Hélt að það væri verið að gera at í sér Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. nóvember 2023 09:01 Eftir langan og farsælan feril sneri Sólveig Lára Kjærnested sér að þjálfun í fyrra. Það var þó langt því frá sjálfsagt skref að taka. vísir/hulda margrét Nýliðar ÍR hafa komið flestum á óvart það sem af er tímabili í Olís-deild kvenna. Þjálfari liðsins segir gengið framar vonum en ÍR-ingar hafi haft nokkuð stóra drauma fyrir tímabilið. Hún bjóst alls ekki við því að fara út í þjálfun þegar leikmannaferlinum lauk. Eftir tíu umferðir er ÍR í 5. sæti Olís-deildar kvenna með tíu stig, jafn mörg og deildar- og bikarmeistarar síðasta tímabils, ÍBV. ÍR-ingar eru aðeins tveimur stigum frá 3. sæti deildarinnar en sex stigum frá 7. sætinu en liðið í því fer í umspil um að halda sér uppi. „Við erum mjög sáttar. Það er erfitt að segja annað,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested, þjálfari ÍR, í samtali við Vísi í gær. „Okkar fyrsta markmið var að halda okkur uppi og draumamarkmiðið var þetta 5.-6. sæti. Við höfum ekkert farið leynt með það. Það væri algjör draumur að komast í úrslitakeppnina og sleppa við umspilið.“ En hver er lykilinn að góðu gengi ÍR-inga í vetur? „Hópurinn verð ég að segja. Margar hafa spilað vel og hópurinn sýnt karakter. Síðast áttum við erfiðan leik fyrir norðan þar sem við spiluðum illa og vorum í erfiðleikum en þá sýndum við karakter, þrautseigju og baráttu. Það skilaði þeim sigri og hefur skilað fleiri sigrum í vetur. Ég held að það sé stærsti þátturinn,“ sagði Sólveig og vísaði til sigursins á KA/Þór, 19-22, í KA-heimilinu fyrir viku. ÍR-ingar unnu síðasta leikinn sinn fyrir HM-hléið.vísir/hulda margrét Íslenska landsliðið er á leið á HM í handbolta og þráðurinn verður ekki tekinn upp aftur í Olís-deildinni fyrr en 6. janúar á næsta ári. Mikill óvissuþáttur „Það er erfitt að segja hvaða áhrif þetta hefur. Þetta er ekkert smá langt hlé. Auðvitað ætla allir að nýta pásuna rosa vel, æfa rosa vel og mæta tvíefldir til leiks. Við höfum ekkert brjálaða reynslu af því að fara í gegnum svona pásu en vonandi náum við að halda vel á spöðunum,“ sagði Sólveig en fyrsti leikur ÍR eftir hléið er gegn Íslandsmeisturum Vals. „Við nýtum þessar vikur eins vel og við getum og svo sjáum við hvort við náum ekki halda dampi þegar við byrjum aftur.“ Eitthvað sem öllum ÍR-ingum þykir vænt um Sólveig er uppalin í ÍR eins og svo margar frambærilegar handboltakonur. Má þar meðal annars nefna Skúladætur, Guðrúnu Drífu Hólmgeirsdóttur og Þóreyju Rósu Stefánsdóttur. Kvennalið ÍR hefur samt ekki náð miklum hæðum og önnur lið hafa frekar notið góðs af góðum leikmönnum sem hafa komið úr Breiðholtinu. En nú hefur orðið breyting á. „Í gegnum tíðina hafa komið flottir leikmenn úr félaginu en meistaraflokkurinn hefur ekki verið sterkur í langan tíma. Ég held að öllum ÍR-ingum þyki vænt um að við séum með skemmtilegt og flott kvennalið. Ég held að það sé gaman að horfa á þessar stelpur. Það eru margar uppaldar í liðinu sem gerir allt í kringum þetta mun skemmtilegra,“ sagði Sólveig. ÍR-ingar unnu sér sæti í Olís-deildinni eftir dramatísk einvígi gegn Selfyssingum í vor.vísir/hulda margrét „Félagið ÍR er líka þannig. Þeir sem eru ÍR-ingar eru miklir ÍR-ingar og brenna fyrir félagið. Þegar vel gengur er enn skemmtilegra að stór hluti hópsins hafi komið upp úr yngri flokka starfinu.“ Þurfti tíma til að sannfærast Sólveig lagði skóna á hilluna 2021. Aðspurð hvort hún hafi verið ákveðin í að fara út í þjálfun þá svaraði hún því neitandi. „Alls ekki. Þeir hringdu strax í mig ári áður en ég tók við og ég hélt að þeir væru að gera grín í mér. Það tók mig ár að hugsa að þetta væri möguleiki,“ sagði Sólveig. „Það kom rosa þrýstingur frá þeim. Að fá konu og ekki verra að fá einhvern uppalinn. Það þurfti að sannfæra mig um að þetta væri eitthvað sem ég gæti og vildi gera. En ég sé ekki eftir að hafa tekið þetta. Burtséð frá árangrinum sem við höfum náð hefur þetta verið ótrúlega skemmtilegt og ég kynnst ótrúlega mikið af flottu fólki í kringum þetta,“ sagði þjálfarinn að lokum. Olís-deild kvenna ÍR Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Eftir tíu umferðir er ÍR í 5. sæti Olís-deildar kvenna með tíu stig, jafn mörg og deildar- og bikarmeistarar síðasta tímabils, ÍBV. ÍR-ingar eru aðeins tveimur stigum frá 3. sæti deildarinnar en sex stigum frá 7. sætinu en liðið í því fer í umspil um að halda sér uppi. „Við erum mjög sáttar. Það er erfitt að segja annað,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested, þjálfari ÍR, í samtali við Vísi í gær. „Okkar fyrsta markmið var að halda okkur uppi og draumamarkmiðið var þetta 5.-6. sæti. Við höfum ekkert farið leynt með það. Það væri algjör draumur að komast í úrslitakeppnina og sleppa við umspilið.“ En hver er lykilinn að góðu gengi ÍR-inga í vetur? „Hópurinn verð ég að segja. Margar hafa spilað vel og hópurinn sýnt karakter. Síðast áttum við erfiðan leik fyrir norðan þar sem við spiluðum illa og vorum í erfiðleikum en þá sýndum við karakter, þrautseigju og baráttu. Það skilaði þeim sigri og hefur skilað fleiri sigrum í vetur. Ég held að það sé stærsti þátturinn,“ sagði Sólveig og vísaði til sigursins á KA/Þór, 19-22, í KA-heimilinu fyrir viku. ÍR-ingar unnu síðasta leikinn sinn fyrir HM-hléið.vísir/hulda margrét Íslenska landsliðið er á leið á HM í handbolta og þráðurinn verður ekki tekinn upp aftur í Olís-deildinni fyrr en 6. janúar á næsta ári. Mikill óvissuþáttur „Það er erfitt að segja hvaða áhrif þetta hefur. Þetta er ekkert smá langt hlé. Auðvitað ætla allir að nýta pásuna rosa vel, æfa rosa vel og mæta tvíefldir til leiks. Við höfum ekkert brjálaða reynslu af því að fara í gegnum svona pásu en vonandi náum við að halda vel á spöðunum,“ sagði Sólveig en fyrsti leikur ÍR eftir hléið er gegn Íslandsmeisturum Vals. „Við nýtum þessar vikur eins vel og við getum og svo sjáum við hvort við náum ekki halda dampi þegar við byrjum aftur.“ Eitthvað sem öllum ÍR-ingum þykir vænt um Sólveig er uppalin í ÍR eins og svo margar frambærilegar handboltakonur. Má þar meðal annars nefna Skúladætur, Guðrúnu Drífu Hólmgeirsdóttur og Þóreyju Rósu Stefánsdóttur. Kvennalið ÍR hefur samt ekki náð miklum hæðum og önnur lið hafa frekar notið góðs af góðum leikmönnum sem hafa komið úr Breiðholtinu. En nú hefur orðið breyting á. „Í gegnum tíðina hafa komið flottir leikmenn úr félaginu en meistaraflokkurinn hefur ekki verið sterkur í langan tíma. Ég held að öllum ÍR-ingum þyki vænt um að við séum með skemmtilegt og flott kvennalið. Ég held að það sé gaman að horfa á þessar stelpur. Það eru margar uppaldar í liðinu sem gerir allt í kringum þetta mun skemmtilegra,“ sagði Sólveig. ÍR-ingar unnu sér sæti í Olís-deildinni eftir dramatísk einvígi gegn Selfyssingum í vor.vísir/hulda margrét „Félagið ÍR er líka þannig. Þeir sem eru ÍR-ingar eru miklir ÍR-ingar og brenna fyrir félagið. Þegar vel gengur er enn skemmtilegra að stór hluti hópsins hafi komið upp úr yngri flokka starfinu.“ Þurfti tíma til að sannfærast Sólveig lagði skóna á hilluna 2021. Aðspurð hvort hún hafi verið ákveðin í að fara út í þjálfun þá svaraði hún því neitandi. „Alls ekki. Þeir hringdu strax í mig ári áður en ég tók við og ég hélt að þeir væru að gera grín í mér. Það tók mig ár að hugsa að þetta væri möguleiki,“ sagði Sólveig. „Það kom rosa þrýstingur frá þeim. Að fá konu og ekki verra að fá einhvern uppalinn. Það þurfti að sannfæra mig um að þetta væri eitthvað sem ég gæti og vildi gera. En ég sé ekki eftir að hafa tekið þetta. Burtséð frá árangrinum sem við höfum náð hefur þetta verið ótrúlega skemmtilegt og ég kynnst ótrúlega mikið af flottu fólki í kringum þetta,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Olís-deild kvenna ÍR Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira