Melatónínnotkun íslenskra barna aukist um mörg hundruð prósent Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. nóvember 2023 17:52 Erla Björnsdóttir svefnsérfræðingur. Vísir/Vilhelm Síðastliðinn áratug hefur melatónínnotkun barna aukist um mörg hundruð prósent að sögn svefnsérfræðings. Hún segir mikilvægt að uppræta orsakir svefnleysis barna í stað þess að plástra einkenni þess með lyfinu. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem framkvæmd var af American Academy of Sleep Medicine benda til þess að 18 prósentum barna á aldrinum fimm til níu ára sé gefið melatónín til að bæta svefn. Notkunin hefur aukist svo mikið í Bandaríkjunum að í fyrra gaf American Academy of Sleep Medicine út viðvörun til foreldra þar sem þeir voru hvattir til að ráðfæra sig fyrst við lækni áður en börnum væri gefið melatónín. Sölutölur hérlendis hafa sýnt að sala á melatónín hafi færst í aukana. „Viðbótarmelatónín líkir eftir okkar náttúrulega melatóníni þannig að það gerir okkur syfjuð og hjálpar okkur að sofna fyrr en þetta er samt mjög umdeilt sem svefnlyf,“ segir Erla Björnsdóttir svefnsérfræðingur hjá Betri svefn en hún var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir að mikill skortur sé á langtímarannsóknum á áhrifum notkunar melatóníns til lengri tíma, sérstaklega meðal barna. Veistu hvort íslensk börn taki lyfið á kvöldin? „Já, það hefur færst mikið í aukana, við getum fylgst með tölum á því sem er skrifað út af læknum og við höfum séð það síðasta áratug að það hefur aukist um mörg hundruð prósent, útskriftir á melatónín til barna.“ Mikilvægt að uppræta vandann „Það sem mér finnst helsta áhyggjuefnið vera er að við gleymum að setja fókus á hver er orsök vandans. Af hverju sefur barnið illa?“ Orsakirnar geti verið vanlíðan, venjur eða lífstílstengdir þættir, eins og skjánotkun, neysluvenjur og sykurneysla. „Og meðan við erum að plástra einkennin með því að gefa lyf þá erum við ekki að vinna að því að uppræta vandann og uppskera þannig árangur til lengri tíma,“ segir Erla. Erla segir mikilvægt að líta eftir svefnmynstri barna og halda jafnvel skráningu yfir það. Fylgjast með daglegum einkennum. „Börn sýna allt önnur einkenni þess að vera vansvefta heldur en fullorðnir. Þau eru ekki endilega þreytt og orkulaus heldur er það frekar að vera eirðarlaus, pirruð einbeitingarskortur. Geta verið einkenni sem líkja eftir ADHD einkennum.“ Þá segir Erla mikilvægt að haft verði eftirlit með sölutölum á lyfinu nú þegar það er komið í lausasölu en erfitt verði að sjá hverjir komi til með að neyta þess. „En það er eitthvað sem mér finnst miður af því að þróunin hefur verið svo ofboðslega hröð hjá börnum í aukningu í notkun melatóníns og það er slæmt að geta ekki fylgst með því.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Reykjavík síðdegis Svefn Lyf Börn og uppeldi Tengdar fréttir Vísbendingar um að allt að 20 prósentum barna sé gefið melatónín Nærri einu af hverjum fimm börnum yngri en 14 ára í Bandaríkjunum er gefið melatónín til að bæta svefninn. Ný rannsókn bendir til þess að 18 prósentum barna á aldrinum fimm til níu ára sé gefið efnið. 28. nóvember 2023 07:33 Mikilvægt að foreldrar noti melatónín með skynsömum hætti Embætti landlæknis segir mikilvægt að foreldrar barna og ungmenna sem glíma við svefnvandamál noti melatónín með skynsömum hætti. Melatónín bætiefni ætti að umgangast eins og öll önnur lyf auk þess sem geyma þurfi það á öruggum stað. Notkunin hafi aukist hérlendis. 30. maí 2023 15:12 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Sjá meira
Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem framkvæmd var af American Academy of Sleep Medicine benda til þess að 18 prósentum barna á aldrinum fimm til níu ára sé gefið melatónín til að bæta svefn. Notkunin hefur aukist svo mikið í Bandaríkjunum að í fyrra gaf American Academy of Sleep Medicine út viðvörun til foreldra þar sem þeir voru hvattir til að ráðfæra sig fyrst við lækni áður en börnum væri gefið melatónín. Sölutölur hérlendis hafa sýnt að sala á melatónín hafi færst í aukana. „Viðbótarmelatónín líkir eftir okkar náttúrulega melatóníni þannig að það gerir okkur syfjuð og hjálpar okkur að sofna fyrr en þetta er samt mjög umdeilt sem svefnlyf,“ segir Erla Björnsdóttir svefnsérfræðingur hjá Betri svefn en hún var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir að mikill skortur sé á langtímarannsóknum á áhrifum notkunar melatóníns til lengri tíma, sérstaklega meðal barna. Veistu hvort íslensk börn taki lyfið á kvöldin? „Já, það hefur færst mikið í aukana, við getum fylgst með tölum á því sem er skrifað út af læknum og við höfum séð það síðasta áratug að það hefur aukist um mörg hundruð prósent, útskriftir á melatónín til barna.“ Mikilvægt að uppræta vandann „Það sem mér finnst helsta áhyggjuefnið vera er að við gleymum að setja fókus á hver er orsök vandans. Af hverju sefur barnið illa?“ Orsakirnar geti verið vanlíðan, venjur eða lífstílstengdir þættir, eins og skjánotkun, neysluvenjur og sykurneysla. „Og meðan við erum að plástra einkennin með því að gefa lyf þá erum við ekki að vinna að því að uppræta vandann og uppskera þannig árangur til lengri tíma,“ segir Erla. Erla segir mikilvægt að líta eftir svefnmynstri barna og halda jafnvel skráningu yfir það. Fylgjast með daglegum einkennum. „Börn sýna allt önnur einkenni þess að vera vansvefta heldur en fullorðnir. Þau eru ekki endilega þreytt og orkulaus heldur er það frekar að vera eirðarlaus, pirruð einbeitingarskortur. Geta verið einkenni sem líkja eftir ADHD einkennum.“ Þá segir Erla mikilvægt að haft verði eftirlit með sölutölum á lyfinu nú þegar það er komið í lausasölu en erfitt verði að sjá hverjir komi til með að neyta þess. „En það er eitthvað sem mér finnst miður af því að þróunin hefur verið svo ofboðslega hröð hjá börnum í aukningu í notkun melatóníns og það er slæmt að geta ekki fylgst með því.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Svefn Lyf Börn og uppeldi Tengdar fréttir Vísbendingar um að allt að 20 prósentum barna sé gefið melatónín Nærri einu af hverjum fimm börnum yngri en 14 ára í Bandaríkjunum er gefið melatónín til að bæta svefninn. Ný rannsókn bendir til þess að 18 prósentum barna á aldrinum fimm til níu ára sé gefið efnið. 28. nóvember 2023 07:33 Mikilvægt að foreldrar noti melatónín með skynsömum hætti Embætti landlæknis segir mikilvægt að foreldrar barna og ungmenna sem glíma við svefnvandamál noti melatónín með skynsömum hætti. Melatónín bætiefni ætti að umgangast eins og öll önnur lyf auk þess sem geyma þurfi það á öruggum stað. Notkunin hafi aukist hérlendis. 30. maí 2023 15:12 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Sjá meira
Vísbendingar um að allt að 20 prósentum barna sé gefið melatónín Nærri einu af hverjum fimm börnum yngri en 14 ára í Bandaríkjunum er gefið melatónín til að bæta svefninn. Ný rannsókn bendir til þess að 18 prósentum barna á aldrinum fimm til níu ára sé gefið efnið. 28. nóvember 2023 07:33
Mikilvægt að foreldrar noti melatónín með skynsömum hætti Embætti landlæknis segir mikilvægt að foreldrar barna og ungmenna sem glíma við svefnvandamál noti melatónín með skynsömum hætti. Melatónín bætiefni ætti að umgangast eins og öll önnur lyf auk þess sem geyma þurfi það á öruggum stað. Notkunin hafi aukist hérlendis. 30. maí 2023 15:12