Stærsti spítali Gasa rýmdur og tugir drepnir í flóttamannabúðum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. nóvember 2023 23:56 Palestínumenn flytja slasaða konu úr rústum flóttamannabúða eftir loftárás Ísraelshers við bæinn Khan Younis í suðurhluta Gasa. AP Meira en hundrað manns létu lífið í þremur loftárásum Ísraelshers í dag. Þá var um 120 manns gert að yfirgefa stærsta spítala Gasastrandarinnar vegna húsleitar Ísraelshers. Hundruðir sjúklinga, starfsfólks og aðstandenda rýmdu stærsta spítalann á Gasastöndinni í dag á meðan menn Ísraelshers leituðu af sér grun að stjórnstöð Hamas-samtakanna sem þeir telja að sé staðsett undir spítalanum. Bæði Hamas-liðar og starfsfólk spítalans hafa neitað að samtökin starfi undir spítalanum. Minnst fimmtíu eru taldir af eftir loftárás á Jabaliya flóttamannabúðirnar í norðurhluta Gasa í dag. Skotmark árásarinnar var skóli sem rekinn hefur verið af Sameinuðu þjóðunum. Skólinn eyðilagðist mikið, að sögn slasaðra sjónarvotta sem AP ræddi við. Önnur loftárás sem gerð var á nærliggjandi byggingu varð minnst 32 að bana, að sögn heilbrigðisráðuneytis Hamas. Þar af voru nítján börn drepin. Ísraelsher kvaðst hafa varað íbúa Gasa við loftárásinni í samfélagsmiðlafærslu. Að einungis hefði verið skotið í þeim tilgangi að fella hryðjuverkamenn Hamas. Snemma í morgun var gerð loftárás rétt fyrir utan bæinn Khan Younis í suðurhluta Gasa. Minnst 26 létu lífið. Því má ætla að minnst 108 manns hafi látist í sprenginum Ísraelshers í dag. „Flóttamannabúðir eru gerðar fyrir öryggi. Skólar eru gerðir til þess að læra. Hryllilegar fréttir af börnunum, konunum og mönnunum sem létust meðan þau dvöldu í al-Fakhouri skólanum í norðurhluta Gasa,“ sagði Martin Griffiths, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á X í dag. „Óbreyttir borgarar geta ekki og eiga ekki að þurfa að sætta sig við þetta.“ Shelters are a place for safety.Schools are a place for learning. Tragic news of the children, women and men killed while sheltering at Al Fakhouri school in northern Gaza. Civilians cannot and should not have to bear this any longer. Humanity needs to prevail.— Martin Griffiths (@UNReliefChief) November 18, 2023 Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Hundruðir sjúklinga, starfsfólks og aðstandenda rýmdu stærsta spítalann á Gasastöndinni í dag á meðan menn Ísraelshers leituðu af sér grun að stjórnstöð Hamas-samtakanna sem þeir telja að sé staðsett undir spítalanum. Bæði Hamas-liðar og starfsfólk spítalans hafa neitað að samtökin starfi undir spítalanum. Minnst fimmtíu eru taldir af eftir loftárás á Jabaliya flóttamannabúðirnar í norðurhluta Gasa í dag. Skotmark árásarinnar var skóli sem rekinn hefur verið af Sameinuðu þjóðunum. Skólinn eyðilagðist mikið, að sögn slasaðra sjónarvotta sem AP ræddi við. Önnur loftárás sem gerð var á nærliggjandi byggingu varð minnst 32 að bana, að sögn heilbrigðisráðuneytis Hamas. Þar af voru nítján börn drepin. Ísraelsher kvaðst hafa varað íbúa Gasa við loftárásinni í samfélagsmiðlafærslu. Að einungis hefði verið skotið í þeim tilgangi að fella hryðjuverkamenn Hamas. Snemma í morgun var gerð loftárás rétt fyrir utan bæinn Khan Younis í suðurhluta Gasa. Minnst 26 létu lífið. Því má ætla að minnst 108 manns hafi látist í sprenginum Ísraelshers í dag. „Flóttamannabúðir eru gerðar fyrir öryggi. Skólar eru gerðir til þess að læra. Hryllilegar fréttir af börnunum, konunum og mönnunum sem létust meðan þau dvöldu í al-Fakhouri skólanum í norðurhluta Gasa,“ sagði Martin Griffiths, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á X í dag. „Óbreyttir borgarar geta ekki og eiga ekki að þurfa að sætta sig við þetta.“ Shelters are a place for safety.Schools are a place for learning. Tragic news of the children, women and men killed while sheltering at Al Fakhouri school in northern Gaza. Civilians cannot and should not have to bear this any longer. Humanity needs to prevail.— Martin Griffiths (@UNReliefChief) November 18, 2023
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira