Stærsti spítali Gasa rýmdur og tugir drepnir í flóttamannabúðum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. nóvember 2023 23:56 Palestínumenn flytja slasaða konu úr rústum flóttamannabúða eftir loftárás Ísraelshers við bæinn Khan Younis í suðurhluta Gasa. AP Meira en hundrað manns létu lífið í þremur loftárásum Ísraelshers í dag. Þá var um 120 manns gert að yfirgefa stærsta spítala Gasastrandarinnar vegna húsleitar Ísraelshers. Hundruðir sjúklinga, starfsfólks og aðstandenda rýmdu stærsta spítalann á Gasastöndinni í dag á meðan menn Ísraelshers leituðu af sér grun að stjórnstöð Hamas-samtakanna sem þeir telja að sé staðsett undir spítalanum. Bæði Hamas-liðar og starfsfólk spítalans hafa neitað að samtökin starfi undir spítalanum. Minnst fimmtíu eru taldir af eftir loftárás á Jabaliya flóttamannabúðirnar í norðurhluta Gasa í dag. Skotmark árásarinnar var skóli sem rekinn hefur verið af Sameinuðu þjóðunum. Skólinn eyðilagðist mikið, að sögn slasaðra sjónarvotta sem AP ræddi við. Önnur loftárás sem gerð var á nærliggjandi byggingu varð minnst 32 að bana, að sögn heilbrigðisráðuneytis Hamas. Þar af voru nítján börn drepin. Ísraelsher kvaðst hafa varað íbúa Gasa við loftárásinni í samfélagsmiðlafærslu. Að einungis hefði verið skotið í þeim tilgangi að fella hryðjuverkamenn Hamas. Snemma í morgun var gerð loftárás rétt fyrir utan bæinn Khan Younis í suðurhluta Gasa. Minnst 26 létu lífið. Því má ætla að minnst 108 manns hafi látist í sprenginum Ísraelshers í dag. „Flóttamannabúðir eru gerðar fyrir öryggi. Skólar eru gerðir til þess að læra. Hryllilegar fréttir af börnunum, konunum og mönnunum sem létust meðan þau dvöldu í al-Fakhouri skólanum í norðurhluta Gasa,“ sagði Martin Griffiths, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á X í dag. „Óbreyttir borgarar geta ekki og eiga ekki að þurfa að sætta sig við þetta.“ Shelters are a place for safety.Schools are a place for learning. Tragic news of the children, women and men killed while sheltering at Al Fakhouri school in northern Gaza. Civilians cannot and should not have to bear this any longer. Humanity needs to prevail.— Martin Griffiths (@UNReliefChief) November 18, 2023 Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Hundruðir sjúklinga, starfsfólks og aðstandenda rýmdu stærsta spítalann á Gasastöndinni í dag á meðan menn Ísraelshers leituðu af sér grun að stjórnstöð Hamas-samtakanna sem þeir telja að sé staðsett undir spítalanum. Bæði Hamas-liðar og starfsfólk spítalans hafa neitað að samtökin starfi undir spítalanum. Minnst fimmtíu eru taldir af eftir loftárás á Jabaliya flóttamannabúðirnar í norðurhluta Gasa í dag. Skotmark árásarinnar var skóli sem rekinn hefur verið af Sameinuðu þjóðunum. Skólinn eyðilagðist mikið, að sögn slasaðra sjónarvotta sem AP ræddi við. Önnur loftárás sem gerð var á nærliggjandi byggingu varð minnst 32 að bana, að sögn heilbrigðisráðuneytis Hamas. Þar af voru nítján börn drepin. Ísraelsher kvaðst hafa varað íbúa Gasa við loftárásinni í samfélagsmiðlafærslu. Að einungis hefði verið skotið í þeim tilgangi að fella hryðjuverkamenn Hamas. Snemma í morgun var gerð loftárás rétt fyrir utan bæinn Khan Younis í suðurhluta Gasa. Minnst 26 létu lífið. Því má ætla að minnst 108 manns hafi látist í sprenginum Ísraelshers í dag. „Flóttamannabúðir eru gerðar fyrir öryggi. Skólar eru gerðir til þess að læra. Hryllilegar fréttir af börnunum, konunum og mönnunum sem létust meðan þau dvöldu í al-Fakhouri skólanum í norðurhluta Gasa,“ sagði Martin Griffiths, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á X í dag. „Óbreyttir borgarar geta ekki og eiga ekki að þurfa að sætta sig við þetta.“ Shelters are a place for safety.Schools are a place for learning. Tragic news of the children, women and men killed while sheltering at Al Fakhouri school in northern Gaza. Civilians cannot and should not have to bear this any longer. Humanity needs to prevail.— Martin Griffiths (@UNReliefChief) November 18, 2023
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent