykkur í málinu? „Þetta er svolítið skrítin staða vegna þess að Hveragerði er umlykið Ölfusi og Ölfusdalur þar sem þau vilja virkja er bæði í Ölfusi og Hveragerði. Þannig að áin sem rennur í gegnum dalinn skiptir sveitarfélögunum. Ölfus og Orkuveitan, Títan hefur í hyggju að fara að virkja Ölfus megin.“ Njörður segir alveg ljóst að um sé að ræða mikla náttúruperlu. Þar fari tugþúsundir ferðamanna upp í Reykjadal á hverju ári. „Og þetta er tvo kílómetra frá ystu byggð í Hveragerði. Regluverkið er þannig að Hveragerði hefur í raun og veru ekkert um þetta að segja. Þannig að þessir aðilar fara bara af stað án þess að spyrja okkur. Þeir spyrja okkur ekki álits. Það er málið og þetta hefur áhrif á okkar lífsgæði og við viljum ráða því hvað verður í okkar næsta nágrenni.“ Orkumál Hveragerði Ölfus Jarðhiti Sveitarstjórnarmál Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira
Bæjarstjórnin lýsir undrun sinni í samhljóða bókun á bæjarstjórnarfundi. Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, segir í samtali við Vísi að fulltrúar meiri-og minnihluta hafi verið sammála í málinu. Eins og Vísir greindi frá í gær tilkynntu Orkuveita Reykjavíkur, sveitarfélagið Ölfus og Títan um áform um að sækja sameiginlega um rannsóknarleyfi með samstarf um nýtingu jarðhita í Ölfusdal í huga. Skrifað var undir viljayfirlýsingu þess efnis á blaðamannafundi. Furðulegt að fara af stað Í bókun bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar kemur fram að Ölfusdalur sé að stærstum hluta í Hveragerði og að minnihluta í Ölfusi. Furðulegt sé að fara af stað með slík áform án þess að bærinn eigi aðkomu að málinu. „Því ljóst sé að virkjanaframkvæmdir munu hafa mest áhrif á íbúa Hveragerðisbæjar. Í þessu samhengi má nefna a þau óþægindi sem íbúar Hveragerðis og nágrennis hafa orðið af borholum á Hellisheiði, með aukinni jarðskjálftavirkni vegna niðurdælingar, loftmengun og hávaðamengun sem berst íbúum þegar borholurnar eru látnar blása.“ Útivistarperla Þá segir bæjarstjórn í bókun sinni að í Ölfusdal sé að finna fjölbreytta aðstöðu til útvistar og íþrótta. Þar megi nefna golfvöll, knattspyrnuvöll, sviflínu og gönguleiðir. „Í undirbúningi er frekari uppbygging í Ölfusdal í þágu útivistar og nálægðar við náttúruna. Umræður og ákvarðanir um virkjanir í og við náttúrperlur eins og Ölfusdal, og í næsta nágrenni við íbúabyggð, eru því mál sem þarf að vanda sérstaklega vel til og hafa víðtækt samráð við íbúa og ferðaþjónustuaðila.“ Fram kemur að bærinn leggist gegn því að rannsóknarleyfi verði veitt í Ölfusdal fyrr en náið og eðlilegt samráð verði haft við sveitarfélagið og íbúa þess. Því er beint til OR, Títan og Ölfuss auk stjórnvalda að tryggja aðkomu Hveragerðisbæjar að öllum áformum um virkjanaframkvæmdir í Ölfusdal verði áður en nokkrar ákvarðanir verða teknar um rannsóknarleyfi eða framkvæmdir. Örstutt frá byggð í Hveragerði Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, segir í samtali við Vísi að full samstaða hafi verið í bókuninni um málið. Minnihluti D-lista hafi einnig greitt henni atkvæði. „Það voru allir sammála þessu og það eru allir mjög hissa á þessum vinnubrögðum,“ segir Njörður. Hvernig munuð þið beita ykkur í málinu? „Þetta er svolítið skrítin staða vegna þess að Hveragerði er umlykið Ölfusi og Ölfusdalur þar sem þau vilja virkja er bæði í Ölfusi og Hveragerði. Þannig að áin sem rennur í gegnum dalinn skiptir sveitarfélögunum. Ölfus og Orkuveitan, Títan hefur í hyggju að fara að virkja Ölfus megin.“ Njörður segir alveg ljóst að um sé að ræða mikla náttúruperlu. Þar fari tugþúsundir ferðamanna upp í Reykjadal á hverju ári. „Og þetta er tvo kílómetra frá ystu byggð í Hveragerði. Regluverkið er þannig að Hveragerði hefur í raun og veru ekkert um þetta að segja. Þannig að þessir aðilar fara bara af stað án þess að spyrja okkur. Þeir spyrja okkur ekki álits. Það er málið og þetta hefur áhrif á okkar lífsgæði og við viljum ráða því hvað verður í okkar næsta nágrenni.“
Orkumál Hveragerði Ölfus Jarðhiti Sveitarstjórnarmál Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira