Bömmer að sjá ekki myrkrið fyrr en þú stígur úr því Gunnar Dan Wiium skrifar 30. nóvember 2023 12:31 Í fargufunni í kvöld vorum við leidd í gegnum orkustöðvar okkar sem mér er sagt að séu raunveruleg sem líffæri sem framleiða hormóna. Ég veit ekkert hvort það sé rétt né þekki ég nöfn þessara orkustöðva á sanskrít sem ég get skreytt mig með en ég tengi við eðli þessari hjóla og veit hver afleiðingin er þegar þau hætta að snúast og valda stíflum, ójafnvægi. Rótin sem oft er nefnd sem stöð hins sofandi snáks er jörðin, grunnurinn og öll okkar orka streymir þaðan innan frá. Snákurinn er stöðugleikinn er hann hringar sig en í upprisu framkvæmir hann töfra og kraftaverk þar að segja ef hjólin snúast. Fyrsta hjólið snýr að hvötum og löngunum og mikilvægt er að jafnvægi sé þar því annars gleymum við okkur í efnishyggju og hvötum, úlfurinn hættir að færa okkur inniskóna og breytist í harðstjóra og við missum alla stjórn sem annars manninum er ætlað að hafa. Tilfinningalífið situr í miðsvæðinu og er tengt öndun og meltingu. Þarna sitja draugarnir í hverri einustu sillu og neita að stíga fram í ljósið, þeir nærast á öllu sem þú hefur, þeir breyta gleði í sársauka og ef engin gleði er, rækta þeir sársauka allt um kring og nærast. Þarna hvílir óttinn og kvíðinn og það er ekki fyrr en að snákurinn rís að hjólið fer að snúast og gutlið skolast til og við köstum því út, skortur á súrefni breytist í rými til öndunar og myrkur breytist í ljós. Hjartastöðin er rósin með öll sín óteljandi blöð, þar hvílir samkennd sem sorg, sorg sem í raun er ekkert annað en samkennd. Þar er mennskur söknuður og krafturinn sem breytir hvötum í elsku og þörf til þjónustu og einingar. Á milli hjartans og þriðja augans, innsæis okkar hvílir röddin. Hálstjakran, hún er tjáningin okkar, geta okkar að forma í orð, koma frá okkur því sem hefur verið melt. Ef við erum virk í innsæi sem í grunninn eru tengsl við guðdómlegt eðli alls sem er, þá tölum við af samkennd hjartans og af visku, þá meiða orð okkar engan heldur göfga umhverfið allt í kring. Við tjáum okkur af hugrekki snáksins og aðrir laðast að okkur því við erum heil og sönn, við erum elskuð því við elskum. Í hvirflinum er svæði hjálmsins, geislabaugsins, þarna er uppljómun og tímaleysið, afstöðuleysið, þögnin hvílir í okkur og við hvílum í þögninni og við sjáum tilgang í tilgangsleysinu. Gleði breytist í sorg og sorg verður gleði. Í uppljómun verðum við skyggn, skilvirk og við verðum læknar. Bömmer að sjá ekki myrkrið fyrr en þú stígur úr því, en veistu hvað, bömmerinn er svo dýrmætur og svo er hann er fallegastur allra. Höfundur starfar sem búðakall, hlaðvarpsstjórnandi Þvottahússins og Hampkastsins & svo er hann umboðsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í fargufunni í kvöld vorum við leidd í gegnum orkustöðvar okkar sem mér er sagt að séu raunveruleg sem líffæri sem framleiða hormóna. Ég veit ekkert hvort það sé rétt né þekki ég nöfn þessara orkustöðva á sanskrít sem ég get skreytt mig með en ég tengi við eðli þessari hjóla og veit hver afleiðingin er þegar þau hætta að snúast og valda stíflum, ójafnvægi. Rótin sem oft er nefnd sem stöð hins sofandi snáks er jörðin, grunnurinn og öll okkar orka streymir þaðan innan frá. Snákurinn er stöðugleikinn er hann hringar sig en í upprisu framkvæmir hann töfra og kraftaverk þar að segja ef hjólin snúast. Fyrsta hjólið snýr að hvötum og löngunum og mikilvægt er að jafnvægi sé þar því annars gleymum við okkur í efnishyggju og hvötum, úlfurinn hættir að færa okkur inniskóna og breytist í harðstjóra og við missum alla stjórn sem annars manninum er ætlað að hafa. Tilfinningalífið situr í miðsvæðinu og er tengt öndun og meltingu. Þarna sitja draugarnir í hverri einustu sillu og neita að stíga fram í ljósið, þeir nærast á öllu sem þú hefur, þeir breyta gleði í sársauka og ef engin gleði er, rækta þeir sársauka allt um kring og nærast. Þarna hvílir óttinn og kvíðinn og það er ekki fyrr en að snákurinn rís að hjólið fer að snúast og gutlið skolast til og við köstum því út, skortur á súrefni breytist í rými til öndunar og myrkur breytist í ljós. Hjartastöðin er rósin með öll sín óteljandi blöð, þar hvílir samkennd sem sorg, sorg sem í raun er ekkert annað en samkennd. Þar er mennskur söknuður og krafturinn sem breytir hvötum í elsku og þörf til þjónustu og einingar. Á milli hjartans og þriðja augans, innsæis okkar hvílir röddin. Hálstjakran, hún er tjáningin okkar, geta okkar að forma í orð, koma frá okkur því sem hefur verið melt. Ef við erum virk í innsæi sem í grunninn eru tengsl við guðdómlegt eðli alls sem er, þá tölum við af samkennd hjartans og af visku, þá meiða orð okkar engan heldur göfga umhverfið allt í kring. Við tjáum okkur af hugrekki snáksins og aðrir laðast að okkur því við erum heil og sönn, við erum elskuð því við elskum. Í hvirflinum er svæði hjálmsins, geislabaugsins, þarna er uppljómun og tímaleysið, afstöðuleysið, þögnin hvílir í okkur og við hvílum í þögninni og við sjáum tilgang í tilgangsleysinu. Gleði breytist í sorg og sorg verður gleði. Í uppljómun verðum við skyggn, skilvirk og við verðum læknar. Bömmer að sjá ekki myrkrið fyrr en þú stígur úr því, en veistu hvað, bömmerinn er svo dýrmætur og svo er hann er fallegastur allra. Höfundur starfar sem búðakall, hlaðvarpsstjórnandi Þvottahússins og Hampkastsins & svo er hann umboðsmaður.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar