Falleinkunn matvælaráðherra og MAST - hluti II - blóðmerar Árni Stefán Árnason skrifar 24. nóvember 2023 14:31 Matvælaráðherra og Matvælastofnun lágu undir mikilli gagnrýni um margra vikna skeið þá er heimildamynd um dýraníð í blóðmeraiðanðinum var opinberuð af svissnesk-þýsku dýraverndarsamtökunum AWF. Hafið var yfir allan vafa í mínum lögfræðilega skilningi að mörg ákvæði dýravelferðarlaga höfðu verið brotin og refsiákvæði virkjuð. Matvælaráðherra lauk málinu með setningu reglugerðar, sem átti að kippa öllu í liðinn. MAST vísaði á bug handvömm sinni en vísaði málinu þó til lögreglu, sem felldi málið niður. Einhver mesti fjöldi blaðaskrifa, sem ég man eftir um dýravernd leit dagsins ljós og voru sumar greinar með framúrskarandi rökstuðningi. Miður var að Ríkisendurskoðandi skyldi sneiða fram hjá málinu og bera það fyrir sig að ESA eftirlitsstofnunin væri með þetta mál í skoðun. Nú hefur verið birt nýtt myndband frá erlendu dýraverndarsamtökunum. Það staðfestir að ekki er orð takandi mark á matvælaráðherra né MAST í allri þeirri umræðu, sem verið hefur. Síðasta úrræðið í réttarríki er því að Alþingi taki málið upp aftur. Veikleikinn við það er að það ekki er þingmeirihluti til breytinga með núverandi ríkisstjórn, sem virðist skeytir engu um dýravernd, a.m.k. ei hingað til. Það blasir því við viðvarandi dýraníð hjá blóðmerum og folöldum þeirra. Þetta er hörmungarástand í landi sem kennir sig við siðaða þjóð. Eini vonarneistinn er áframhaldandi áróður. Hann leiddi til þess að 10 ára gamalli barráttu gegn loðdýraeld virðist ætla að ljúka með því að greinin verði lögð af á Íslandi. Hið sama má ætla að gerist, sannfærist Evrópa um að vernda í senn íslenskar merar og gyltur í svínaeldi. - Að neytendur hreinlega hætti neyslu svínakjöts - þannig má slá tvær flugur í einu höggi í orðsins fyllstu merkingu. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur. Heimildamyndin Iceland - Land of blood farmshttps://www.youtube.com/watch?v=A-2WILhlrRU Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Árni Stefán Árnason Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Matvælaráðherra og Matvælastofnun lágu undir mikilli gagnrýni um margra vikna skeið þá er heimildamynd um dýraníð í blóðmeraiðanðinum var opinberuð af svissnesk-þýsku dýraverndarsamtökunum AWF. Hafið var yfir allan vafa í mínum lögfræðilega skilningi að mörg ákvæði dýravelferðarlaga höfðu verið brotin og refsiákvæði virkjuð. Matvælaráðherra lauk málinu með setningu reglugerðar, sem átti að kippa öllu í liðinn. MAST vísaði á bug handvömm sinni en vísaði málinu þó til lögreglu, sem felldi málið niður. Einhver mesti fjöldi blaðaskrifa, sem ég man eftir um dýravernd leit dagsins ljós og voru sumar greinar með framúrskarandi rökstuðningi. Miður var að Ríkisendurskoðandi skyldi sneiða fram hjá málinu og bera það fyrir sig að ESA eftirlitsstofnunin væri með þetta mál í skoðun. Nú hefur verið birt nýtt myndband frá erlendu dýraverndarsamtökunum. Það staðfestir að ekki er orð takandi mark á matvælaráðherra né MAST í allri þeirri umræðu, sem verið hefur. Síðasta úrræðið í réttarríki er því að Alþingi taki málið upp aftur. Veikleikinn við það er að það ekki er þingmeirihluti til breytinga með núverandi ríkisstjórn, sem virðist skeytir engu um dýravernd, a.m.k. ei hingað til. Það blasir því við viðvarandi dýraníð hjá blóðmerum og folöldum þeirra. Þetta er hörmungarástand í landi sem kennir sig við siðaða þjóð. Eini vonarneistinn er áframhaldandi áróður. Hann leiddi til þess að 10 ára gamalli barráttu gegn loðdýraeld virðist ætla að ljúka með því að greinin verði lögð af á Íslandi. Hið sama má ætla að gerist, sannfærist Evrópa um að vernda í senn íslenskar merar og gyltur í svínaeldi. - Að neytendur hreinlega hætti neyslu svínakjöts - þannig má slá tvær flugur í einu höggi í orðsins fyllstu merkingu. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur. Heimildamyndin Iceland - Land of blood farmshttps://www.youtube.com/watch?v=A-2WILhlrRU
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar