Tek undir með Vilhjálmi Birgissyni um að metnir verði kostir og gallar nýs gjaldmiðils Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 21. nóvember 2023 14:00 Ég tek undir með formanni Starfsgreinasambandsins sem telur rétt að þjóðin meti kosti og galla þess að taka upp annan gjaldmiðil. Gjaldmiðlar hafa nefnilega kosti og galla eins og Vilhjálmur bendir á. Hér á landi er t.d. heill stjórnmálaflokkur sem byggir alla sína tilveru á trúnni á að evran sé töfralausn fyrir Ísland. En til að slíkt mat verði ekki bara enn eitt þrætueplið þarf að tryggja að sem flestir sem málið varðar hafi aðkomu að því. Flestar upplýsingar liggja fyrir. Það þarf að bara að draga þær saman og taka það með sem máli skiptir. Við slíka skoðun eða samantekt þarf meðal annars að líta til þess hvernig nýr gjaldmiðill hentar atvinnuvegunum, t.d. þeim sem eru gjaldeyrisskapandi. Varðandi heimilin skipta vextir máli, en þó miklu fremur heildargreiðslur vegna húsnæðisöflunar. Skoða þarf áhrif á verðbólgustig og vaxtatekjur og – gjöld fyrirtækja, annars vegar, og almennings hins vegar. Sömuleiðis hver áhrif ólíkra hagsveiflna á mismunandi gjaldmiðlasvæðum gætu orðið á þjóðarbúskapinn. Að lokum þarf að skoða fórnarkostnaðinn við nýjan gjaldmiðil. Með upptöku evru kæmi aðild að ESB. Hver er óhjákvæmilegur fórnarkostnaður þjóðarinnar við afsal úthafsveiðanna til ESB? Hver yrði væntanlegur fórnarkostnaður og áhætta við afhendingu fiskimiðanna undir yfirráð ESB? Þetta geta Samtök fiskframleiðenda og -útflytjenda upplýst. Sjálfgefið sýnist að Seðlabankinn geri þessa skoðun með aðkomu annarra. Verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur myndu örugglega vilja hafa hönd í bagga. Til að skoðunin geti gengið hratt og örugglega yrði að takmarka fjölda slíkra aðila. Best væri að ESB sinnar kæmu sér saman um einn mann. Að öðrum ólöstuðum væri Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar, nánast sjálfkjörinn til að vera slíkur fulltrúi. Það kæmi sér vel að niðurstaða lægi fyrir áður en kjarasamningar hefjast fyrir alvöru. Þá getum við lagt þessa þrætu á hilluna, a.m.k. um skeið. Það er enginn gjaldmiðill fullkominn en það er hins vegar gríðarlega mikilvægt að fólk þekki kosti og galla mismunandi gjaldmiðla ef taka á umræðuna á lýðræðislegan hátt. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Íslenska krónan Seðlabankinn Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Sjá meira
Ég tek undir með formanni Starfsgreinasambandsins sem telur rétt að þjóðin meti kosti og galla þess að taka upp annan gjaldmiðil. Gjaldmiðlar hafa nefnilega kosti og galla eins og Vilhjálmur bendir á. Hér á landi er t.d. heill stjórnmálaflokkur sem byggir alla sína tilveru á trúnni á að evran sé töfralausn fyrir Ísland. En til að slíkt mat verði ekki bara enn eitt þrætueplið þarf að tryggja að sem flestir sem málið varðar hafi aðkomu að því. Flestar upplýsingar liggja fyrir. Það þarf að bara að draga þær saman og taka það með sem máli skiptir. Við slíka skoðun eða samantekt þarf meðal annars að líta til þess hvernig nýr gjaldmiðill hentar atvinnuvegunum, t.d. þeim sem eru gjaldeyrisskapandi. Varðandi heimilin skipta vextir máli, en þó miklu fremur heildargreiðslur vegna húsnæðisöflunar. Skoða þarf áhrif á verðbólgustig og vaxtatekjur og – gjöld fyrirtækja, annars vegar, og almennings hins vegar. Sömuleiðis hver áhrif ólíkra hagsveiflna á mismunandi gjaldmiðlasvæðum gætu orðið á þjóðarbúskapinn. Að lokum þarf að skoða fórnarkostnaðinn við nýjan gjaldmiðil. Með upptöku evru kæmi aðild að ESB. Hver er óhjákvæmilegur fórnarkostnaður þjóðarinnar við afsal úthafsveiðanna til ESB? Hver yrði væntanlegur fórnarkostnaður og áhætta við afhendingu fiskimiðanna undir yfirráð ESB? Þetta geta Samtök fiskframleiðenda og -útflytjenda upplýst. Sjálfgefið sýnist að Seðlabankinn geri þessa skoðun með aðkomu annarra. Verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur myndu örugglega vilja hafa hönd í bagga. Til að skoðunin geti gengið hratt og örugglega yrði að takmarka fjölda slíkra aðila. Best væri að ESB sinnar kæmu sér saman um einn mann. Að öðrum ólöstuðum væri Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar, nánast sjálfkjörinn til að vera slíkur fulltrúi. Það kæmi sér vel að niðurstaða lægi fyrir áður en kjarasamningar hefjast fyrir alvöru. Þá getum við lagt þessa þrætu á hilluna, a.m.k. um skeið. Það er enginn gjaldmiðill fullkominn en það er hins vegar gríðarlega mikilvægt að fólk þekki kosti og galla mismunandi gjaldmiðla ef taka á umræðuna á lýðræðislegan hátt. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun