Eigum kröfu á að íslenska sé notuð þar sem hægt er Bjarki Sigurðsson skrifar 21. nóvember 2023 23:00 Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði. Vísir/Sigurjón Stjórnvöld hvetja landsmenn til að tilkynna auglýsingar hér á landi á öðrum tungumálum en íslensku. Fyrrverandi prófessor segir eðlilegt að auglýsa á ensku, svo lengi sem íslenskan sé líka til staðar. Í gær undirrituðu Neytendastofa og menningar- og viðskiptaráðherra viljayfirlýsingu um átaksverkefni þar sem almenningur er hvattur til að tilkynna auglýsingar sem það sér hér á landi á öðrum málum en íslensku. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að markmiðið sé að auka vitund fyrirtækja og almennings um íslenskuákvæði laga um viðskiptahætti og markaðssetningu. Myrkir markaðsdagar eða svartur fössari? Á föstudaginn halda Bandaríkjamenn upp á daginn „Black Friday“. Sá dagur hefur náð fótfestu hér og þessa dagana keppast fyrirtæki við að auglýsa tilboð vegna dagsins. Sumir nenna ekki að þýða nafnið á meðan aðrir fara ýmsar leiðir við að íslenskuvæða það. Svartur föstudagur, svartur fössari, myrkir markaðsdagar og fleira. Nokkrar auglýsinganna.Vísir/Sara Mikilvægt að viðhalda íslenskunni Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, segir mikilvægt að slaka ekki á við að viðhalda íslenskunni. „Við eigum kröfu á því að íslenska sé notuð alls staðar þar sem því verður við komið. Það er mikilvægt til þess að viðhalda íslenskunni og til þess að viðhalda vitund okkar um að íslenskan skiptir máli. Ef við slökum á alls staðar, ef við segjum að það skilji allir ensku hvort eð, er það er allt í lagi að hafa þetta ensku, þá er spurning hvar setjum við stopp. Erum við þá ekki búin í raun og veru að afnema allar girðingar?“ spyr Eiríkur. Enskan leyfileg sé íslenska með Hann bendir á að ekkert sé að auglýsingum á ensku, svo lengi sem íslenskan sé líka til staðar. „Við verðum að horfast í augu við það að hér býr fjöldi innflytjenda sem kann ekki íslensku og fjöldi ferðamanna sem kemur. Eðlilegt að auglýsendur vilji höfða til þeirra en þá þarf að vera grundvallaratriði að íslenska sé líka,“ segir Eiríkur. Íslensk tunga Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Í gær undirrituðu Neytendastofa og menningar- og viðskiptaráðherra viljayfirlýsingu um átaksverkefni þar sem almenningur er hvattur til að tilkynna auglýsingar sem það sér hér á landi á öðrum málum en íslensku. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að markmiðið sé að auka vitund fyrirtækja og almennings um íslenskuákvæði laga um viðskiptahætti og markaðssetningu. Myrkir markaðsdagar eða svartur fössari? Á föstudaginn halda Bandaríkjamenn upp á daginn „Black Friday“. Sá dagur hefur náð fótfestu hér og þessa dagana keppast fyrirtæki við að auglýsa tilboð vegna dagsins. Sumir nenna ekki að þýða nafnið á meðan aðrir fara ýmsar leiðir við að íslenskuvæða það. Svartur föstudagur, svartur fössari, myrkir markaðsdagar og fleira. Nokkrar auglýsinganna.Vísir/Sara Mikilvægt að viðhalda íslenskunni Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, segir mikilvægt að slaka ekki á við að viðhalda íslenskunni. „Við eigum kröfu á því að íslenska sé notuð alls staðar þar sem því verður við komið. Það er mikilvægt til þess að viðhalda íslenskunni og til þess að viðhalda vitund okkar um að íslenskan skiptir máli. Ef við slökum á alls staðar, ef við segjum að það skilji allir ensku hvort eð, er það er allt í lagi að hafa þetta ensku, þá er spurning hvar setjum við stopp. Erum við þá ekki búin í raun og veru að afnema allar girðingar?“ spyr Eiríkur. Enskan leyfileg sé íslenska með Hann bendir á að ekkert sé að auglýsingum á ensku, svo lengi sem íslenskan sé líka til staðar. „Við verðum að horfast í augu við það að hér býr fjöldi innflytjenda sem kann ekki íslensku og fjöldi ferðamanna sem kemur. Eðlilegt að auglýsendur vilji höfða til þeirra en þá þarf að vera grundvallaratriði að íslenska sé líka,“ segir Eiríkur.
Íslensk tunga Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira