Smáhundum ætlað að bæta andlega líðan meinað að vera í heimaeinangrun Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2023 14:41 Í úrskurði ráðuneytisins segir að kröfur vegna innflutnings dýra séu strangar og sé meginreglan sú að innflutningur dýra er bannaður. Undantekningar frá slíku banni skulu túlkaðar þröngt. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Innflytjendur tveggja smáhunda sem ætlað var að bæta andlega líðan annars þeirra fá ekki undanþágu til að láta þá vera í heimaeinangrun eftir komuna til landsins. Hundarnir þurfi að dvelja í einangrunarstöðinni Móseli við komuna til landsins líkt og aðrir innfluttir hundar, enda flokkist þeir sem „stuðningshundar“ en ekki sem „hjálparhundar“ sem geta fengið slíka undanþágu. Þetta er niðurstaða matvælaráðuneytisins sem hefur staðfest synjun Matvælastofnunar um undanþágu til heimaeinangrunar umræddra hunda. Í úrskurðinum kemur fram að eftir komuna til landsins í október hafi hundarnir farið í einangrunarstöðina, en Matvælastofnun barst þá undanþágubeiðni um að hafa hundana í heimaeinangrun þar sem um hjálparhunda væri að ræða. Kærendur sögðu andlegt heilsufar annars þeirra hafi verulega takmarkandi áhrif á allar daglegar athafnir viðkomandi og væri algjörlega háð því að hafa hunda hjá sér. Óvíst væri hvort að hún væri vinnufær vegna ástandsins. Sömuleiðis sögðu kærendur að þeir hefðu yfir að ráða húsi þar sem aðstæður til heimaeinangrunar væru til fyrirmyndar fyrir umrædda smáhunda. Ekki er tekið fram í úrskurðina hvaða hundategund um ræðir. Ætlað að fyrirbyggja að sjúkdómar berist til landsins Matvælastofnun leggur áherslu á að meginreglan sé að hunda og ketti skal flytja rakleiðis í einangrunarstöð við komu til landsins. „Um einangrun og starfsemi einangrunarstöðva gilda ákveðnar reglur sem ætlað er að fyrirbyggja að sjúkdómar berist til landsins við innflutning. Eina heimild fyrir undanþágu til heimaeinangrunar er vegna innflutnings á hjálparhundum og stofnunin hefur ekki heimild til þess að leyfa heimaeinangrun hunda nema um sé að ræða vottaða hjálparhunda,“ segir á vef Matvælastofnunar. Stuðningshundar, ekki hjálparhundar Samkvæmt skilgreiningu reglugerðarinnar er hjálparhundur leiðsöguhundur fyrir blinda, merkjahundur fyrir heyrnarskerta eða hjálparhundur fyrir hreyfihamlaða, flogaveika og sykursjúka, sem aðstoðar einstaklinga með ofangreindar greiningar við að takast á við umhverfi sitt og hefur vottaða þjálfun sem samþykkt er af Matvælastofnun. „Matvælastofnun hafnaði erindinu með vísan til þess að hundarnir féllu ekki undir skilgreiningu reglugerðarinnar um hjálparhunda og þeir væru ekki vottaðir sem slíkir. Skýr greinarmunur væri á hjálparhundum og stuðningshundum. Hjálparhundar eru sérþjálfaðir vottaðir þjónustuhundar sem gegna tilteknu hlutverki en stuðningshundar eru gæludýr og taldi stofnunin sig ekki hafa heimild til að víkja frá kröfu um hefðbundna einangrun þegar kemur að stuðningshundum, enda teldust slíkir hundar ekki hjálparhundar, þeir hafa ekki vottaða þjálfun og ekki þurfi að uppfylla nein sérstök skilyrði til að skilgreina hund sem stuðningshund. Matvælaráðuneytið staðfesti ákvörðun Matvælastofnunar og tók undir sjónarmið stofnunarinnar að um sé að ræða stuðningshunda sem hjálpi kæranda með sína andlegu líðan en ekki hjálparhunda í skilningi reglugerðarinnar,“ segir á heimasíðu stofnunarinnar. Dýraheilbrigði Hundar Geðheilbrigði Dýr Gæludýr Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Þetta er niðurstaða matvælaráðuneytisins sem hefur staðfest synjun Matvælastofnunar um undanþágu til heimaeinangrunar umræddra hunda. Í úrskurðinum kemur fram að eftir komuna til landsins í október hafi hundarnir farið í einangrunarstöðina, en Matvælastofnun barst þá undanþágubeiðni um að hafa hundana í heimaeinangrun þar sem um hjálparhunda væri að ræða. Kærendur sögðu andlegt heilsufar annars þeirra hafi verulega takmarkandi áhrif á allar daglegar athafnir viðkomandi og væri algjörlega háð því að hafa hunda hjá sér. Óvíst væri hvort að hún væri vinnufær vegna ástandsins. Sömuleiðis sögðu kærendur að þeir hefðu yfir að ráða húsi þar sem aðstæður til heimaeinangrunar væru til fyrirmyndar fyrir umrædda smáhunda. Ekki er tekið fram í úrskurðina hvaða hundategund um ræðir. Ætlað að fyrirbyggja að sjúkdómar berist til landsins Matvælastofnun leggur áherslu á að meginreglan sé að hunda og ketti skal flytja rakleiðis í einangrunarstöð við komu til landsins. „Um einangrun og starfsemi einangrunarstöðva gilda ákveðnar reglur sem ætlað er að fyrirbyggja að sjúkdómar berist til landsins við innflutning. Eina heimild fyrir undanþágu til heimaeinangrunar er vegna innflutnings á hjálparhundum og stofnunin hefur ekki heimild til þess að leyfa heimaeinangrun hunda nema um sé að ræða vottaða hjálparhunda,“ segir á vef Matvælastofnunar. Stuðningshundar, ekki hjálparhundar Samkvæmt skilgreiningu reglugerðarinnar er hjálparhundur leiðsöguhundur fyrir blinda, merkjahundur fyrir heyrnarskerta eða hjálparhundur fyrir hreyfihamlaða, flogaveika og sykursjúka, sem aðstoðar einstaklinga með ofangreindar greiningar við að takast á við umhverfi sitt og hefur vottaða þjálfun sem samþykkt er af Matvælastofnun. „Matvælastofnun hafnaði erindinu með vísan til þess að hundarnir féllu ekki undir skilgreiningu reglugerðarinnar um hjálparhunda og þeir væru ekki vottaðir sem slíkir. Skýr greinarmunur væri á hjálparhundum og stuðningshundum. Hjálparhundar eru sérþjálfaðir vottaðir þjónustuhundar sem gegna tilteknu hlutverki en stuðningshundar eru gæludýr og taldi stofnunin sig ekki hafa heimild til að víkja frá kröfu um hefðbundna einangrun þegar kemur að stuðningshundum, enda teldust slíkir hundar ekki hjálparhundar, þeir hafa ekki vottaða þjálfun og ekki þurfi að uppfylla nein sérstök skilyrði til að skilgreina hund sem stuðningshund. Matvælaráðuneytið staðfesti ákvörðun Matvælastofnunar og tók undir sjónarmið stofnunarinnar að um sé að ræða stuðningshunda sem hjálpi kæranda með sína andlegu líðan en ekki hjálparhunda í skilningi reglugerðarinnar,“ segir á heimasíðu stofnunarinnar.
Dýraheilbrigði Hundar Geðheilbrigði Dýr Gæludýr Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira