Gagnrýna seinagang ríkisstjórnarinnar: „Hvaða endemis della er þetta?“ Árni Sæberg skrifar 29. nóvember 2023 18:30 Stjórnarandstöðuþingmenn eru ekki sáttir. Vísir/Vilhelm Þingmenn úr öllum flokkum stjórnarandstöðu stigu í pontu Alþingis síðdegis til að gagnrýna vinnubrögð ríkisstjórnarinnar en þingflokksformenn fengu skilaboð um kvöldmatarleytið í gær um að til stæði að taka fyrir 56 blaðsíðna frumvarp umhverfisráðherra í dag sem meðal annars inniheldur fjórtán ESB lagagerðir. Þingmennirnir voru einhuga um að þetta væru ófagleg vinnubrögð sem byðu hættunni heim þegar stór mál sem þetta sé tekið fyrir í miklum flýti. Mistök við slíkar aðstæður væru fyrirsjáanleg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins kallaði Sjálfstæðisflokkinn Brusselflokkinn og flokksbróðir hans, Bergþór Ólason, var allt annað en ánægður með vinnubrögðin. „Það er auðvitað alveg forkastanlegt að mál eins og þetta sé að koma hér inn í þingið ellefu dögum fyrir áætlaða jólafrestun þingsins og með kröfum um að það sé klárað fyrir árámót. Hvaða endemis della er þetta? Burtséð frá því hver afstaða þingmanna er til málsins.“ Ekki í fyrsta skiptið Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, var sama sinnis. Þetta væri ekki í fyrsta sinn sem slík vinnubrögð væru viðhöfð. „Þetta er viðverandi vandamál að það er ætlast til þess að þingið klári einhver risastór mál á handahlaupum út af því að við fáum málin ekki tímanlega frá ráðuneytinu. Við erum búin að vera hérna núna í marga mánuði með eiginlega engin mál frá ríkisstjórninni. Það er ekkert búið að vera að frétta af ríkisstjórnarmálum, þingmannamál eru búin að halda þinginu hérna gangandi. Svo þegar koma mál sem eiga að vera dagsetningarmál, risastór mál, fjórtán EES-gerðir, þá eigum við að afgreiða það á handahlaupum.“ Þetta bjóði upp á mistök og það sé ólíðandi að slík mál séu unnin ófaglega. „Ég skil ekki hvernig stendur á því að ríkisstjórnin og ráðherrar geta ekki tryggt það að málin þeirra komi til þingsins tímanlega til þess að við getum afgreitt þau á faglegan máta. Það er óþolandi,“ sagði Halldóra og uppskar heyr, heyr úr þingsal. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Miðflokkurinn Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Þingmennirnir voru einhuga um að þetta væru ófagleg vinnubrögð sem byðu hættunni heim þegar stór mál sem þetta sé tekið fyrir í miklum flýti. Mistök við slíkar aðstæður væru fyrirsjáanleg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins kallaði Sjálfstæðisflokkinn Brusselflokkinn og flokksbróðir hans, Bergþór Ólason, var allt annað en ánægður með vinnubrögðin. „Það er auðvitað alveg forkastanlegt að mál eins og þetta sé að koma hér inn í þingið ellefu dögum fyrir áætlaða jólafrestun þingsins og með kröfum um að það sé klárað fyrir árámót. Hvaða endemis della er þetta? Burtséð frá því hver afstaða þingmanna er til málsins.“ Ekki í fyrsta skiptið Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, var sama sinnis. Þetta væri ekki í fyrsta sinn sem slík vinnubrögð væru viðhöfð. „Þetta er viðverandi vandamál að það er ætlast til þess að þingið klári einhver risastór mál á handahlaupum út af því að við fáum málin ekki tímanlega frá ráðuneytinu. Við erum búin að vera hérna núna í marga mánuði með eiginlega engin mál frá ríkisstjórninni. Það er ekkert búið að vera að frétta af ríkisstjórnarmálum, þingmannamál eru búin að halda þinginu hérna gangandi. Svo þegar koma mál sem eiga að vera dagsetningarmál, risastór mál, fjórtán EES-gerðir, þá eigum við að afgreiða það á handahlaupum.“ Þetta bjóði upp á mistök og það sé ólíðandi að slík mál séu unnin ófaglega. „Ég skil ekki hvernig stendur á því að ríkisstjórnin og ráðherrar geta ekki tryggt það að málin þeirra komi til þingsins tímanlega til þess að við getum afgreitt þau á faglegan máta. Það er óþolandi,“ sagði Halldóra og uppskar heyr, heyr úr þingsal.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Miðflokkurinn Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira