Aflagjald í sjókvíeldi Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 24. nóvember 2023 10:31 Fyrir nokkrum dögum féll dómur í Héraðsdómi Vestfjarða, þar sem Arnarlax var sýknað af kröfu Vesturbyggðar um greiðslu á hækkuðu aflagjaldi fyrir löndun á eldislaxi í höfnum sveitarfélagsins. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að eldisfiskur væri ekki sjávarafli og félli ekki undir ákvæði 17. greinar laga um hafnarlög og þar með ekki lagastoð fyrir aflagjöldum á eldisfisk úr sjókvíeldi. Sveitarfélög þurfa vissu Þetta setur sveitarfélög sem hýsa sjókvíeldi í verulega vonda stöðu. Sveitarfélögin hafa byggt upp innviði til að mæta nýrri og stækkandi atvinnugrein og hafa verið tilbúin að gera sitt við að móta þá umgjörð sem þarf til þess að vaxa með. Hér er um að ræða uppbyggingu við hafnarsvæði og einnig uppbyggingu vegna fjölgunar íbúa og styrkingar grunnþjónustukjarna, svo sem grunn- og leikskóla. Í mörg ár hafa sveitarfélögin kallað eftir meiri skýrleika í lögum og reglum og að stjórnvöld fari í að yfirfara laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis með hliðsjón af gjaldtöku af fiskeldi. Ég hef lagt fram þingsályktunartillögu um þetta efni í nokkur þing í röð. Sú tillaga felur einfaldlega í sér að fela innviðaráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og matvælaráðherra að skipa starfshóp til þess að yfirfara laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis með hliðsjón af gjaldtöku af fiskeldi. Sú vinna hefur þegar farið af stað, þar skal nefna að nú hafa stjórnvöld viðkennt að núverandi skipting fiskeldissjóðsins sé ekki til þess að fallin mæta þörf sveitarfélaga fyrir þeirri uppbyggingu sem þau þurfa að ráðast í, auk þess sem lítil vissa er hjá sveitarfélögum um hve mikilla tekna er að vænta þar sem sveitarfélögin sækja hvert fyrir sig í sjóðinn og örðugt að áætla tekjur fram í tímann. Því hafa komið fram nýjar tillögur um skiptingu fiskeldisgjaldsins, hvort þær eru fullnægjandi verður tíminn að leiða í ljós en alla vega einnar messu virði að máta þær við. Leikreglur verða að vera skýrar Það er erfitt að byggja upp traust þegar leikreglur eru ekki skýrar, bæði fyrir sveitarfélögin og fyrirtækin. Það er þó vilji beggja aðila og því verða stjórnvöld að haska sér við verkið. Á vorþingi 2021 kom innviðaráðherra fram með frumvarp um breytingu á hafnarlögum. Þar voru tillögur sem byggja undir að sveitarfélög gætu sett inn í sína gjaldskrá aflagjöld af eldisfiski. Það náði ekki fram að ganga. Á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar er boðað að hafnarlögin verði aftur á dagskrá á næstu vikum og er það vel þar sem þetta verður ávarpað. Vonandi verður unnið með þau hratt og vel í gengum þingið. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Sjókvíaeldi Fiskeldi Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum féll dómur í Héraðsdómi Vestfjarða, þar sem Arnarlax var sýknað af kröfu Vesturbyggðar um greiðslu á hækkuðu aflagjaldi fyrir löndun á eldislaxi í höfnum sveitarfélagsins. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að eldisfiskur væri ekki sjávarafli og félli ekki undir ákvæði 17. greinar laga um hafnarlög og þar með ekki lagastoð fyrir aflagjöldum á eldisfisk úr sjókvíeldi. Sveitarfélög þurfa vissu Þetta setur sveitarfélög sem hýsa sjókvíeldi í verulega vonda stöðu. Sveitarfélögin hafa byggt upp innviði til að mæta nýrri og stækkandi atvinnugrein og hafa verið tilbúin að gera sitt við að móta þá umgjörð sem þarf til þess að vaxa með. Hér er um að ræða uppbyggingu við hafnarsvæði og einnig uppbyggingu vegna fjölgunar íbúa og styrkingar grunnþjónustukjarna, svo sem grunn- og leikskóla. Í mörg ár hafa sveitarfélögin kallað eftir meiri skýrleika í lögum og reglum og að stjórnvöld fari í að yfirfara laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis með hliðsjón af gjaldtöku af fiskeldi. Ég hef lagt fram þingsályktunartillögu um þetta efni í nokkur þing í röð. Sú tillaga felur einfaldlega í sér að fela innviðaráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og matvælaráðherra að skipa starfshóp til þess að yfirfara laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis með hliðsjón af gjaldtöku af fiskeldi. Sú vinna hefur þegar farið af stað, þar skal nefna að nú hafa stjórnvöld viðkennt að núverandi skipting fiskeldissjóðsins sé ekki til þess að fallin mæta þörf sveitarfélaga fyrir þeirri uppbyggingu sem þau þurfa að ráðast í, auk þess sem lítil vissa er hjá sveitarfélögum um hve mikilla tekna er að vænta þar sem sveitarfélögin sækja hvert fyrir sig í sjóðinn og örðugt að áætla tekjur fram í tímann. Því hafa komið fram nýjar tillögur um skiptingu fiskeldisgjaldsins, hvort þær eru fullnægjandi verður tíminn að leiða í ljós en alla vega einnar messu virði að máta þær við. Leikreglur verða að vera skýrar Það er erfitt að byggja upp traust þegar leikreglur eru ekki skýrar, bæði fyrir sveitarfélögin og fyrirtækin. Það er þó vilji beggja aðila og því verða stjórnvöld að haska sér við verkið. Á vorþingi 2021 kom innviðaráðherra fram með frumvarp um breytingu á hafnarlögum. Þar voru tillögur sem byggja undir að sveitarfélög gætu sett inn í sína gjaldskrá aflagjöld af eldisfiski. Það náði ekki fram að ganga. Á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar er boðað að hafnarlögin verði aftur á dagskrá á næstu vikum og er það vel þar sem þetta verður ávarpað. Vonandi verður unnið með þau hratt og vel í gengum þingið. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun