Murdaugh fær 27 ára dóm fyrir fjársvik gegn viðskiptavinum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. nóvember 2023 22:46 Murdaugh við réttarhöld í Suður-Karólínu í dag. AP Bandaríski lögmaðurinn og morðinginn Alex Murdaugh hefur verið dæmdur í 27 ára fangelsi fyrir margvísleg auðgunarbrot á hendur fyrrverandi viðskiptavina sinna. Alls er hann þó sakaður um meira en hundrað auðgunarbrot gegn viðskiptavinum. Murdaugh var fyrr á árinu dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi fyrir að hafa skotið eiginkonu sína og son til bana fyrir rúmlega tveimur árum. Enginn var handtekinn vegna málsins í rúmt ár eftir að morðin áttu sér stað en Murdaugh var að lokum ákærður fyrir þau í júlí á síðasta ári. Sjá einnig: Murdaugh dæmdur í lífstíðarfangelsi Dómur var kveðinn upp í héraðsdómi Suður-Karólínu í dag. Murdaugh var fundinn sekur um meira en tuttugu mismunandi glæpi, þar með talið peningaþvætti, trúnaðarbrot, skjalafals og skattsvik. Hann játaði sök á 22 auðgunarbrotum fyrr í mánuðinum. Þá er hann sakaður um að hafa svindlað pening úr dánarbúi fyrrverandi ráðskonu sinnar, sem lést á dularfullan hátt á heimili Murdaugh árið 2018. Sem hluti af samningi samþykkti ríkissaksóknari að hann sitji 27 ára dóminn samhliða lífstíðardómunum tveimur, en Murdaugh er 55 ára gamall. Saksóknarar stikuðu þó á stóru í umræddum réttarhöldum en Murdaugh er sakaður um alls 101 auðgunarbrot þar sem hann á að hafa svikið allt að 8,8 milljónir Bandaríkjadala af viðskiptavinum sínum, eða rúmlega 1,2 milljarða króna. Fórnarlömbin fólk í viðkvæmri stöðu Murdaugh var vikið úr starfi á lögmannastofu sinni í kjölfar lögreglurannsóknar á stofunni. Stór hluti skjólstæðinga hans var fátækt fólk og fólk sem leitaði réttar síns vegna meiðsla eða andláts fjölskyldumeðlims. Meðal þeirra sem Murdaugh játaði að hafa svikið var kona sem hafði misst táningsson sinn eftir að hann lenti í bílslysi og lamaðist frá hálsi. Hún sagði Murdaugh hafa svikið sig í tvígang, fyrst þegar sonur hennar lenti í slysinu og síðan þegar hann lést. Hann játaði einnig að hafa svikið pening af manni sem lenti í bílslysi sem varð konu hans að bana og af öðrum manni sem lenti í aftanákeyrslu og slasaðist á hálsi. Creighton Waters yfirsaksóknari sagði í réttarhöldunum í dag að Murdaugh kæmi líklegast til að sitja í fangelsi það sem hann á eftir ólifað, að utantöldum lífstíðardómunum tveimur. Lögmannastofa Murdaugh vinnur nú að því að endurgreiða fórnarlömbum hans þær upphæðir sem hann sveik af þeim. Fjárglæpir Murdaugh urðu miðpunktur í máli suður-karólínska ríkisins gegn honum vegna morðanna tveggja. Saksóknarar segja Murdaugh hafa myrt eiginkonu sína og son sinn í von um samúð annarra vegna bágrar fjárhagsstöðu hans. Þá segja þeir hann hafa stolið peningum af fólki í þeim tilgangi að borga eigin skuldir. Murdaugh sagðist hafa stolið peningunum til þess að fjármagna ópíóðaneyslu sína. Verjendur hans segja hann nú vera edrú. Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Líkamsleifar pilts grafnar upp vegna Murdaugh-málsins Til stendur að grafa upp líkamsleifar Stephen Smith, sem var 19 ára þegar hann fannst látinn á sveitavegi nærri Moselle, heimili lögmannsins Alex Murdaugh. Fyrir tveimur vikum var Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt son sinn og eiginkonu. 20. mars 2023 07:47 Sátt náðst um miskabætur til handa fjölskyldu Beach Sátt hefur náðst um miskabætur til handa fjölskyldu Mallory Beach og annarra ungmenna sem voru um borð í bát í eigu Alex Murdaugh sem ekið var á brúarstólpa árið 2019. Murdaugh var nýlega fundinn sekur um að myrða eiginkonu sína og yngri son, Paul, sem var við stýrið á bátnum. 18. júlí 2023 10:02 Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh var í nótt fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son í þeim tilgangi að draga athyglina frá margmilljóna dala efnahagsbrotum sínum. 3. mars 2023 06:37 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Murdaugh var fyrr á árinu dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi fyrir að hafa skotið eiginkonu sína og son til bana fyrir rúmlega tveimur árum. Enginn var handtekinn vegna málsins í rúmt ár eftir að morðin áttu sér stað en Murdaugh var að lokum ákærður fyrir þau í júlí á síðasta ári. Sjá einnig: Murdaugh dæmdur í lífstíðarfangelsi Dómur var kveðinn upp í héraðsdómi Suður-Karólínu í dag. Murdaugh var fundinn sekur um meira en tuttugu mismunandi glæpi, þar með talið peningaþvætti, trúnaðarbrot, skjalafals og skattsvik. Hann játaði sök á 22 auðgunarbrotum fyrr í mánuðinum. Þá er hann sakaður um að hafa svindlað pening úr dánarbúi fyrrverandi ráðskonu sinnar, sem lést á dularfullan hátt á heimili Murdaugh árið 2018. Sem hluti af samningi samþykkti ríkissaksóknari að hann sitji 27 ára dóminn samhliða lífstíðardómunum tveimur, en Murdaugh er 55 ára gamall. Saksóknarar stikuðu þó á stóru í umræddum réttarhöldum en Murdaugh er sakaður um alls 101 auðgunarbrot þar sem hann á að hafa svikið allt að 8,8 milljónir Bandaríkjadala af viðskiptavinum sínum, eða rúmlega 1,2 milljarða króna. Fórnarlömbin fólk í viðkvæmri stöðu Murdaugh var vikið úr starfi á lögmannastofu sinni í kjölfar lögreglurannsóknar á stofunni. Stór hluti skjólstæðinga hans var fátækt fólk og fólk sem leitaði réttar síns vegna meiðsla eða andláts fjölskyldumeðlims. Meðal þeirra sem Murdaugh játaði að hafa svikið var kona sem hafði misst táningsson sinn eftir að hann lenti í bílslysi og lamaðist frá hálsi. Hún sagði Murdaugh hafa svikið sig í tvígang, fyrst þegar sonur hennar lenti í slysinu og síðan þegar hann lést. Hann játaði einnig að hafa svikið pening af manni sem lenti í bílslysi sem varð konu hans að bana og af öðrum manni sem lenti í aftanákeyrslu og slasaðist á hálsi. Creighton Waters yfirsaksóknari sagði í réttarhöldunum í dag að Murdaugh kæmi líklegast til að sitja í fangelsi það sem hann á eftir ólifað, að utantöldum lífstíðardómunum tveimur. Lögmannastofa Murdaugh vinnur nú að því að endurgreiða fórnarlömbum hans þær upphæðir sem hann sveik af þeim. Fjárglæpir Murdaugh urðu miðpunktur í máli suður-karólínska ríkisins gegn honum vegna morðanna tveggja. Saksóknarar segja Murdaugh hafa myrt eiginkonu sína og son sinn í von um samúð annarra vegna bágrar fjárhagsstöðu hans. Þá segja þeir hann hafa stolið peningum af fólki í þeim tilgangi að borga eigin skuldir. Murdaugh sagðist hafa stolið peningunum til þess að fjármagna ópíóðaneyslu sína. Verjendur hans segja hann nú vera edrú.
Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Líkamsleifar pilts grafnar upp vegna Murdaugh-málsins Til stendur að grafa upp líkamsleifar Stephen Smith, sem var 19 ára þegar hann fannst látinn á sveitavegi nærri Moselle, heimili lögmannsins Alex Murdaugh. Fyrir tveimur vikum var Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt son sinn og eiginkonu. 20. mars 2023 07:47 Sátt náðst um miskabætur til handa fjölskyldu Beach Sátt hefur náðst um miskabætur til handa fjölskyldu Mallory Beach og annarra ungmenna sem voru um borð í bát í eigu Alex Murdaugh sem ekið var á brúarstólpa árið 2019. Murdaugh var nýlega fundinn sekur um að myrða eiginkonu sína og yngri son, Paul, sem var við stýrið á bátnum. 18. júlí 2023 10:02 Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh var í nótt fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son í þeim tilgangi að draga athyglina frá margmilljóna dala efnahagsbrotum sínum. 3. mars 2023 06:37 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Líkamsleifar pilts grafnar upp vegna Murdaugh-málsins Til stendur að grafa upp líkamsleifar Stephen Smith, sem var 19 ára þegar hann fannst látinn á sveitavegi nærri Moselle, heimili lögmannsins Alex Murdaugh. Fyrir tveimur vikum var Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt son sinn og eiginkonu. 20. mars 2023 07:47
Sátt náðst um miskabætur til handa fjölskyldu Beach Sátt hefur náðst um miskabætur til handa fjölskyldu Mallory Beach og annarra ungmenna sem voru um borð í bát í eigu Alex Murdaugh sem ekið var á brúarstólpa árið 2019. Murdaugh var nýlega fundinn sekur um að myrða eiginkonu sína og yngri son, Paul, sem var við stýrið á bátnum. 18. júlí 2023 10:02
Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh var í nótt fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son í þeim tilgangi að draga athyglina frá margmilljóna dala efnahagsbrotum sínum. 3. mars 2023 06:37